Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel

Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum.

Lífið
Fréttamynd

Bandalag íslenskra listamanna hjólar í Lilju

Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent. Ákvörðun um ríflega þrjátíu prósenta niðurskurð til Kvikmyndasjóðs er kölluð óskiljanleg, kallað er eftir Þjóðaróperu og krafist skýringa á „andlitslausu“ ráðstöfunarfé menningar- og viðskiptaráðuneytis í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Netflix leitar í kvikmyndahúsin

Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix hafa ákveðið að birta myndina Gloass Onion: A Knives Out Mystery í kvikmyndahúsum. Það verður gert mánuði áður en myndin verður aðgengileg á streymisveitunni sjálfri en myndin er eins og nafnið gefur til kynna framhaldsmynd Knives Out.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Rödd Súper Maríó afhjúpuð í nýrri stiklu

Aðdáendur tölvuleikjagoðsagnarinnar Súper Maríó fengu að heyra túlkun leikarans Chris Pratt á rödd hennar í fyrsta skipti í nýrri stiklu fyrir kvikmynd um ítalska píparann sem var birt í dag. Tvennum sögum fer af því hversu ítalskur hreimur Pratt þykir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Svartur á leik verður að þríleik

Kvikmyndin Svartur á leik kom út fyrir tíu árum, nú er hún komin aftur í sýningu ásamt því að tilkynnt hefur verið að tvær nýjar tengdar myndir verði gerðar. Í þeim nýju mun sama teymið og gerði myndina vera við stjórn og undirheimar Íslands verða áfram í aðalhlutverki. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Persónuleg heimildarmynd um einstakt ferðalag til Nepal

Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson deilir ævintýralegu ferðalagi sínu til Nepal í nýfrumsýndri heimildarmynd sem ber nafnið Atomy og er eftir Loga Hilmarsson. Myndin segir frá einstöku ferðalagi Brands þegar hann fór að hitta meistara austrænna lækningafræða, Rahuk Bharti, og var frumsýnd á RIFF í gærkvöldi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Boðið að gista í kofa Sander­son systra

Kvikmyndin Hocus Pocus 2 mun birtast á streymisveitunni Disney+ á morgun og í tilefni þess mun Airbnb bjóða tveimur heppnum að gista í kofa sem gert er eftir kofa Sanderson systra í kvikmyndinni. Kofinn er staðsettur í Salem í Massachusetts.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Rússar snið­ganga Óskarinn

Rússar ætla ekki að senda inn til­nefningu til bestu er­lendu kvik­myndarinnar á Óskars­verð­launa­há­tíðinni sem fer fram í mars á næsta ári. For­maður rúss­nesku Óskar­stil­nefninga­nefndarinnar hefur sagt af sér vegna málsins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gervigreind tekur við af James Earl Jones

Maðurinn sem hefur ljáð Stjörnustríðsillmenninu Svarthöfða rödd sína í tugi ára mun ekki koma til með að tala inn á fleira efni sem inniheldur persónuna. Þess í stað mun gervigreind sjá til þess að Svarthöfði muni aldrei þurfa nýja rödd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

HBO birtir fyrstu stiklu Last of Us

HBO birti í dag fyrstu stiklu þáttanna Last of Us. Þættirnir byggja á samnefndum tölvuleikjum og eru gerðir af Craig Mazin, sem skrifaði þættina Chernobyl. Þau Pedro Pascal og Bella Ramsey eru í aðalhlutverkum sem þau Joel og Ellie.

Bíó og sjónvarp