Magnaður leikmaður með mikið vopnabúr: „Ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann“ Dúi Þór Jónsson átti hreint út sagt magnaðar lokamínútur þegar hann tryggði Álftanesi sigur gegn uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, síðastliðinn fimmtudag. Körfubolti 17. mars 2024 15:30
„Sé ekki að Stólarnir geti snúið þessu gengi við“ Íslandsmeistarar Tindastóls verða án þjálfara síns, Pavels Ermolinskij, um ókomna framtíð þar sem Pavel er farinn í veikindaleyfi. Körfubolti 17. mars 2024 09:32
Flokkuðu liðin í Subway-deildinni fyrir úrslitakeppnina Spáð var í spilin fyrir komandi úrslitakeppni í Subway-deildinni í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudaginn. Aðeins tvær umferðir eru eftir af deildakeppninni. Körfubolti 17. mars 2024 08:00
„Hann er ansi dýr vatnsberi“ Íslandsmeistarar Tindastóls í Subway-deild karla hafa verið í vandræðum og eru sem stendur í 7. sæti deildarinnar. Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir framlag Bandaríkjamannsins Jacob Calloway í síðustu leikjum. Körfubolti 16. mars 2024 18:00
Grindvíkingar líklegastir til að taka þann stóra: „Þetta var ógeðslega sannfærandi“ Sérfræðingar Körfuboltakvölds telja að Grindavík sé líklegasta liðið til að fagna Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta í vor. Körfubolti 16. mars 2024 12:31
Finnur Freyr: Fengum á baukinn í kvöld Toppið Vals í Subway deild karla í körfubolta mátti þola sitt fyrsta tap síðan í október síðastliðnum þegar Grindvíkingar tóku þá í karphúsið í kvöld í Smáranum. Leikar enduðu 98-67 og sáu Valsarar aldrei til sólar. Þjálfari Vals Finnur Freyr Stefánsson var að öllum líkindum búinn að jafna sig á reiðinni þegar hann hitti blaðamann eftir leik. Körfubolti 15. mars 2024 21:29
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. Körfubolti 15. mars 2024 20:58
Maté: Atvinnumennirnir gáfust upp í áhlaupi Hattar Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var afar ósáttur við frammistöðu síns liðs í 93-68 tapi gegn Hetti á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Haukar höfðu ekki að neinu að keppa, áttu hvorki möguleika á sæti í úrslitakeppni né í hættu að falla, meðan Höttur þurfti að vinna til að komast í úrslitakeppnina. Það sást í leiknum. Körfubolti 14. mars 2024 22:41
Haukur Helgi: Búið að vera þungt en gott að vinna grannaslag og koma okkur í gírinn Eftir langa fjarveru átti Haukur Helgi Pálsson frábæra endurkomu í lið Álftaness sem lagði Stjörnuna að velli í Forsetahöllinni í kvöld. Haukur endaði stigahæstur með 23 stig, þar af fimm þriggja stiga skot, auk þess greip hann 8 fráköst og stal einum bolta. Körfubolti 14. mars 2024 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Haukar 93-68 | Höttur sækir áfram að úrslitakeppninni Höttur vann mikilvægan sigur á Haukum, 93-68, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld sem þýðir að liðið er skrefi nær því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Höttur snéri leiknum sér í vil eftir að einn liðsmanna þess var útilokaður frá leiknum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á 63 sekúndum. Körfubolti 14. mars 2024 21:58
„Viljum ekki bara tvö stig, viljum líka vera spila vel.“ Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með gestina frá Hveragerði í kvöld þegar Hamar leit við í Ljónagryfjuna í 20.umferð Subway deild karla. Heimamenn fóru með öruggan 31 stiga sigur 103-72. Körfubolti 14. mars 2024 21:51
„Ekki jákvætt fyrir Keflavík ef hann ætlar að láta einhvern pjakk æsa sig upp“ Það varð formlega ljóst í kvöld að Breiðablik á ekki lengur möguleika á að halda sæti sínu í Subway-deild karla þegar liðið tapaði gegn Keflavík. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eftir og með verri stöðu í innbyrðis viðureignum gegn Haukum sem sitja í síðasta örugga sætinu. Körfubolti 14. mars 2024 21:39
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Stjarnan 86-77 | Dúi kláraði uppeldisfélagið og tryggði sæti í úrslitakeppninni Dúi Þór Jónsson var frábær á lokamínútnum á móti uppeldisfélagi sínu þegar Álftanes vann níu stiga sigur á nágrönnum sínum Stjörnunni, 86-77, og tryggði sér sæti í úrslitakeppni Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 14. mars 2024 20:56
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Hamar 103-72 | Hamarsmenn í gini ljónsins Fallnir Hamarsmenn áttu ekki mikla möguleika í Ljónagryfjunni í kvöld og á endanum unnu Njarðvíkingar 31 stigs sigur, 103-72. Körfubolti 14. mars 2024 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík felldi Breiðablik Keflvíkingar unnu öruggan nítján stiga sigur á Breiðabliki, 108-89, í Smáranum í kvöld og þar með eru Blikarnir fallnir úr Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 14. mars 2024 18:30
Umfjöllun: Tindastóll - Þór Þorl. 79-87 | Stólarnir byrja illa án Pavels Þórsarar sóttu tvö mikilvæg stig á Sauðárkrók í kvöld þegar þeir unnu átta stiga sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls, 87-79. Stólarnir voru að leika sinn fyrsta leik án þjálfara síns Pavels Ermolinskij sem fór í ótímabundið veikindaleyfi. Körfubolti 14. mars 2024 18:30
„Fyrstu viðbrögð eru að hugsa hlýtt til Pavels“ Matthías Orri Sigurðarson er með Stefáni Árna Pálssyni í Körfuboltakvöldi Extra í kvöld. Ræða þeir Pavel Ermolinskij, þjálfara Tindastóls, en félagið gaf út í dag að Pavel væri á leið í veikindaleyfi. Körfubolti 12. mars 2024 20:45
Pavel í veikindaleyfi Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi frá störfum sínum sem þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta. Körfubolti 12. mars 2024 13:58
„Vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar“ Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var langt frá því að vera sáttur út í sitt lið eftir 39 stiga tap. Sport 11. mars 2024 21:26
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Höttur 110-71 | Sjóðandi heitir heimamenn pökkuðu gestunum saman Keflavík sópaði gólfið með Hetti frá Egilsstöðum þegar liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í leik sem var ítrekað frestað vegna skorts á heitu vatni í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Körfubolti 11. mars 2024 20:50
Óheppnin eltir Hauk Helga Körfuboltamaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur verið frá keppni síðustu vikur vegna meiðsla en stefnir á endurkomu í Subway-deildinni. Sport 11. mars 2024 15:30
Foxillur Kjartan grýtti spjaldinu í gólfið: „Áran yfir þeim rosa þung og leiðinleg“ Það er mikið í húfi hjá körfuboltaliði Álftaness á næstu vikum en sérfræðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi voru sammála um að áran yfir liðinu gæfi ekki ástæðu til bjartsýni. Körfubolti 11. mars 2024 14:30
„Nú verð ég að passa mig að syngja ekki of mikið“ Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, var með hljóðnemann á sér í síðasta leik Stólanna þar sem liðið vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum. Körfubolti 10. mars 2024 13:00
Flugeldar og fagnaðarlæti eftir fyrsta sigur Hamars Hamarsmenn unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Stuðningsmenn Hamars voru því í aðalhlutverki í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Körfubolti 10. mars 2024 08:01
Tilþrifin:„Algjörlega geðveikislega vel gert hjá Julio De Assis“ „Við elskum góð tilþrif,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, þegar komið var að því að skoða flottustu tilþrif 19. umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í síðasta þætti. Körfubolti 9. mars 2024 23:31
„Ég held að þetta sé ógeðslega óþægilegt“ Grindvíkingar unnu frábæran sigur í Sláturhúsinu í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta í gær og það þótt að lykilmaðurinn DeAndre Kane gengi ekki alveg heill til skógar. Kane harkaði af sér og leiddi Grindavíkurliðið til níunda sigursins í röð. Körfubolti 9. mars 2024 12:30
Umfjöllun: Keflavík - Grindavík 74-87 | Miklar sveiflur en Grindavík með níu í röð Grindavík vann sinn níunda sigur í röð í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, nokkuð sannfærandi gegn Keflavík, 87-74. Körfubolti 8. mars 2024 22:08
„Við ætlum að gera tilkall í þann stóra og fara alla leið“ Grindavík hafði betur gegn nágrönnum sínum úr Keflavík í lokaleik 19. umferðar Subway deildar karla í kvöld með þrettán stiga mun 74-87. Körfubolti 8. mars 2024 21:47
Óvíst með þátttöku Kanes í stórleiknum Grindvíkingar gætu verið án síns næststigahæsta leikmanns, DeAndre Kane, þegar þeir sækja Keflvíkinga heim í lokaleik 19. umferðar Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 8. mars 2024 14:10
Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og tímataka í F1 Það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld og stóru málin verða svo rædd í Körfuboltakvöldi. Formúla 1, fótbolti og fleira verður einnig í boði á sportstöðvum Stöðvar 2. Sport 8. mars 2024 06:00