Opna hótel í gamalli síldarverksmiðju Stefnt er að því að hefja deiliskipulagsvinnu í sumar við uppbyggingu hótels í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar á hafnarsvæðinu á Skagaströnd. Stefnt er að því að sjóböð verði einnig opnuð þar á næstunni. Viðskipti innlent 6. apríl 2023 10:51
Hjólreiðafyrirtæki hvetur hjólreiðamenn til að sitja á sér Eigendur fyrirtækisins Ice Bike Adventures hafa vakið nokkra athygli fyrir að biðja hjólreiðafólk að sitja aðeins á sér og bíða með að rífa fram fjallahjólin. Slóðar og stígar séu enn mjög blautir og hætt við að náttúran skemmist ef hjólreiðamenn fari of snemma af stað. Innlent 5. apríl 2023 17:13
Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. Innlent 5. apríl 2023 15:44
Hlé gert á starfsemi Niceair og flugi aflýst Norðlenska flugfélagið Niceair hefur gert hlé á starfsemi sinni og aflýst öllum flugferðum sínum frá og með morgundeginum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Viðskipti innlent 5. apríl 2023 13:50
Hárið „ónýtt“ eftir heimsókn í Bláa lónið „Hárið á mér er ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið,“ segir í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok sem vakið hefur mikla athygli. Lífið 4. apríl 2023 22:08
Stofnuðu Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins eftir tveggja ára undirbúning Í dag var Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð eftir tveggja ára undirbúning. Markaðsstofan verður áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið allt og stofnendur eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent 3. apríl 2023 22:48
Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll líklegast fullnýtt um páskana Farþegar sem hyggjast leggja leið sína í gegnum Keflavíkurflugvöll um páskana eru hvattir til þess að bóka fyrir fram bílastæði við flugstöðina. Allar líkur eru á að langtímastæði við Keflavíkurflugvöll verði fullnýtt í kringum páskahátíðina. Innlent 3. apríl 2023 15:13
„Ásgrímsleiðin“, ný leið í Árnessýslu fyrir ferðamenn Sunnlendingar eru stoltir af því að einn færasti listamaður þjóðarinnar, Ásgrímur Jónsson hafi verið fæddur og uppalinn í Flóanum og hafa af því tilefni búið til sérstaka rútuferð, „Ásgrímsleið“ fyrir ferðamenn og aðra þar, sem farið er á söguslóðir Ásgríms í Árnessýslu. Innlent 2. apríl 2023 20:05
Birta nýr markaðsstjóri Arctic Adventures Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin til ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, þar sem hún tekur við stöðu markaðsstjóra. Birta kemur til Arctic frá stafrænu markaðs- og auglýsingastofunni KIWI þar sem hún starfaði sem markaðsráðgjafi. Viðskipti innlent 31. mars 2023 07:10
Mikilvægt að löggjöfin taki tillit til landfræðilegrar legu Íslands Samkvæmt fyrirhugaðri löggjöf Evrópusambandsins sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun aukinn kostnaður vegna kolefnislosunar leggjast þungt á flugfélög með tengimiðstöð á Íslandi, einungis vegna landfræðilegrar legu. Að óbreyttu mun þetta leiða til þess að samkeppnisstaða íslensku flugfélaganna veikist gríðarlega með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á ferðaþjónustu, flutninga, annað íslenskt atvinnulíf og samfélag í heild sinni. Innlent 30. mars 2023 18:03
Byrjað verði að byggja yfir rústirnar í Stöng í Þjórsárdal í sumar Framkvæmdasýslan Ríkiseignir hafa birt auglýsingu um útboð framkvæmda við bæjarrústir Stangar í Þjórsárdal og er vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir í sumar. Innlent 30. mars 2023 07:31
Ísland í öðru sæti yfir öruggustu áfangastaðina fyrir ferðamenn Ísland er eitt af tíu öruggustu áfangastöðunum fyrir ferðamenn. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt á breska ferðavefnum Which en stuðst var við gögn frá ráðgjafafyrirtækinu STC. Tekið var mið af náttúrhamförum, fjölda banaslysa í umferðinni, morðtíðni, fjölda hryðjuverka, öryggi kvenkyns ferðamanna og uppbyggingu heilbrigðiskerfis í hverju landi fyrir sig. Erlent 29. mars 2023 08:01
„Mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna“ Ákvörðun þýska flugfélagsins Condor um að hætta við áætlanaflug til Akureyrar og Egilstaða í sumar er mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna að sögn framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir flugfélagið ekki taka neina sénsa en vonir eru bundnar við að hægt verði að taka þráðinn aftur upp á næsta ári. Viðskipti innlent 28. mars 2023 18:43
Annar vorboði kominn til landsins Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Viðskipti innlent 28. mars 2023 13:31
Ekkert verður af áætlunarflugi Condor til Akureyrar og Egilsstaða í ár Þýska flugfélagið Condor hefur tilkynnt að hætt hafi verið við áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða frá Frankfurt í Þýskalandi sem hefjast átti um miðjan maí og standa fram í október. Markaðssetning er sögð hafa farið of seint af stað. Viðskipti innlent 28. mars 2023 09:53
Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. Innlent 27. mars 2023 23:14
Komnir í blíðu í Vík eftir að hafa festst í blindbyl Tugir ferðamanna voru veðurtepptir í Skaftárskála á Kirkjubæjarklaustri um fjögur leytið í dag. Vel tókst til við að losa bíla og eru nú flestir ferðamenn mættir í blíðuna í Vík. Innlent 26. mars 2023 18:31
Ferðamenn áhyggjuefni í skyndilegri vetrarfærð Vegagerðin hefur áhyggjur af ferðamönnum á Suðurlandi vegna slæms skyggnis og snjókomu. Á Suðurlandi snjóaði duglega í morgun en bakkinn hefur færst austur eftir Suðurströndinni í dag. Innlent 26. mars 2023 13:02
Reiknað með 10 þúsund ferðamönnum á dag á Þingvöllum í sumar Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segist hlakka til sumarsins því þar er reiknað með met fjölda ferðamanna. Það kæmi þjóðgarðsverði ekki á óvart að allt upp í tíu þúsund manns muni ganga í Almannagjá á hverjum degi í ljósi þess hvað reiknað er með mörgum skemmtiferðaskipum til landsins. Innlent 25. mars 2023 20:05
Telur ekki rétt að loka svæðinu við Glym Jarðverkfræðingur og björgunarsveitarmaður telur ekki rétt að loka gönguleiðum að Glym þrátt fyrir að svæðið sé vissulega hættulegt. Það hafi sýnt sig að lokanir hafi ekki tilætluð áhrif. Síðan árið 2014 hafa orðið 26 slys á svæðinu. Innlent 25. mars 2023 07:00
Koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann Ferðamálastjóri segir að koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann. Hann mun eiga samtal við landeigendur, fulltrúa sveitarfélagsins, lögreglu og aðra hlutaðeigandi aðila til þess að ræða aðgerðir til að auka öryggi á svæðinu. Innlent 24. mars 2023 12:33
Söfn, ferðaþjónusta og takmörk samkeppnisrekstrar opinberra aðila Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands birti grein í vikunni þar sem farið er hörðum orðum um erindi Samtaka ferðaþjónustunnar og Perlu Norðursins ehf. til Samkeppniseftirlitsins varðandi fyrirhugað sýningarhald safnsins á Seltjarnarnesi. Skoðun 24. mars 2023 08:31
Gestir Bláa lónsins verða færri en framlegð mun aukast um liðlega fjórðung Ferðaþjónusta þarf breytast frá því að einblína á magn í framlegð, rétt eins og sjávarútvegur gerði í kringum 1980, sagði seðlabankastjóri. Forstjóri Bláa lónsins sagði að horft sé til þess í hans rekstri að í ár verði gestir 20-30 prósent færri en framlegðin aukist um 20-30 prósent. „Við erum á þessari vegferð sem stjórnvöld kalla eftir,“ sagði hann. Innherji 23. mars 2023 15:02
Mikið í húfi að fá veðurstöð í Vík Unnið er að því að fá veðurstöð í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórnin telur að í ljósi margföldunar umferðar um svæðið á síðustu árum sé mikið í húfi að hægt sé að spá fyrir um veðrið á svæðinu með sem nákvæmustum hætti. Innlent 23. mars 2023 13:51
Hættulegur staður allt árið um kring Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. Innlent 23. mars 2023 11:45
Tveggja tíma bið eftir strætóferð til höfuðborgarinnar Eina strætóskýlið á Keflavíkurflugvelli er í talsverði fjarlægð frá flugvallabyggingunni og er hvergi auglýst. Flestir ferðamenn virðast ekki hafa hugmynd um að sá möguleiki að ferðast með strætó til höfuðborgarinnar sé til staðar. Ferðirnar eru reyndar stopular og góður krókur er tekinn í Reykjanesbæ. Þá er ekki farið lengra en til Hafnarfjarðar um helgar. En allt stendur þetta til bóta. Innlent 23. mars 2023 11:25
Hágæða ferðaþjónusta og betur borgandi ferðamenn Á síðustu vikum hafa komið fram sjónarmið um að ferðaþjónusta sé óarðbær láglaunagrein sem byggi á magni fremur en gæðum og óæskileg vaxtargrein í íslensku samfélagi. Skoðun 23. mars 2023 10:00
Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. Innlent 23. mars 2023 08:49
Ólöf Kristín nýr forseti FÍ Ólöf Kristín Sívertsen hefur verið kjörin forseti Ferðafélags Íslands (FÍ). Fyrrverandi forseti félagsins sagði af sér og sig úr félaginu í september á síðasta ári. Innlent 22. mars 2023 14:35
Bundið slitlag boðið út á vegarkafla á Vatnsnesi Íbúar á vestanverðu Vatnsnesi við Húnaflóa sjá núna loksins fram á vegarbætur. Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu Vatnsnesvegar á liðlega sjö kílómetra kafla norðan Hvammstanga, frá Kárastöðum að Skarði í Miðfirði. Innlent 22. mars 2023 13:03