Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Ekki brugðist við mikilli hættu

Ekki var brugðist við ábendingum um að áhætta vegna lausafjárskorts og fjármögnun bankanna væri orðin of mikil vorið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna bankahrunsins.

Innlent
Fréttamynd

Hörð gagnrýni á þjóðnýtingu Glitnis

Seðlabanki og ráðherrar brutu stjórnsýslulög, eigin verklagsreglur, óskráðar meginreglur og jafnvel stjórnarskrá þegar ákveðið var að bregðast við ósk Glitnis um lán til þrautavara með þjóðnýtingu. Seðlabankinn hafði ekki forsendur til að meta hvort sú leið sem hann gerði tillögu um væri forsvaranleg.

Innlent
Fréttamynd

Lánuðu milljarða til kaupa á Högum

Tvö félög Bónusfjölskyldunnar, Baugur Group og Gaumur, voru komin í fjárhagsvanda snemma árs 2008 og lá fyrir að Baugur gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar í mars 2008 án fjárhagsaðstoðar. Þá var eigið fé Gaums neikvætt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skýrslan er úttekt en ekki dómur

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er einn þriggja stjórnmálamanna sem rannsóknarnefndin telur hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi.

Innlent
Fréttamynd

Samson átti endurfjármögnun vísa

Félög tengd eigendum Landsbankans áttu endurfjármögnun vísa í Peningabréfum ISK, en svo nefndist fjárfestingarsjóður Landsvaka sem aftur var í eigu Landsbankans. Þetta er meðal þess sem lesa má úr kafla rannsóknarnefndar Alþingis um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði.

Innlent
Fréttamynd

Litu ekki á málið fyrr en 2007

Starfsmaður Fjármálaeftirlitsins komst að því árið 2004 að hvorki Kaupþing né Landsbankinn hefðu tengt saman stórar lánveitingar bankanna til Baugs Group með réttum hætti. Hann lét stjórnendur Fjármálaeftirlitsins vita af niðurstöðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

1,3 milljarðar í rekstur Sigurðar

Rekstrarkostnaður við skrifstofu Sigurðar Einarsson, stjórnarformanns Kaupþings, í London, nam 1.311,5 milljónum króna á fjögurra ára tímabili, frá 2005 til 2008. Auk Sigurðar var einn starfsmaður á skrifstofunni fyrri hluta tímabilsins og tveir þann síðari.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eigendur bankanna misnotuðu þá

Rannsóknarnefndin telur að eigendur allra stóru bankanna þriggja og Straums-Burðaráss hafi fengið óeðlilega mikinn aðgang að lánsfé hjá þessum bönkum í krafti eignarhalds síns. Stærstu skuldarar allra bankana voru eigendur þeirra eða tengdir aðilar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bretar vildu „refsa" íslenskum stjórnvöldum

Íslensk stjórnvöld hefðu átt að útskýra neyðarlögin betur fyrir breskum og hollenskum stjórnvöldum strax við lokun markaða þann 6. október 2008. Þetta er mat rannsóknarnefndar Alþingis sem telur það gagnrýnisvert hversu lítið íslensk stjórnvöld aðhöfðust til að róa þarlenda ráðamenn.

Innlent
Fréttamynd

Jónas Fr.: Ég skilaði betri stofnun en ég tók við

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) segist hafa skilað betri stofnun en hann tók við. Hann segir FME hafa verið alvarlega fjársvelt en stórbatnað í sinni stjórnartíð. Þetta kom fram í viðtali við Jónas á RÚV.

Innlent
Fréttamynd

SMS ISG: Gerdu svo Má ad Sedlabankastjora i stad DO

Í smáskilaboðum sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sendi Geir H. Haarde 2. október 2008, miðvikudaginn eftir þjóðnýtingu Glitnis, kemur fram að hún vildi að Már Guðmundsson yrði gerður að seðlabankastjóra í stað Davíðs Oddssonar. Ingibjörg var stödd í New York í læknismeðferð þegar hún sendi skilaboðin.

Innlent
Fréttamynd

Össur: Ég hélt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar

„[...] ég er enn á lífi í pólitík af því að ég er svolítið „paranoid“ í nasavængjunum, ég taldi sem sagt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar [...],“ sagði Össur Skarphéðinsson við skýrslutöku hjá Rannsóknarnefnd Alþings um tillögu Davíðs um þjóðstjórn. Davíð viðraði hugmyndina á ríkisstjórnarfundi 30. september 2008.

Innlent
Fréttamynd

Geir: Við vorum gabbaðir

Ég sé mest eftir því að hafa verið aðili sem tók þátt í því að leyfa bönkunum að stækka svona mikið, sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Davíð Oddsson hótaði Tryggva Þór

Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis.

Innlent
Fréttamynd

Óþekktur bankamaður varaði Davíð Oddsson við

Í skýrslu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, fyrir rannsóknarnefnd Alþingis kom fram að um mitt sumar árið 2008 hefði leitað til hans maður, sem hann vildi ekki nafngreina, sem vann í einum af stóru bönkunum.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarnefndin sat fyrir svörum á Stöð 2

Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Már Unnarsson ræddi við þau Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríði Benediktsdóttur um efni skýrslunnar sem þau skiluðu af sér í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþingsmenn: Höfðu ekki efni á lystisnekkju

Fjárhagsvandræði hrjáðu Kaupþingsmenn í febrúar 2008. Til að bæta stöðu sína varpar Magnús Guðmundsson fram þeirri hugmynd í tölvupósti að leigja út lystisnekkju þeirra til þriðja aðila. Pósturinn birtist í rannsóknarskýrslunni.

Innlent
Fréttamynd

Bombur dagsins - fleyg orð úr skýrslunni

Mörg fleyg ummæli hafa komið fram í fjölmiðlum í dag í kjölfar birtingar rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrslutökur veita persónulega innsýn inn í hugarheim aðalleikara hrunsins, sem spara ekki stóru orðin þegar kemur að þeim sjálfum eða öðrum. Vísir.is tók saman ummæli dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Skelfing og óðagot í stjórnkerfinu

Athygli vekur við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hversu mikil skelfing og óðagot ríkti bæði í stjórnkerfinu og hjá fjármálastofnunum þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bankakerfið var að hrynja.

Innlent
Fréttamynd

Í fyrsta sinn sem landsdómur yrði kallaður saman

Ef landsdómur verður kallaður saman vegna þeirra niðurstaðna sem finna má í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis verður það í fyrsta sinn sem slikt gerist í sögu lýðveldisins, segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Sökin ekki hjá Fjármálaeftirlitinu

„Meginatriðið er það að bankahrunið er á ábyrgð bankamanna sjálfra og þeim sem stjórnuðu þeim," segir Jón Magnússon lögmaður og faðir Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Hann tjáir sig ekki um ábyrgð sonar síns.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn flaug á vegum allra helstu útrásavíkinganna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flaug ítrekað með útrásavíkingum en í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem snýr að siðferði og starfsháttum kemur fram að Ólafur Ragnar flaug með í flugvélum í eigu eða leigu Kaupþings, Actavis, Glitnis, Novator, FL Group og Eimskipafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Jón Baldvin: Enginn axlar ábyrgð

"Þessi skýrsla segir okkur fátt nýtt um okkar samfélag sem við vissum ekki fyrir," segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi forsætisráðherra, spurður um fyrstu viðbrögð sín við rannsóknarskýrslu Alþingis.

Innlent