Ómar Björn áfram í Bestu deildinni Sóknarmaðurinn Ómar Björn Stefánsson hefur skrifað undir samning til þriggja ára við Knattspyrnufélag ÍA og spilar því áfram í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 17. október 2024 18:58
Árni tekur við Fylki af Rúnari Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem lýkur störfum að lokaleikjum liðsins í Bestu deild karla afstöðnum. Íslenski boltinn 17. október 2024 09:13
Úrslitaleikurinn um titilinn spilaður undir ljósunum Víkingur og Breiðablik munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla í fótbolta um aðra helgi en það er ljóst hvernig sem fer í leikjum liðanna um komandi helgi. Íslenski boltinn 17. október 2024 09:01
Hinn síungi Matthías framlengir í Víkinni Reynsluboltinn Matthías Vilhjálmsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Víkinga í knattspyrnu til loka tímabilsins 2025. Íslenski boltinn 16. október 2024 18:02
Víkingar bjóða upp á fríar rútuferðir upp á Skaga Besta deild karla í fótbolta fer aftur af stað um helgina eftir landsleikjahlé og nú eru aðeins tveir leikir eftir af úrslitakeppninni. Íslenski boltinn 16. október 2024 12:45
Börkur hættir hjá Val Börkur Edvardsson ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns eða stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á næsta haustfundi félagsins 21. október. Íslenski boltinn 15. október 2024 14:22
Arnór Sveinn hættir að spila og verður aðstoðarþjálfari Breiðabliks Löngum leikmannaferli Arnórs Sveins Aðalsteinsson lýkur í haust. Hann fer í nýtt hlutverk hjá Breiðabliki en hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins. Íslenski boltinn 14. október 2024 16:02
Jón Þór framlengir til þriggja ára Þjálfari karlaliðs ÍA í fótbolta, Jón Þór Hauksson, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 9. október 2024 16:47
„Verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing“ „Það er alltaf geggjað að koma til Íslands, finna kuldann í beinunum og hitta fjölskylduna og strákana aftur,“ segir Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í fótbolta. Fótbolti 9. október 2024 11:02
Stúkan: Stórkostleg afgreiðsla nema litli fuglinn hafi rétt fyrir sér „Þetta er hundrað prósent afgreiðsla. Þetta er viljandi,“ sagði Baldur Sigurðsson um magnað mark Andra Rúnars Bjarnasonar fyrir Vestra í sigrinum gegn Fram í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 9. október 2024 09:02
„Röð tilviljana að HK sé ekki búið að fá víti í sumar“ Í Stúkunni í gær var farið yfir leik HK og Fylkis um helgina sem endaði með 2-2 jafntefli og féll Fylkir í kjölfarið úr efstu deild. HK berst enn þá fyrir lífi sínu í deildinni og verður erfitt fyrir liðið að bjarga sér. Íslenski boltinn 8. október 2024 17:33
Stjarnan fær akureyskan markvörð frá Grindavík Stjarnan hefur fengið hinn 25 ára gamla markvörð Aron Dag Birnuson til sín en hann hefur síðustu fjögur ár varið mark Grindavíkur í Lengjudeildinni. Íslenski boltinn 8. október 2024 13:22
Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi, var glæsimark Emils Atlasonar, framherja Stjörnunnar, fyrir aftan miðju gegn Víkingi Reykjavík tekið fyrir og var Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum þáttarins, klár á því að markið væri langbesta mark sumarsins sem og síðustu þriggja til fimm ára í efstu deild. Íslenski boltinn 8. október 2024 11:03
Mældu tímann í Kórnum: „Mér finnst þetta alveg galið“ Það varð allt vitlaust undir lok leiks HK og Fylkis í Bestu deildinni í fyrrakvöld, þegar HK tókst að jafna metin mínútu eftir uppgefinn uppbótartíma. Markið sendi Fylki niður um deild. Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki alveg sammála um réttmæti þess að lengja uppbótartímann. Íslenski boltinn 8. október 2024 08:02
Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Val í leiknum gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag en var hins vegar mættur á æfingu A-landsliðs Íslands sem undirbýr sig nú fyrir leik gegn Wales í Þjóðadeildinni síðar í vikunni. Íslenski boltinn 7. október 2024 20:16
Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Barátta Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er áfram hnífjöfn eftir leikina í þriðju síðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 7. október 2024 09:01
„Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var sáttur með leik sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í 25. umferð Bestu-deildar karla í kvöld, þrátt fyrir að Valsmenn hafi í tvígang misst frá sér forystuna. Fótbolti 6. október 2024 22:01
„Erum ennþá með þetta í okkar höndum“ „Þetta er svekkelsi. Mér fannst við spila frábæran leik,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Val í 25. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 6. október 2024 21:45
„Þegar þeir misstíga sig þá misstígum við okkur líka“ Davíð Ingvarsson skoraði bæði mörk Breiðabliks er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Val í 25. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Úrslitin þýða að Breiðablik og Víkingur eru enn jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Fótbolti 6. október 2024 21:23
Rúnar Páll hættir eftir tímabilið: „Mun kveðja Fylki með söknuði“ Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn HK í Kórnum og eru fallnir úr efstu deild. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var virkilega ósáttur með jöfnunarmark HK og staðfesti einnig að hann verði ekki með liðið á næsta tímabili. Sport 6. október 2024 19:38
Sjáðu atvikið: Reiður Rúnar sá rautt Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var allt annað en ánægður þegar HK jafnaði undir lok leiks liðanna í kvöld. Hann fékk að launum reisupassann og hans menn fallnir niður um deild. Íslenski boltinn 6. október 2024 19:22
„Þú ert skilgreindur af nútíðinni“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var eðlilega ánægður að leik loknum á Akureyri í dag þar sem hans menn unnu 4-0 sigur á KA í Bestu deild karla. KR nú unnið tvo leiki í röð og með markatöluna 11-1 í leikjunum tveimur. Íslenski boltinn 6. október 2024 19:20
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Óskar Örn bjargaði stigi fyrir Víking Víkingur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Víkingsvellinum í kvöld. Óskar Örn Hauksson jafnaði metin fyrir Víking á lokamínútunni í uppbórtartíma seinni hálfleiks. Íslenski boltinn 6. október 2024 19:02
Uppgjörið: HK - Fylkir 2-2 | Brynjar Snær felldi Fylki HK og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í spennutrylli. Allt benti til þess að Fylkir myndi klára þetta en Brynjar Snær Pálsson jafnaði í uppbótartíma og Fylkir er fallið. Uppgjör og viðtöl væntnaleg. Íslenski boltinn 6. október 2024 18:52
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-2 | Óbreytt staða á toppnum eftir jafntefli á Kópavogsvelli Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við Val líkt og Víkingur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna svo staðan er óbreytt á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu þegar það eru tvær umferðir eftir. Íslenski boltinn 6. október 2024 18:30
„Ég verð bara að setja fleiri í vegginn næst og standa í nærhorninu“ „Þetta var mjög sætt, sérstaklega í ljósi þess að við fengum á okkur svona heldur slæmt mark í byrjun. Gott að koma til baka og vinna þetta örugglega,“ sagði Árni Marínó, markmaður ÍA, eftir 4-1 endurkomusigur Skagamanna gegn FH. Íslenski boltinn 6. október 2024 16:24
Uppgjörið: KA - KR 0-4 | Gott gengi KR heldur áfram KA tók á móti KR á Akureyri í dag en fyrir leik voru gestirnir enn í fallhættu á meðan Akureyringar sátu í efsta sæti neðri helmings Bestu deildarinnar. KR-ingar mættu fullir sjálfstrausts inn í leikinn og unnu sannfærandi 0-4 sigur gegn lúnum KA-mönnum. Íslenski boltinn 6. október 2024 16:00
Uppgjörið: ÍA - FH 4-1 | Skagamenn blanda sér í baráttuna um þriðja sætið ÍA lenti undir á fyrstu mínútu gegn FH en sneri leiknum sér í hag með glæsibrag og vann 4-1 sigur. Skagamenn eru nú aðeins tveimur stigum frá þriðja sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Íslenski boltinn 6. október 2024 16:00
Sjáðu vandræðalegt vítaklúður Viðars Viðar Örn Kjartansson hefur tekið betri vítaspyrnur á ferli sínum en hann gerði í leik KA og KR í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis í dag. Íslenski boltinn 6. október 2024 15:22
Vaknar Árbærinn aftur? Fylkir berst fyrir tilverurétti sínum í Bestu deild karla er liðið sækir HK heim í Kórinn seinni partinn í dag. Íslenski boltinn 6. október 2024 12:04