Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Ásmundur Einar Daðason og Willum Þór Þórsson, ráðherrar Framsóknar, segjast ekki vera stressaðir þó einungis annar þeirra, Willum, mælist inni þegar þetta er skrifað og þá mælist formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, heldur ekki inni. Ásmundur Einar segist stoltur af sínum verkum en segir ljóst að uppbyggingarstarf bíði félaga sinna í Framsókn. Innlent 1. desember 2024 00:15
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Sjálfstæðisflokkurinn tapar aðeins tveimur prósentum í Suðvesturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum þaðan og heldur sínum fjórum mönnum inni á þingi. Samfylkingin stóreykur fylgið og nær sömuleiðis fjórum mönnum inn. Rúmlega sex prósent atkvæða detta niður dauð. Innlent 1. desember 2024 00:00
„Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Inga Sæland formaður Flokks fólkins og Ásta Lóa Þórhallsdóttir oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi voru himinlifandi þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við þær á kosningavöku Flokks fólksins. Innlent 30. nóvember 2024 23:56
Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrstu tölur alls engin vonbrigði, þrátt fyrir að Samfylkingin sé að mælast með meira fylgi en hans flokkur á þessari stundu. Hann segist fyrst og fremst vera raunsær og segir tölurnar gefa til kynna hægribylgju. Innlent 30. nóvember 2024 23:39
Glaður maður en býst við batnandi tölum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist vera himinlifandi með fyrstu tölur sem hafa birst í kvöld en Kristín Ólafsdóttir fréttakona tók hann tali á kosningavöku Miðflokksins Hann segist þó geta búist við batnandi tölum þegar menn nái að ryðjast í gegnum snjóskaflana í Norðausturkjördæmi. Innlent 30. nóvember 2024 23:29
Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Samfylkingin mælist með 23 prósent atkvæði samkvæmt fyrstu tölum kvöldsins sem komu úr Norðausturkjördæmi. Flokkur fólksins er næststærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi og fengi 19,7 prósent. Innlent 30. nóvember 2024 23:17
Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var í banastuði þegar Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona náði af henni tali á kosningavöku Viðreisnar á Hótel Borg í kvöld. Hún sagði Viðreisn klára í ríkisstjórn og kom fram að hún hefði skipað sínu fólki að tala ekki um aðra flokka á lokametrum kosningabaráttunnar. Innlent 30. nóvember 2024 23:01
Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 „Þvílíkur fjöldi, þvílík stemning!“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína sem saman eru komnir í Valsheimilinu. Hann gekk inn við lag úr áramótaskaupinu árið 2013. Lífið 30. nóvember 2024 22:49
Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segist löngu hætt að vera stressuð fyrir kvöldinu. Hún segist finna það hjá kjósendum að margir hafi ákveðið að kjósa flokkinn, jafnvel á allra síðustu stundu í kjörklefanum. Innlent 30. nóvember 2024 22:40
Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Kjósandi sem kaus á Kjarvalsstöðum í dag setti óvart vegabréfið sitt með kjörseðlinum ofan í kjörkassann. Viðkomandi getur ekki sótt vegabréfið fyrr en búið er að telja atkvæðin. Innlent 30. nóvember 2024 22:24
Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Það var sannkallaður El Classico í Kosningakvissi hjá Birni Braga þegar Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn mættust. Vel fór á með liðunum í æsispennandi keppni. Lífið 30. nóvember 2024 22:13
Sigmundur taki stríðnina alla leið Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, kíkti í settið til Sindra Sindrasonar í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hún segir bróður sinn hafa verið brjálæðislega stríðinn í æsku og er bjartsýn á gengi flokksins í kvöld en Nanna skipar jafnframt 2. sætið í Kraganum fyrir flokkinn. Lífið 30. nóvember 2024 21:49
Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Sjónvarpskonan Birna María Másdóttir betur þekkt sem Bibba fór á stjá í vikunni og kannaði stemninguna hjá stjórnmálaflokkunum á kosningamiðstöðvum þeirra. Innslagið var sýnt í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Lífið 30. nóvember 2024 21:23
Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Píratar og Miðflokksmenn tókust á um Eurovision og Næturvaktina í kosningakvissi Björns Braga. Þar greindi liðin meðal annars á um keppnisandann í æsispennandi keppni. Lífið 30. nóvember 2024 20:37
„Álagið er þessi fjarvera“ Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, segir mikið álag hafa verið á heimili þeirra hjóna á kjörtímabilinu. „Álagið er þessi fjarvera. Það er mikil fjarvera. Það er miklu fórnað fyrir pólitíkina.“ Lífið 30. nóvember 2024 20:36
„Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Þorgerður Katrín segir þjóðina vilja sjá myndun samhentrar ríkisstjórnar. Ásmundi Einari er létt að kosningabaráttunni sé lokið en segist þó bjartsýnn. Frambjóðendur Lýðræðisflokksins trúa því að þjóðin sé búin að opna augun. Innlent 30. nóvember 2024 20:31
Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Fulltrúar Viðreisnar og VG mættust í sérlegu Kosningakvissi Björns Braga í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Um æsispennandi keppni var að ræða þar sem myndagáta réði úrslitum. Lífið 30. nóvember 2024 20:14
Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Kjörsókn fór hægar af stað í morgun en í síðustu kosningum en tók við sér þegar líða tók á daginn. Formaður yfirkjörstjórnar segir engar meiriháttar uppákomur hafa komið upp. Ekki þurfti að fresta neinum kjörfundi en talning gæti tekið meiri tíma á landsbyggðinni í ljósi færðar. Innlent 30. nóvember 2024 19:17
Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Kosningamaskínur stjórnmálaflokkanna virðast sífellt finna nýjar leiðir til að nálgast möguleg atkvæði en nú virðist stefnumótaforritið Smitten hafa orðið fyrir valinu hjá einni þeirra. Lífið 30. nóvember 2024 16:37
Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum Kjörsókn í Alþingiskosningunum mældist mest í Norðvesturkjördæmi klukkan þrjú en minnst í Reykjavíkurkjördæmi norður. Innlent 30. nóvember 2024 15:41
„Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist jákvæð fyrir deginum og að stemningin innan Samfylkingarinnar sé gríðarleg. Innlent 30. nóvember 2024 15:32
„Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Formaður landskjörstjórnar telur ólíklegt að fresta þurfi kjörfundi vegna veðurviðvarana í kvöld. Líklega gangi allt upp samkvæmt áætlun. Innlent 30. nóvember 2024 15:27
Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir kosningabaráttuna hafa verið snarpa, fjörlega og skemmtilega. Það hafi verið gott að kjósa í dag, í loka hnykknum í baráttunni. Innlent 30. nóvember 2024 15:07
„En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skemmtilega hátíðartilfinningu að mæta á kjörstað. Hann segist vongóður með daginn. Innlent 30. nóvember 2024 14:18
Hröð barátta og skortur á dýpt Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir alltaf frábært að setja x við P. Það gerði hún í morgun. Hún sagðist þá ætla að verja deginum í kosningamiðstöð þar sem hún stefnir á að hringja í nokkra óákveðna kjósendur. Innlent 30. nóvember 2024 13:33
Samtöl við kjósendur standa upp úr Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar segir það sérstakt að kjósa en geta ekki veitt sjálfum sér atkvæði, þar sem hann býr í Reykjavík suður en flokkurinn býður fram í Reykjavík norður. Innlent 30. nóvember 2024 12:58
Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins var beðinn um að fjarlægja barmmerki merkt flokknum er hann mætti á kjörstað á Flúðum í dag. Innlent 30. nóvember 2024 12:12
Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi Framkvæmd alþingiskosninganna í Norðausturkjördæmi hefur gengið betur en menn þorðu að vona þrátt fyrir að færð hafi spillst af völdum veðurs, að sögn varaformanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins. Tekist hefur að opna alla kjörstaði í kjördæminu. Innlent 30. nóvember 2024 11:44
Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist bjartsýn fyrir daginn, þó flokkurinn hafi ekki verið að koma vel út úr könnunum en hann hefur þó bætt við sig í síðustu könnunum. Hún segist finna fyrir því að fólk sé að snúa aftur til VG. Innlent 30. nóvember 2024 11:29
Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist þurfa að halda aftur af sér, svo hún gangi ekki syngjandi um því það liggi svo vel á henni í dag. Hún segist vonast til þess að marka megi skoðanakannanir. Innlent 30. nóvember 2024 11:26