
Sakaður um að brjóta á konu sem var undir áhrifum svefnlyfja
Karlmaður nokkur sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir húsbrot og nauðgun með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 20. apríl 2018 ruðst í heimildarleysi inn í íbúð konu í Reykjavík og haft við hana önnur kynferðismök en samræði án hennar samþykkis. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum.