„Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda
Stórfyrirtæki hafa nýtt sér hlutabótaúrræðið til að greiða niður starfsmannakostnað þrátt fyrir að skila hagnaði eða greiða eigendum sínum arð. Skeljungur er eitt þessara félaga - en tilkynnti í dag að það myndi endurgreiða bæturnar og bjóða starfsmönnunum fullt starf. Stjórnvöld ætla nú að setja skilyrði um hverjir geti nýtt sér hlutabótaleiðina.