Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 22. janúar 2023 18:25
Håland reimaði á sig markaskóna Erling Braut Håland skoraði öll þrjú mörk Manchester City þegar liðið vann Úlfana 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var fjórða þrenna framherjans í deildinni. Enski boltinn 22. janúar 2023 16:30
Dagný og stöllur fengu skell í Bítlaborginni Dagný Brynjarsdóttir og stöllur hennar í West Ham máttu þola 3-0 tap er liðið heimsótti Everton í ensku Ofurdeildinni í fótbolta í dag. Enski boltinn 22. janúar 2023 15:57
Völlurinn frosinn og leikur Chelsea og Liverpool flautaður af Það voru aðeins rúmar sex mínútur liðnar af leik Chelsea og Liverpool í ensku Ofurdeildinni þegar flauta þurfti leikinn af. Hættulegar aðstæður sköpuðust fyrir leikmenn og aðra þátttakendur leiksins þar sem völlurinn var frosinn. Enski boltinn 22. janúar 2023 14:30
Fullyrðir að Conte yfirgefi Tottenham eftir tímabilið Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, mun yfirgefa félagið í sumar þegar samningur hans rennur út. Enski boltinn 22. janúar 2023 13:01
Lampard óttast ekki að verða rekinn Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, segist ekki óttast það að verða rekinn eftir enn eitt tap liðsins í ensku úrvalsdeildinni í gær. Everton mátti þola 2-0 tap gegn West Ham í fallbaráttuslag og liðið er án sigurs í deildinni síðan í október á síðasta ári. Fótbolti 22. janúar 2023 12:46
Úlfarnir halda áfram að styrkja sig fyrir fallbaráttuna Enski miðvörðurinn Craig Dawson er genginn til liðs við Wolves frá West Ham og skrifar hann undir tveggja og hálfs árs samning við félagið. Dawson er fjórði leikmaðurinn sem Úlfarnir fá til sín í janúar. Fótbolti 22. janúar 2023 11:31
Rannsaka ásakanir þess efni að leikmaður hafi sett fingur í endaþarm mótherja Knattspyrnusambandið i Nottingham-skíri rannsakar mál frá 8. janúar þar sem leikmaður í Sunnudagsdeildinni (e. Sunday league) á að hafa stungið fingri, eða fingrum, upp í endaþarm leikmanns í liði andstæðinganna. Enski boltinn 22. janúar 2023 08:00
„Held að Wenger hafi tapað þúsundasta leiknum sínum 6-0 svo ég er ánægður með að það hafi ekki gerst“ Jürgen Klopp stýrði Liverpool í þúsundasta sinn í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Eftir leik sagðist Klopp vera sáttur með að hafa ekki tapað 6-0 líkt og Arsène Wenger gerði með Arsenal á sínum tíma. Enski boltinn 22. janúar 2023 07:00
Man United samdi við tvo leikmenn í dag Lið Manchester United í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta styrkti leikmannahóp sinn til muna í dag þegar liðið samdi við tvo leikmenn. Önnur kemur á láni frá franska liðinu París Saint-Germain á meðan hin kemur frá Kanada. Enski boltinn 21. janúar 2023 23:30
Níunda jafntefli Newcastle kom á Selhurst Park Crystal Palace og Newcastle United gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Newcastle hefur gert 9 jafntefli í 20 leikjum. Enski boltinn 21. janúar 2023 20:00
West Ham vann fallslaginn | Ferguson bjargað stigi fyrir Brighton West Ham United vann 2-0 sigur á Everton í einum af fjórum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni sem hófst klukkan 15.00. Brighton & Hove Albion gerði 2-2 jafntefli við Leicester City á útivelli, Bournemouth og Nottingham Forest gerðu 1-1 jafntefli á meðan Aston Villa vann 1-0 útisigur á Southampton. Enski boltinn 21. janúar 2023 17:31
Markalaust í þúsundasta leik Klopps Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag, í þúsundasta leik Jürgens Klopp sem knattspyrnustjóri. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar á fyrri hluta tímabils og eru því líklega bæði ósátt með úrslitin. Enski boltinn 21. janúar 2023 14:27
Manchester United vill fá Kane í sumar Nú þegar Harry Kane, stjörnuframherji Tottenham Hotspur, nálgast sitt seinasta samningsár hjá félaginu fara hin ýmsu félög að hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja krækja í þennan markahæsta landsliðsmann Englands frá upphafi. Enski boltinn 21. janúar 2023 11:31
Þakkar stuðningsmönnum fyrir að reyna að stöðva níðsöngva Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur þakkað stuðningsmönnum félagsins fyrir sinn hlut í að reyna að útrýma niðrandi söngvum um samkynhneigða. Fótbolti 21. janúar 2023 10:31
Stuðningsmenn Arsenal fá Bóndadagsgjöf Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, hefur staðfest kaupin á belgíska landsliðsmanninum Leandro Trossard frá Brighton. Enski boltinn 20. janúar 2023 15:43
Guardiola hraunaði yfir liðið sitt og stuðningsmenn þrátt fyrir sigur Manchester City vann flottan endurkomusigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola var mjög ósáttur út í allt og alla eftir leikinn. Enski boltinn 20. janúar 2023 10:31
Tottenham gerði erkifjendunum engan greiða og kastaði forystunni frá sér Englandsmeistarar Manchester City unnu gríðarlega mikilvægan 4-2 endurkomusigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Tottenham skoraði tvö mörk í lok fyrri hálfleiks, en kastaði forystunni frá sér í upphafi þess síðari. Enski boltinn 19. janúar 2023 21:53
Tímabilið búið hjá Jóni Daða Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson leikur ekki meira með Bolton Wanderers í ensku C-deildinni á tímabilinu. Selfyssingurinn er á leið í aðgerð á ökkla og því er tímabilinu lokið hjá framherjanum. Fótbolti 19. janúar 2023 20:31
Arsenal og Brighton komast að samkomulagi um Trossard Arsenal og Brighton hafa komist að samkomulagi um kaupverð á belgíska kantmanninum Leandro Trossard. Enski boltinn 19. janúar 2023 18:00
Lokar vínrauða og bláa hringnum Enski framherjinn Danny Ings er á leið til West Ham United frá Aston Villa. Enski boltinn 19. janúar 2023 15:00
Handtekinn fyrir að taka sjálfu með Casemiro Stuðningsmaður hljóp inn á Selhurst Park á meðan leik Crystal Palace og Manchester United stóð og tók mynd af sér með Casemiro, miðjumanni United. Enski boltinn 19. janúar 2023 13:31
Evrópumeistarinn tók sjálf saman tölfræði um sig sjálfa og fékk nýjan samning Alex Greenwood er mikilvægur leikmaður hjá knattspyrnuliði Manchester City og hún passaði upp á það að forráðamenn félagsins gerðu sér örugglega grein fyrir því. Enski boltinn 19. janúar 2023 12:01
Man. City tekjuhæsta félag heims en Liverpool á mikilli uppleið Annað árið í röð var Manchester City það knattspyrnufélag sem bjó til mestar heildartekjur af félögum heimsins en þetta kemur fram í árlegri úttekt Deloitte. Enski boltinn 19. janúar 2023 10:30
Draumamark tryggði Palace stig gegn sjóðandi heitu Man United Manchester United var hársbreidd frá því að vinna enn einn leikinn árið 2023. Það var aðeins þökk sé draumamarki Michael Olise í uppbótartíma sem Crystal Palace nældi í stig á heimavelli sínum Selhurst Park. Enski boltinn 18. janúar 2023 22:05
Líkurnar á því að liðin í ensku úrvalsdeildinni lendi í ákveðnum sætum Opta tölfræðiþjónustan hefur lagst í mikla útreikninga og fundið út líkurnar hjá hverju liðanna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni til að enda í ákveðnu sæti deildarinnar í vor. Enski boltinn 18. janúar 2023 10:31
BBC biðst afsökunar á klámhrekknum Áhorfendum í Bretlandi brá sjálfsagt í brún í gærkvöld þegar háværar stunur heyrðust á meðan að Gary Lineker og félagar ræddu í beinni útsendingu um bikarleik Liverpool og Wolves sem var þá að hefjast. Enski boltinn 18. janúar 2023 10:00
Elliott skaut Liverpool í fjórðu umferð Harvey Elliott skoraði eina mark leiksins er Liverpool tryggði sér sæti í fjórðu umferð FA-bikarsins með 1-0 útisigri gegn Wolves í kvöld. Enski boltinn 17. janúar 2023 21:44
Áhorfandinn sem sparkaði í Ramsdale ákærður fyrir líkamsárás Stuðningsmaður Tottenham sem gerði sér ferð að endalínu vallarins til þess eins að sparka í Aaron Ramsdale, markvörð Arsenal, eftir tap Tottenham í Lundúnaslagnum síðastliðinn sunnudag hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Enski boltinn 17. janúar 2023 20:30
Íslandsvinurinn Ratcliffe ætlar sér að eignast Manchester United INEOS, fyrirtæki breska milljarðamæringsins og Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe, hefur formlega verið skráð sem áhugasamur kaupandi enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United. Enski boltinn 17. janúar 2023 18:23