Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. Lífið 11. maí 2017 18:00
Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. Lífið 11. maí 2017 15:45
Í beinni: Eurovision-veislan heldur áfram Vísir mun hita upp fyrir keppnina í allan dag; fara yfir atriðin og ýmsar staðreyndir þeim tengdum, rifja upp gamlar og góðar minningar, hvað veðbankarnir segja og margt margt fleira. Lífið 11. maí 2017 14:45
Ekki töff að vera neikvæður og í fýlu Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er afar ánægð með að hafa tekið þátt í Eurovision. Hún hefur nú fengið ótal boð um að syngja lagið Paper víða um Evrópu og segir að niðurrif og fýla borgi sig ekki. Þá þýðir ekkert að vera í fýlu yfir því að hafa ekki komist upp úr undankeppninni. Tónlist 11. maí 2017 11:30
Íslenski hópurinn verður áfram í Úkraínu "Það hagkvæmasta í stöðunni,“ segir Felix Bergsson. Lífið 11. maí 2017 11:29
Oftast reynst okkur betur að vera með Dönum og Norðmönnum í riðli "Ég er bara mjög miður mín og Svala átti fullkomlega skilið að fara áfram og í raun hef ég aldrei verið eins viss um að við kæmumst áfram.“ Lífið 10. maí 2017 19:00
Júrógarðurinn: „Helvítis kjaftæði“ Júrógarðurinn er vefþáttur sem hefur verður á Vísi síðustu daga og er umfjöllunarefnið aðeins Eurovision-keppnin í Úkraínu. Lífið 10. maí 2017 15:00
Til skoðunar að breyta Söngvakeppninni Til greina kemur að endurskoða fyrirkomulagið á undankeppni Eurovision, Söngvakeppninni, hér á landi, segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Innlent 10. maí 2017 13:07
Mikið af peningum til sem fólk veit varla af Steinunn Camilla og Soffía Jónsdóttir, umboðsmenn Svölu, hafa fjölmörg járn í eldinum, meðal annars tækninýjungina UNNA, sem hjálpar listamönnum að fá borgað fyrir vinnu sína. Lífið 10. maí 2017 10:30
Rúm 97 prósent þeirra sem horfðu á sjónvarpið horfðu á Eurovision Íslendingar eru Eurovision-sjúkir ef marka má áhorfstölur sem auglýsingastofan H:N markaðssamskipti hefur tekið saman. Innlent 10. maí 2017 07:54
Felix: Svala gjörsamlega stórkostleg "Það voru bara átján þjóðir sem leggja allt sitt í þetta, tíu eru valdar áfram og átta sem eru búin að leggja gríðarlega mikið á sig sem sitja eftir.“ Lífið 9. maí 2017 23:04
„Smá svona tilfinning í manni að þetta hafi verið ósanngjarnt“ „Þetta er bara leiðinlegt því að þetta er auðvitað allt saman miklu skemmtilegra þegar Ísland kemst áfram og er með í lokakeppninni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson eftir Svala Björgvinsdóttir féll úr leik í forkeppni Eurovision úti í Kænugarði í kvöld. Gísli lýsti keppninni í beinni sjónvarpsútsendingu í kvöld. Lífið 9. maí 2017 22:54
Svala gengur stolt frá borði: „Ég sé ekki eftir neinu“ „Ég hélt að ég myndi vera miklu leiðari en ég er bara svo glöð yfir að hafa tekið þátt í þessu og þetta var svo mögnuð reynsla,“ segir Svala Björgvinsdóttir eftir að hafa fallið úr leik í forkeppni Eurovision úti í Kænugarði í kvöld. Lífið 9. maí 2017 22:30
Páll Óskar: „Við getum engan veginn ætlast til að fá stig í áskrift frá neinum“ Söngvarinn og Eurovision-fræðingurinn fer yfir vonbrigði kvöldsins eftir að ljóst var að Ísland komst ekki áfram í Eurovision. Lífið 9. maí 2017 22:04
Samantekt á bestu tístunum á fyrra undankvöldi Eurovision Það virðist vera orðið að þjóðarsporti meðal Íslendinga að tísta eins og enginn sé morgundagurinn yfir þessari keppni og eiga margir oft þar góða spretti. Lífið 9. maí 2017 18:45
Þakkar íslensku þjóðinni fyrir stuðninginn: „Hef bara engan tíma fyrir stress“ "Ég er svo spennt og get ekki beðið eftir því að fara á sviðið,“ segir Svala Björgvinsdóttir sem stígur á sviðið í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. Hún tekur þá lagið Paper á fyrra undanúrslitakvöldinu. Lífið 9. maí 2017 18:45
Rússneskur blaðamaður sem elskar Bó: Hef fylgst með honum í yfir tuttugu ár "Mér finnst Paper gott lag en aðal ástæðan fyrir því að ég elska hana er að hún er dóttir Björgvin Halldórssonar og flest af mínum uppáhalds lögum eru með honum,“ segir blaðamaðurinn Anton Samsonov frá OGAE í Rússlandi. Lífið 9. maí 2017 18:00
Könnun: Kemst Svala upp úr riðlinum? Veðbankar eru svartsýnir en Íslendingar eru bjartsýnir. Lífið 9. maí 2017 15:55
Íslendingar að missa sig úr bjartsýni fyrir kvöldið „Ég er viss um að henni eigi eftir að ganga ótrúlega vel. Ég hef allavega aldrei verið jafnspennt fyrir undankeppninni og núna.“ Lífið 9. maí 2017 15:46
Frábær íslensk acapella útgáfa af Paper Stelpurnar í sveitinni LYRIKA gáfu í gær út virkilega fallega acapella útgáfu af laginu Paper með Svölu Björgvinsdóttur. Lífið 9. maí 2017 13:30
Í beinni: Stóra stundin runnin upp hjá Svölu Bein textalýsing frá fyrra undankvöldi Eurovision 2017. Fylgst með undirbúningnum í Kænugarði og heima á Íslandi þar sem þjóðin bíður spennt. Lífið 9. maí 2017 13:15
Júrógarðurinn: Þessi tíu lönd fara áfram í kvöld Í Júrógarðinum í dag er farið yfir víðan völl úti í Kænugarði þar sem Eurovision-keppnin fer fram. Lífið 9. maí 2017 11:30
Veðmangarar spá Svölu ekki áfram í kvöld Svala fer ekki upp úr undanúrslitariðlinum í kvöld ef marka má líkur veðmangara. Svíþjóð er spáð efsta sætinu ásamt Armeníu og Portúgal. Lífið 9. maí 2017 11:22
Hægt að byggja 143 meðalstórar íbúðir fyrir það sem kostar að halda Eurovision Eitt af því sem óneitanlega fylgir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru vangaveltur um hvar og hvernig Ísland geti haldið keppnina, komi til þess að fulltrúi Íslendinga muni fara með sigur af hólmi. Viðskipti innlent 9. maí 2017 10:44
Tilbúin fyrir stóra kvöldið: Skrifar á miða til að spara röddina Svala Björgvinsdóttir stígur á stóra sviðið í Alþjóða sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld og kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu. Lífið 9. maí 2017 07:00
Þetta höfðu erlendir blaðamenn að segja um dómaraflutning Svölu "Það voru engin mistök á þessu dómararennsli.“ Lífið 8. maí 2017 20:57
Svala negldi dómararennslið í Kænugarði Svala Björgvinsdóttir var frábær í dómararennslinu í Alþjóðlegu sýningarhöllinni í Kænugarði í kvöld. Lífið 8. maí 2017 20:00
„Þeir sem koma saman og syngja eru ekki að slást á meðan“ „Ég var að taka við af Jónatan Garðarssyni og það eru stórir skór að fylla,“ segir Felix Bergsson sem er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Lífið 8. maí 2017 17:00