Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Tilboðin flæða inn hjá Hildi Guðnadóttur

Hildur Guðnadóttir fékk á dögunum það hlutverk að sjá um tónlistina í framhaldi Sicario sem ber titilinn Soldado. Hún segir að tilboðin hafi streymt inn síðan hún landaði starfinu og því er nóg að gera hjá henni bæði í kvikmyndunum og sem sólótónlistarkonu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ein stærsta uppsetning í Eldborg frá upphafi

Í ágúst verður sett upp sérstök sýning á fyrstu mynd þríleiksins Hringadróttinssögu en stærðarinnar sinfóníuhljómsveit auk kóra mun flytja Óskarsverðlaunatónlist myndarinnar meðan á sýningu stendur en hún var samin af tónskáldinu Howard Shore.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hildur sér um tónlistina í Sicario 2

Hildur Guðnadóttir tónskáld mun sjá um tónlistina í Hollywood-myndinni Soldado, framhaldi kvikmyndarinnar Sicario sem kom út árið 2015, en um tónlistina í þeirri mynd sá Jóhann Jóhannsson. Hildur kom reyndar töluvert við sögu í þeirri hljóðrás því að hún spilaði þar á selló en hún og Jóhann hafa unnið saman um árabil.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Besti framleiðandi ársins

Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hlaut á dögunum verðlaun sem besti kvikmyndaframleiðandinn á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem þetta árið var haldin í fertugasta sinn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Enginn dansar og syngur í alvörunni

La La Land fer um þessar mundir sigurför um heiminn og kemur ansi sterk til leiks sem stóri sigurvegarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni en hún hlaut fjórtán tilnefningar þar á meðal fyrir bestu myndina og besta leikinn. Það eru þó ekki allir á einu máli um gæði myndarinnar og söngleikja almennt.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stefnir í einn áhugaverðasta Óskar síðustu ára

Nú hafa tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verið gerðar opinberar. Ýmislegt áhugavert og spennandi má finna á þeim lista, þó að annað sé miður skemmtilegt. Endurkoma Mels Gibson, Íslendingar hlunnfarnir, réttindabarátta svartra og fleira. Fréttablaðið fer yfir áhugaverða punkta sem má finna í tilnefningunum.

Bíó og sjónvarp