Atvinnulíf

Atvinnulíf

Atvinnulíf fjallar á fjölbreyttan hátt um stjórnun, mannauðsmál, fyrirtækjamenningu, jafnvægi heimilis og vinnu og fleira.

Fréttamynd

Þurfum að breyta stjórnun og skipu­lagi til að halda í rétta starfs­fólkið

„Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst?

„Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“

„Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“

„Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“

„Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Svansvottuð vinnu­að­staða ekki að­eins mögu­leg í ný­byggingum

Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ég held við séum öll föst í að vera við sjálf“

„Sagan af Öskubusku er kannski besta dæmið. Um konu sem er í mjög slæmri stöðu en með nýjum kjól þá getur hún blekkt og orðið „önnur“ og nær sér í prinsinn og kemst út úr ósanngjörnum aðstæðum og bætir líf sitt stórkostlega,“ segir Linda Björg Árnadóttir doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún er að rannsaka félagsfræði tísku.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó

Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“

„Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt

„Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Með bilað sjálfstraust og aldrei þá hugsun að gefast upp

„Það hefur aldrei komið upp sú hugsun að gefast upp þannig að já, eflaust er ég bilaður í sjálfstraustinu. En ég er líka varkár og telst líklegast skringileg skrúfa sem nota bæði heilahvelin á víxl; Það skapandi annars vegar og tölurnar hins vegar. Og ef eitthvað hefur klikkað eða mistekist held ég að mér hafi oftast tekist að finna leiðina út úr því,“ segir Valgeir Magnússon athafnamaður með meiru.

Atvinnulíf