Ísland í dag - Ný plata og tónleikaferð Emmsjé Gauta
Emmsjé Gauti segir frá ábreiðuplötu sem er í bígerð hjá honum og félögum hans. Gauti leggur af stað í tónleikaferðalag hringinn í kringum landið þann 30.maí. Ferðalagið tekur þrettán daga og spilar hann á þrettán stöðum. Gauti ætlar að senda frá sér þrettán vefþætti á túrnum og verða þættirnir sýndir hér á Vísi.