Leita enn líka fórnarlamba flóðanna

Viðgerðir á lestarteinum við spænsku borgina Valencia hófst í dag. Teinarnir skemmdust mikið í mannskæðum flóðum sem riðu yfir svæðið fyrir tíu dögum. Mikið hreinsunarstarf hefur verið unnið í borginni en enn er nóg framundan. Miklar skemmdir urðu í kjölfar flóðanna sem riðu yfir fyrir rúmri viku, án nokkurs fyrirvara. Yfirvöld hafa borið kennsl á líkamsleifar 219 en leit stendur enn yfir að þeim 93 sem enn er saknað.

22
01:33

Vinsælt í flokknum Fréttir