Fjölmörg sameignleg mál rædd á fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norðurlandanna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fjölmörg mál hafa verið rædd á mjög frjálslegum fundi forseta Bandaríkjanna með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki í dag. Hún hefði meðal annars tekið jafnréttismálin til umræðu. Staða Norðurlandanna innan Atlantshafsbandalagsins hefði breyst og eflst með inngöngu Finna og bráðum inngöngu Svía í bandalagið. Þá eigi ríkin öll sameiginlega hagsmuni á Norðurslóðum og sorglegt að innrás Rússa í Úkraínu hefði meðal annars leitt til þess að pólitísk samskipti í Norðurskautsráðinu hefðu lagst af með innrás Rússa í Úkraínu. Hér er viðtal við Katrínu sem tekið var eftir fundinn með Bandaríkjaforseta í heild sinni.

121
05:47

Vinsælt í flokknum Fréttir