Stjarnan kynnir nýtt þjálfarateymi: Björn Berg úr takkaskónum í þjálfaraúlpuna Stjarnan tilkynnti í kvöld þjálfarateymi liðsins fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla í knattspyrnu. Björn Berg Bryde fer úr takkaskónum og tekur að sér starf aðstoðarþjálfara. Þá er Elías Hlynur Lárusson kominn frá Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Íslenski boltinn 7. nóvember 2023 19:45
Björn Daníel framlengir Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, hefur ákveðið að framlengja við félagið um eitt ár. Fótbolti 5. nóvember 2023 12:04
Bara fjórir leikmenn eftir úr meistaraliði KR frá 2019 Reynsluboltarnir Kennie Chopart og Kristinn Jónsson hafa yfirgefið karlalið KR í fótbolta á síðustu dögum og það eru því mjög fáir eftir úr því liði sem færði KR síðasta Íslandsmeistaratitil sinn fyrir fjórum árum síðan. Íslenski boltinn 3. nóvember 2023 10:00
Pablo um samninginn hjá KR á sínum tíma: „Ég hló, stóð upp og fór“ Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur í hlaðvarpinu Gula Spjaldið. Þar fór hann yfir brotthvarf sitt frá KR árið 2020 en honum stóð til boða að vera áfram í Vesturbænum fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann var á. Íslenski boltinn 2. nóvember 2023 23:00
Kristinn Jónsson segir bless við KR Kristinn Jónsson mun ekki spila áfram með KR í Bestu deild karla í fótbolta og félagið hefur því misst tvo reynslubolta á stuttum tíma. Íslenski boltinn 2. nóvember 2023 07:20
Kennie Chopart yfirgefur KR eftir sjö ára samband Danski varnarmaðurinn Kennie Chopart hefur yfirgefið KR eftir að hafa leikið með liðinu frá árinu 2016. Fótbolti 31. október 2023 17:10
„Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. Íslenski boltinn 30. október 2023 07:00
Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 28. október 2023 19:00
KR kynnir Gregg Ryder sem nýjan þjálfara Englendingurinn Gregg Ryder er nýr þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifar undir þriggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 28. október 2023 16:40
KR boðar til blaðamannafundar og kynnir líklega nýjan þjálfara í dag Knattspyrnudeild KR hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag þar sem nýr þjálfari liðsins verður að öllum líkindum kynntur til leiks. Fótbolti 28. október 2023 10:15
Segir að KR muni rísa á ný Sigurvin Ólafsson, nýráðinn þjálfari Þróttar Reykjavíkur í Lengjudeildar karla í knattspyrnu, segir að KR muni rísa á ný. Íslenski boltinn 28. október 2023 07:01
Gregg Ryder að taka við KR Gregg Ryder, fyrrverandi aðstoðarþjálfari ÍBV, þjálfari Þróttar Reykjavíkur og Þór Akureyrar, mun stýra KR í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 27. október 2023 21:49
Vestri semur við markvörð sem var eitt sinn undir smásjá Milan Nýliðar Vestra eru byrjaðir að styrkja sig fyrir tímabilið sem framundan er í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 27. október 2023 13:00
Sá markahæsti framlengir við Skagamenn Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, hefur framlengt samningi sínum við félagið út tímabilið 2025. Fótbolti 26. október 2023 23:00
Fram muni rísa á ný: „Árangurinn kemur ef menn leggja á sig mikla vinnu“ Rúnar Kristinsson skrifaði undir þriggja ára samning við Fram í gær og tekur við stöðu þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta. Rúnar sér mikla möguleika í liði Fram sem stefnir hærra en árangur liðsins hefur verið undanfarin ár. Félagið muni rísa aftur upp en árangur muni ekki nást nema menn leggi á sig mikla vinnu. Íslenski boltinn 26. október 2023 07:30
Rúnar nýr þjálfari Framara Rúnar Kristinsson er tekinn við sem þjálfari Fram í Bestu deild karla í fótbolta og hann var því ekki lengi að finna sér nýtt starf eftir að hann hætti óvænt með KR í haust. Íslenski boltinn 25. október 2023 11:58
Svona var blaðamannafundur Rúnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi Fram þar sem Rúnar Kristinsson var tilkynntur sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins. Fótbolti 25. október 2023 11:30
Ólafur Kristjánsson tekur við kvennaliði Þróttar Ólafur Helgi Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Íslenski boltinn 24. október 2023 17:12
Ragnar Sigurðsson gæti snúið aftur til Rússlands Það virðist næsta öruggt að Ragnar Sigurðsson verði ekki áfram þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Samningur hans er runninn út og Fram hefur gefið út að Rúnar Kristinsson sé efstur á blaði. Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið til Rússlands. Fótbolti 23. október 2023 20:00
Guðmundur Tyrfingsson keyrir frá Selfossi og í Árbæinn Fótboltamaðurinn Guðmundur Tyrfingsson er genginn í raðir Fylkis frá Selfossi. Íslenski boltinn 23. október 2023 15:00
Þjálfaraleit KR: Ekki rætt við jafn marga og haldið hefur verið fram KR-ingar leita að nýjum þjálfara fyrir karlalið félagsins í fótbolta en Rúnar Kristinsson hætti með liðið eftir tímabilið. Íslenski boltinn 23. október 2023 13:00
Fullyrðir að Ólafur Ingi sé að taka við KR Fótboltagúrúinn Hjörvar Hafliðason, einnig þekktur sem Dr. Football, greindi frá því á Twitter í dag Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari KR. Í sömu færslu segir hann að Rúnar Kristinsson, fyrrum þjálfari KR, sé að taka við Fram. Fótbolti 21. október 2023 17:15
Dusan Brkovic skrifaði undir eins árs samning við FH FH hefur tilkynnt um félagsskipti Dusan Brkovic frá KA. Miðvörðurinn skrifar undir eins árs samning við fimleikafélagið. Íslenski boltinn 21. október 2023 10:31
Nennir ekki að segjast vera hættur fyrr en það er staðfest Knattspyrnumaðurinn Óskar Örn Hauksson er mættur í þjálfarateymi Íslands- og bikarmeistara Víkings en er þó ekki viss um að skórnir séu farnir upp í hillu. Íslenski boltinn 21. október 2023 08:01
Andri Rúnar snýr heim Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason mun spila með Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þessu greindi félagið frá í kvöld. Íslenski boltinn 20. október 2023 18:56
Hans Viktor í KA Miðvörðurinn Hans Viktor Guðmundsson er genginn í raðir KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Samningur hans á Akureyri gildir til 2025. Íslenski boltinn 20. október 2023 17:21
Fer Eiður Smári í Vesturbæinn? Vesturbæingar spyrja sig þessa dagana hver tekur við karlaliði félagsins í fótbolta. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir viðræður langt komnar við ónefndan aðila. Íslenski boltinn 20. október 2023 07:00
Vesturbæingar leggja til þjálfara KR: Willum á rangri hillu, Lars, Skarphéðinn eða fyrsta konan? Margir velta fyrir sér hver eigi að taka við karlaliði KR í fótbolta þessa dagana. Vísir stökk í vettvangsferð í Vesturbæinn í von um niðurstöðu í málinu. Íslenski boltinn 19. október 2023 23:31
Meistararnir vilja fá markakónginn Íslands- og bikarmeistarar Víkings vilja fá Emil Atlason, markakóng Bestu deildarinnar, í sínar raðir fyrir næsta tímabil. Íslenski boltinn 19. október 2023 14:31
Rúnar staðfestir viðræður | Fram vill ráða sem allra fyrst Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. Íslenski boltinn 19. október 2023 10:27
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti