Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Glittir í framkvæmdir við Landmannalaugar

Uppbygging í Landmannalaugum hefst í maí. Svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunnar og er ágangur ferðamanna þar mikill. Unnið eftir verðlaunatillögu frá 2014. "Megum ekki vera mikið seinni,“ segir oddviti Rangárþings ytra.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn átti sig ekki á hættunni

Snorri Ingason, varaformaður félags leiðsögumanna, segir að það þurfi að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamenn klifri yfir grindverk til að komast nær Gullfossi og átti sig ekki á hættunni. Hann segir að það verði slys á staðnum ef ekki verður gripið inn í og vonast til að nýr ráðherra bregðist við.

Innlent
Fréttamynd

Leiðsögumenn hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu

Lögreglumanni hjá lögreglunni á Suðurlandi blöskraði hvernig ferðamenn og leiðsögumenn létu í Reynisfjöru eftir banaslys í gær. Farið var inn fyrir lögregluborða og fyrirmælum ekki fyglt. Þá þekkist það að leiðsögumenn biðji lögreglu um aðstoð því þeir ráði ekki við hópana sína.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna

Líkja má helstu ferðamannastöðum Íslands við leikhús – ef ferðamenn eiga að njóta sýningarinnar verður að takmarka aðgengi að henni. Þeir sem ekki "fá miða“ verða að koma seinna enda sé uppselt.

Innlent
Fréttamynd

Laugardalslaug stífluð á nýársdag

Um fjögur þúsund manns sóttu Laugardalslaug heim í gær, fyrsta dag ársins. Eina laugin í borginni sem er opin á nýársdag. Gestir biðu í röðum eftir skápum.

Innlent