Haukar fá Finna til að fylla skarð Hilmars Haukar hafa fengið finnskan bakvörð til að fylla skarð Hilmars Smára Henningssonar sem er farinn til Þýskalands. Körfubolti 4. ágúst 2023 12:31
Lárus fékk manninn sem var efstur á óskalista hans Leikstjórnandinn Darwin Davis er genginn í raðir Þórs Þ. frá Haukum. Körfubolti 2. ágúst 2023 16:01
Var nálægt því að ganga í raðir Tindastóls Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Kristófer Acox leikmaður Vals, var nálægt því að ganga í raðir Íslandsmeistara Tindastóls eftir síðasta tímabil en segir að á endanum hafi það reynst erfið tilhugsun að ganga til liðs við liðið sem tók titilinn af honum og Val. Hann hefur nú samið við Val til næstu tveggja ára. Körfubolti 1. ágúst 2023 19:15
Dómari ársins búinn að dæma erlendis í allt sumar og stefnir langt Davíð Tómas Tómasson, körfuboltadómari, hefur verið á miklu flakki í dómgæslunni í sumar og er með háleit markmið. Sport 31. júlí 2023 19:46
Keflavík fær til sín hinn bandaríska Remy Martin Bandaríski körfuboltamaðurinn, Remy Martin er genginn til liðs við Keflavík. Hann er 25 ára gamall og kemur eflaust til með að styrkja lið Keflavíkur fyrir komandi tímabil. Körfubolti 29. júlí 2023 12:38
Richotti hættur og Tenerife hengir upp treyjuna hans Hinn 36 ára gamli Nicolas Richotti hefur lagt skóna á hilluna eftir langan feril. Richotti lék síðustu tvö tímabilin sem leikstjórnandi Njarðvíkur. Sport 26. júlí 2023 17:31
Haukar komnir með Bandaríkjamann Haukar hafa nælt sér í Bandaríkjamann fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla. Jalen Moore er 23 ára gamall bakvörður og kemur beint frá Oakland háskólanum. Sport 23. júlí 2023 23:32
Pétur tekur son sinn með sér til Keflavíkur Sigurður Pétursson er genginn til liðs við Keflavík í Subway deild karla í körfuknattleik. Hjá Keflavík hittir Sigurður fyrir föður sinn Pétur sem tók nýverið við þjálfun Keflavíkurliðsins. Körfubolti 19. júlí 2023 06:30
Nýliðarnir fá meistarana í heimsókn í fyrsta leiknum í efstu deild Álftanes mætir Íslandsmeisturum Tindastóls í fyrsta leik sínum í efstu deild. Búið er að gefa út leikjadagskrá fyrir Subway-deildirnar í körfubolta. Körfubolti 18. júlí 2023 16:01
Þórir til Stólanna Körfuboltamaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er genginn í raðir Íslandsmeistara Tindastóls. Körfubolti 17. júlí 2023 15:56
Urban Oman til Keflavíkur Keflvíkingar eru byrjaðir að safna vopnum fyrir komandi tímabil, en þeir hafa samið við slóvenska framherjann Urban Oman um að leika með liðinu í vetur í Subway-deild karla. Körfubolti 15. júlí 2023 16:30
Milka: Ég yrði hvort sem er alltaf hataður af einhverjum Domynikas Milka skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Njarðvík og mun því færa sig á milli erkifjendanna í Reykjanesbæ. Milka hefur spilað með nágrönnunum í Keflavík undanfarin fjögur tímabil. Körfubolti 13. júlí 2023 11:01
Milka óvænt til Njarðvíkur Eftir þrjú ár með Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta hefur miðherjinn Domynikas Mikla ákveðið að breyta til og semja við nágrannalið Njarðvíkur. Frá þessu greindi Njarðvík nú rétt í þessu. Körfubolti 12. júlí 2023 17:46
Pressan kom ekki frá Pavel: Tindastóll fékk loksins tækifæri og greip það Pavel Ermolinskij, þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls, fagnar því að félagið sé tilbúið að stíga stórt skref og taka þátt í Evrópukeppni næsta vetur. Körfubolti 11. júlí 2023 11:01
Tindastóll tekur þátt í Evrópubikar FIBA Íslandsmeistarar Tindastóls í körfuknattleik hafa ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni á næsta tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu sem körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér. Körfubolti 10. júlí 2023 08:00
Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur samið við bakvörðinn Daniel Love um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 7. júlí 2023 16:31
Kanervo endurnýjar kynnin við Stjörnuna Stjarnan hefur samið við finnska körfuboltamanninn Antti Kanervo um að leika með liðinu í Subway-deild karla. Körfubolti 6. júlí 2023 14:00
Hávaxinn Slóvaki til liðs við Keflavík Slóvakinn Marek Dolezaj er genginn til liðs við Keflavík og mun leika með liðinu í Subway-deild karla á næsta tímabili. Körfubolti 4. júlí 2023 19:01
Völdu Þorvald Orra í nýliðavalinu Þorvaldur Orri Árnason verður leikmaður Cleveland Charge í þróunardeild NBA á næsta tímabili. Félagið valdi Þorvald Orra í nýliðavali alþjóðlegra leikmanna í dag. Körfubolti 28. júní 2023 22:00
Hlynur getur náð fjögurhundruðasta leiknum næsta vetur Hlynur Bæringsson hefur nú staðfest það að hann ætlar að spila með Stjörnunni í Subway deildinni á næsta tímabili. Körfubolti 27. júní 2023 13:30
Stjarna úr bandaríska háskólaboltanum semur við Álftanes Það er ljóst að Álftanes ætlar sér að gera meira en að vera bara með í Subway-deild karla í körfubolta í vetur. Nýliðarnir hafa sótt landsliðsmennina Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson og nú hefur Douglas Wilson samið við félagið út komandi leiktíð. Körfubolti 22. júní 2023 16:01
Breiðablik nælir í þjálfara kvennaliðsins og leikmann karlaliðsins í einum pakka Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur samið við Guillermo Sánchez um að þjálfa kvennalið félagsins í Suway-deildinni í körfubolta á komandi tímabili. Hann mun einnig leik með karlaliðinu. Körfubolti 20. júní 2023 11:01
Sigurður Gunnar Þorsteinsson yfirgefur Tindastól Sigurður Gunnar Þorsteinsson tilkynnti á Facebook síðu sinni nú í kvöld að hann hafi ákveðið að slíta samstarfi sínu við Tindastól. Framtíðin er óráðin samkvæmt Sigurði, en hann er þó ekki að hætta í körfubolta. Körfubolti 16. júní 2023 20:26
Ægir aftur í Garðabæinn Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta, er genginn í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. Körfubolti 15. júní 2023 15:12
KR-ingur í nýliðaval þróunardeildar NBA Körfuboltamaðurinn og KR-ingurinn Þorvaldur Orri Árnason hefur skráð sig í nýliðaval þróunardeildar NBA. Valið fer fram 28. júní næstkomandi en Þorvaldur er í hópi drengja 18 til 21 árs á alþjóðlegum lista sem valið er úr. Körfubolti 14. júní 2023 20:18
Nýtt þjálfarteymi KR í körfubolta Jakob Örn Sigurðarson hefur verið ráðinn þjálfari KR í körfubolta og framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildarinnar, sem er ný staða innan félagsins. Adama Darboe gengur á ný til félagsins og verður spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Körfubolti 14. júní 2023 19:08
„Verulega skortir á“ í áfrýjun Vals og henni vísað frá Áfrýjunardómstóll Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, hefur vísað frá áfrýjun Valsmanna í máli Pablo Bertone, leikmanns Vals, vegna fimm leikja banns sem leikmaðurinn fékk að lokinni úrslitakeppninni í vor. Körfubolti 13. júní 2023 15:14
Okeke flytur í Ólafssal Körfuknattleiksmaðurinn David Okeke er genginn í raðir Hauka frá Keflavík og mun því spila í Hafnarfirðinum í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Körfubolti 12. júní 2023 14:13
Styrmir gengur til liðs við Belfius Mons Körfuboltakappinn Styrmir Snær Þrastarson hefur gengið frá samningum við Belfius Mons sem leikur í BNXT deildinni í Hollandi og Belgíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Körfubolti 9. júní 2023 14:48
Pavel um Kristó: Hann ákvað að vera áfram í Val Pavel Ermolinskij reyndi að ná Kristófer Acox yfir til Tindastóls en segir að hann hafi ákveðið að vera áfram í Val. Hann segist hafa mestan trúverðugleika sem þjálfari með því nálgast starfið eins og leikmaður. Körfubolti 8. júní 2023 21:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti