Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Lamborghini viðskiptavinir keyra yfir Ísland

Lamborghini er eins og öðrum sportbílaframleiðendum mikið í mun að sanna gildi og getu jepplinga sinna. Lamborghini hefur brugðið á það ráð að bjóða hópi viðskiptavina í mánaðar langa reisu um Ísland á Urus bíl sínum. Til að sanna hvers hann er megnugur.

Bílar
Fréttamynd

Bank of America: Ford og GM munu taka fram úr Tesla

Car Wars rannsóknin sem kom út nýlega spáir fyrir um að General Motors og Ford muni taka fram úr Tesla í þegar kemur að markaðshlutdeild á rafbílamarkaði. Spálíkön gera ráð fyrir að GM og Ford muni hvort um sig öðlast um 15% markaðshlutdeild á meðan Tesla muni hrapa frá 70% niður í 11% á árinu 2025.

Bílar
Fréttamynd

Dacia Duster mest nýskráða bifreiðin í júní

Toyota var mest nýskráða vörumerkið í nýliðnum júní mánuði með 596 nýskráningar, Kia var í öðru sæti með 256 og Hyundai í þriðja með 223. Mest selda undirtegundin var Dacia Duster með 202 bíla nýskráða í júní, samkvæmt upplýsingum á vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

ON hefur betur gegn Ísorku í hleðslustöðvamáli

Landsréttur staðfesti á fimmtudag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember um ógildingu á úrskurði kærunefndar útboðsmála um lögmæti útboðs á uppsetningu og rekstri hleðslustöðva fyrir rafbíla í hverfum í Reykjavík.

Bílar
Fréttamynd

Polestar tekið til viðskipta á Nasdaq

Viðskipti með bréf sænska rafbílaframleiðandans Polestar hófust á Nasdaq í New York í gær undir skráningarheitinu PSNY. Polestar hóf starfsemi árið 2017 og hefur nú þegar selt 55.000 bíla á heimsvísu.

Bílar
Fréttamynd

Ford sýndi 2000 hest­afla ofur­raf­sendi­bíl

Ford notaði Goodwood Festival of Speed til að sýna heiminum nýja rafknúna útgáfu af Ford SuperVan bíl sínum, sem nú er búinn næstum 2000 hestafla mótor og ber bíllinn nú heitið Ford Pro Electric SuperVan.

Bílar
Fréttamynd

14 ára og elskar gamlar dráttarvélar

Gamlar og uppgerðar dráttarvélar eru í miklu uppáhaldi hjá 14 ára strák á Reykhólum en hann hefur keyrt dráttarvélar frá því að hann var sex ára gamall. Á bænum er líka Læðan úr Dagvaktinni til sýnis, ásamt öllum dráttarvélunum.

Innlent
Fréttamynd

„Þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan lazyboy“

Að setjast undir stýri í gömlum stálfáki er líkt og að láta sig sökkva ofan í mjúkan hægindastól. Þetta segir formaður Bílaklúbbs Akureyrar um hina haganlega smíðuðu fornbíla. Þrjú hundruð af glæsilegustu bílum landsins, gömlum og nýjum, verða á hátíðarsýningu á bíladögum á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Pósturinn leitar umhverfisvænni leiða fyrir bílaflotann

Pósturinn hefur hafið samstarf við fyrirtækið VETNIS til að kanna notkun á vetni fyrir flutningabíla á lengri leiðum þar sem aðrir orkugjafar henta síður. Á síðasta ári var hafist handa við tilraunaverkefni sem snýst um að skoða ferðir flutningabíla Póstsins um landið og hvar gæti hentað að setja niður vetnisstöðvar, meðal annars með tilliti til rekstraröryggis. Þróun vetnisframleiðslu hérlendis og uppbygging innviða gæti tekið fáein ár en margir hafa trú á því að vetni leysi jarðefnaolíu af hólmi ásamt rafmagni og metani.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: innlit í Rivian verksmiðjurnar

Rivian birti nýlega myndband af verksmiðjum sínum þar sem farið er í gegnum helstu stöðvar bílanna frá því mótun hluta þeirra hefst, sprautun, samsetning og gæðaeftirlit. Auk þess er viðtal við Robert Scaringe, stofnanda og framkvæmdastjóra Rivian.

Bílar
Fréttamynd

ESB heldur sig við bensín- og díselbíla bann

Nýlega kaus Evrópuþingið um að halda áætlun um bann við sölu bensín og dísel bíla frá og með árinu 2035. Upprunalega plön um bannið voru kynnt í júlí í fyrra og hafa þau nú verið staðfest.

Bílar
Fréttamynd

Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega.

Innlent
Fréttamynd

Renault Megane E-Tech frumsýndur í dag

Renault við Sævarhöfða frumsýnir í dag laugardag, 11. júní milli kl. 12 og 16, rafbílinn Megane E-Tech sem hefur allt að 470 km drægni. Megane hefur frá upphafi verið einn vinsælasti fjölskyldubíll Renault og hefur nú verið endurhannaður frá grunni að utan sem innan og má segja að um algerlega nýjan bíl sé að ræða, sem hefur þegar verið kjörinn fjölskyldubíll ársins hjá TopGear.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Fyrstu myndir af Polestar 3

Rafbílaframleiðandinn Polestar opinberaði nýlega fyrstu myndina af væntanlegum Polestar 3. Rafjeppling sem ætlað er að auka vöxt og markaðshlutdeild Polestar, sérstaklega í Bandaríkjunum.

Bílar
Fréttamynd

Rimac safnar 500 milljónum evra

Rafbílaframleiðandinn Rimac aflaði sér 500 milljónum evra í fjármögnungarumferð sem meðal annarra Porsche tók þátt í. Porsche á nú um fimmtungs hlut í Rimac. Umferðin tryggir Rimac rúmlega 72 milljarða króna til frekari vaxtar.

Bílar
Fréttamynd

Kalla inn nærri því milljón Mercedes-bíla

Þýski bílaframleiðandinn ætlar að kalla inn tæplega milljón eldri bifreiða um allan heim vegna þess að bremsubúnaður þeirra kunni að hafa orðið fyrir mikilli tæringu. Hætta sé á að bremsurnar virki ekki sem skyldi við vissar aðstæður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimilin taka bíla­lán sem aldrei fyrr

Alls hafa um 9.600 bifreiðar verið nýskráðar á fyrstu fimm mánuðum ársins sem er um 65 prósenta aukning frá því í fyrra. Rúmur meirihluti nýskráðra ökutækja gengur þá fyrir öllu leyti eða að hluta fyrir rafmagni og virðist því rafbílavæðingin ganga vel.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr Land Rover Defender 130 kynntur

Land Rover í Bretlandi kynnti á dögunum nýjan Defender, 130, sem er fjórða og nýjasta útgáfa bílsins á eftir Defender 90, Defender 110 og Defender Hard Top sem kynntir hafa verið frá því í júní 2020. Nýi Defender 130 er 34 sentimetrum lengri að aftan en Defender 110. Bíllinn verður frumsýndur hjá BL í haust.

Bílar
Fréttamynd

Toyota með flestar nýskráningar í maí

Toyota trónir á toppi nýskráðra nýrra bifreiða í maí mánuði með 568 bifreiðar nýskráðar. Mitsubishi er í öðru sæti með 428 nýskráðar bifreiðar. Hyundai í þriðja sæti 213 nýskráðar bifreiðar. Alls voru 3573 ökutæki nýskráð í maí, þar af voru 2.367 nýjar bifreiðar. Fréttin byggir á tölum af vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Kia Niro EV væntanlegur

Bílaumboðið Askja hóf í gær forsölu á nýjum rafbíl, Kia Niro EV. Þetta er þriðja kynslóð Kia Niro sem hefur verið einn vinsælasti bíll Kia um allan heim undanfarin ár. Hér á landi hefur hann verið söluhæsta gerð Kia.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Mismunadrif útskýrt

Mismunadrif er eitt af þessu sem margt fólk telur sig nú vita hvernig virkar, en margir eru í erfiðleikum með að útskýra fyrir öðrum. Eitthvað snýst á meðan annað er ekki að snúast, ekki jafn hratt hið minnsta. Myndband frá 1937 sem finna má í fréttinni er notað til að útskýra mismunadrif.

Bílar