„Bless“ Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur nú kvatt þáttinn sinn í síðasta skipti eftir nítján þáttaraðir. Hún bauð Jennifer Aniston velkomna sem síðasta gest þáttarins en hún var einnig fyrsti gesturinn þegar þættirnir hófu göngu sína árið 2003. Lífið 27. maí 2022 13:31
„Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. Erlent 26. maí 2022 20:14
Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. Erlent 26. maí 2022 15:07
Til varnar Conversations With Friends Stöð 2 hefur nú hafið sýningar á írsku þáttaröðinni Conversations with Friends, sem byggir á samnefndri skáldsögu Sally Rooney. Ekki er langt síðan Stöð 2 sýndi aðra þáttaröð byggða á skáldsögu hennar, Normal People. Gagnrýni 26. maí 2022 08:32
Balta fannst hann eiga smá sérvisku inni hjá Hollywood Nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Beast, er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst. Myndin var unnin í Suður-Afríku síðasta sumar og segir sögu manns sem þarf að kljást við illvígt ljón í hefndarhug á sama tíma og hann reynir að rækta tengslin við dætur sínar á nýjan leik. Bíó og sjónvarp 26. maí 2022 07:33
Kvikmyndarisar bíði eftir aukinni endurgreiðslu Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis. Viðskipti innlent 24. maí 2022 15:27
Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. Lífið 24. maí 2022 14:31
Gorr guða-slátrari slæst við Þór Marvel hefur birt nýja stiklu fyrir næstu myndina um guðinn og ofurhetjuna Þór, Thor: Love and Thunder. Óhætt er að segja að virðist ansi margt um að vera hjá Þór, sé mið tekið af stiklunni og að hann hafi þurft að finna sig á nýjan leik eftir atburði Avengers: Endgame. Bíó og sjónvarp 24. maí 2022 10:10
Faðir Helstirnisins og X-vængjunnar látinn Colin Cantwell, listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, er látinn, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick. Erlent 23. maí 2022 11:20
Top Gun, rauð flögg og tilhugalíf hænsna Eftir tæpa viku mun Top Gun: Maverick koma í kvikmyndahús. Það er ótrúlegt að Paramount Pictures hafi beðið í heil 36 ár með að koma frá sér þessu framhaldi hinnar stjarnfræðilega vinsælu Top Gun, sem er orðin það gömul að leikstjórinn, annar aðalframleiðandinn og annar handritshöfundurinn eru allir látnir. Gagnrýni 22. maí 2022 09:04
Kourtney Kardashian og Travis Barker ganga í það heilaga á Ítalíu Kourtney Kardashian og rokkarinn Travis Barker ganga í það heilaga á Ítalíu um helgina og öll Kardashian-fjölskyldan er að sjálfsögðu mætt á staðinn og farin að deila myndum af hátíðarhöldunum með milljónum fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum. Lífið 21. maí 2022 20:34
ER- og West Wing-stjarnan John Aylward er látin Bandaríski leikarinn John Aylward, sem gerði garðinn frægan meðal annars í þáttunum West Wing og Bráðavaktinni (ER), er látinn, 75 ára að aldri. Lífið 20. maí 2022 08:45
Tónlistargoðsögnin Vangelis látin Gríska tónskáldið og tónlistarmaðurinn Vangelis er látinn, 79 ára að aldri. Vangelis hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina „Eldvagnana“ (e. Chariots of Fire) en hljóðheimur hans setti einnig sterkan svip á vísindaskáldsöguna Blade Runner. Erlent 19. maí 2022 18:20
Eldhugar, popp og kók Starfsfólk Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu mætti á sérstaka forsýningu á myndinni Eldhugi þann 14. maí síðastliðinn en myndin fjallar um störf slökkviliðsmanna. Samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum var þar eldheit stemning, góð mæting og sumir komu meira að segja í slökkviliðsgallanum. Lífið 19. maí 2022 15:01
Grét þegar hún var ekki tilnefnd til Óskarsins Í nýrri stiklu fyrir heimildarmyndina um Jennifer Lopez má sjá að hún tók það mjög nærri sér að vera ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina Hustlers. Lífið 19. maí 2022 13:30
RIFF stendur með Úkraínu og skipuleggur styrktarsýningu Skipuleggjendur RIFF kvikmyndahátíðarinnar hafa ákveðið að vera með styrktarsýningu á Úkraínskri kvikmynd, Stop-Zemlia Lífið 18. maí 2022 13:32
Kryddpíur í raunveruleikaþætti Kryddpíurnar Emma Bunton og Mel B, einnig þekktar sem Baby Spice og Scary Spice, eru komnar í nýtt hlutverk við að blekkja fólk á samfélagsmiðlum í raunveruleikaþættinum The Circle. Lífið 14. maí 2022 13:30
Clark: Það er Clark Olofsson heilkenni, ekki Stokkhólms heilkenni Clark Olofsson er ástæða þess að hið þekkta Stokkhólms heilkenni kom til og er sennilega frægasti glæpamaður Svíþjóðar. Netflix hefur nú frumsýnt sex þátta seríu um ævi hans, sem fær þig til að endurhugsa það sem þú hélst um atvikið sem skóp fyrrnefnt hugtak. Gagnrýni 14. maí 2022 08:14
„Að fólk kunni að meta það sem maður leggur hjarta sitt í eru hin sönnu laun“ Kvikmyndin Skjálfti hefur verið seld til fjögurra landa og mun þar að auki taka þátt í kynningarmarkaðinum á Cannes í ár samkvæmt Variety. Myndin er skrifuð og leikstýrt af Tinnu Hrafnsdóttur. Lífið 13. maí 2022 15:32
Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný Leikkonan Rebel Wilson hefur fundið ástina á ný. Hún segir sameiginlegan vin hafa komið þeim saman og greindi frá aðdragandanum þegar hún var gestur í hlaðvarpinu U up? Hún er þessa dagana að kynna nýju myndina sína, Senior Year. Lífið 12. maí 2022 14:00
Hilary Duff sátt í eigin skinni á forsíðu Women's Health Leikkonan Hilary Duff situr fyrir nakin á forsíðu maí tölublaðs tímaritsins Women's Health. Hún fagnar líkama sínum og segist vera sérstaklega þakklát honum fyrir að hafa gengið með börnin hennar þrjú. Lífið 11. maí 2022 18:11
Vandaðar þáttaraðir byggðar á metsölubókum Sally Rooney Sally Rooney er einn af ástsælustu rithöfundum okkar tíma en hún hefur gefið út þrjár bækur sem allar nutu mikilla vinsælda um allan heim. Fyrsta bókin hennar, Conversations with Friends, kom út árið 2017 og á mánudaginn næsta, þann 16. maí mun þáttaröðin koma inn í heild sinni á Stöð 2+. Lífið samstarf 11. maí 2022 14:56
Berdreymi verðlaunuð í Póllandi FIPRESCI hafa valið Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem bestu kvikmyndina í aðal keppni kvikmyndahátíðarinnar OFF CAMERA í Póllandi. Lífið 10. maí 2022 19:00
Big Lebowski-leikarinn Jack Kehler látinn Bandaríski leikarinn Jack Kehler, sem er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk leigusala The Dude í myndinni Big Lebowski, er látinn. Hann varð 75 ára gamall. Lífið 10. maí 2022 10:05
Fyrsta stikla næstu Avatar loksins birt Eftir margra ára framleiðslu er loksins búið að birta fyrstu stiklu næstu Avatar-kvikmyndarinnar. Hún heitir Avatar: The Way of Water og fjallar um Jake, Neytiri, börn þeirra og baráttu íbúa Pandora gegn mönnum. Bíó og sjónvarp 9. maí 2022 14:40
Nýr Doctor Who Ncuti Gatwa tekur við af Jodie Whittaker sem Doctor Who samkvæmt tilkynningu frá BBC. Ncuti verður þar með fjórtándi tímavörðurinn (e. Time Lord) og er leikarinn spenntur fyrir komandi tímum. Lífið 9. maí 2022 13:01
Chrishell Stause fann ástina á ný „Undanfarið hef ég varið miklum tíma með manneskju sem er mér afar kær.“ þetta sagði fasteignasalinn Chrishell Stause í lokaþætti Selling Sunset sem er raunveruleikaþáttur um líf og störf fasteignasalanna hjá The Oppenheim Group í Los Angeles. Lífið 8. maí 2022 09:44
Friends-leikarinn Mike Hagerty látinn Leikarinn Mike Hagerty, sem var eftir vill einna þekktastur fyrir að leika húsvörðinn Mr. Treeger í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn. Hann var 67 ára. Lífið 7. maí 2022 23:52
Aldrei of seint að hafa lagið í Berdreymi Nýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Berdreymi inniheldur lag Þórunnar Antoníu Too Late. Lagið kom út fyrir tíu árum en það hefur rokið upp í spilunum eftir að myndin kom út. Hún tengir lagið við vináttu strákanna í myndinni og skilaboðin um að það sé aldrei of seint fyrir ástina. Bíó og sjónvarp 6. maí 2022 14:30