Ísland í dag - Mikilvægt að hlúa að börnum sem hafa misst

Í apríl fyrir þremur árum breyttist draumafrí fjögurra manna fjölskyldu úr Mosfellsbæ í martröð þegar fjölskyldufaðirinn lést skyndilega um borð í skemmtiferðaskipi við strendur Bahama-eyja. Iðunn Dögg Gylfadóttir, segir sögu sína í þætti kvöldsins. Hún er afar þakklát sjálfboðaliðasamtökunum Erninum en þar hafa synir hennar tveir fengið mikinn stuðning. Samtökin hafa undanfarin ár stutt við börn sem hafa misst ástvin en við ræðum einnig við Jónu Hrönn Bolladóttur sem fer fyrir hópi sjálfboðaliða sem vinnur þetta óeigingjarna starf.

18779
11:41

Vinsælt í flokknum Ísland í dag