Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Um­­­deildur Ís­lands­þáttur Top Gear endaði á æsi­­legum kapp­akstri að barmi Rauðu­­skálar

Íslandsþáttur breska bílaþáttanna ofurvinsælu Top Gear, sem tekinn var upp hér á landi í sumar var sýndur um liðna helgi í Bretlandi. Í þættinum má meðal annars sjá umdeildan utanvegaakstur á Hjörleifshöfða, auk þess sem að þátturinn fjallar að stórum hluta um æsilegan kappakstur um óbyggðir Íslands sem endar á barmi Rauðuskálar.

Innlent
Fréttamynd

Fíla­beins­turninn og Land­spítali

Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun. Þegar ég hóf störf sem sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi hóf ég samhliða að starfa sem jöklaleiðsögumaður í hlutastarfi. Þar fór ég með ferðamenn í ævintýraferðir á jökla, með brodda á fótum og belti um mitti. Jöklastarfið var um margt merkilegt þar sem ég fékk að upplifa skemmtilegasta starf í heimi, enda umkringdur jákvæðum ferðamönnum, íslenskri náttúru og samhuga samstarfsmönnum. En það var annað sem ég fékk að upplifa sem var ansi merkilegt. Ég var í framlínustarfi.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið sýknað í Geysis­máli

Íslenska ríkið var í gær sýknað af verðbótakröfu upp á rúmar 90 milljónir króna í máli hóps fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu fyrir Landsrétti. Ríkið keypti landið á rúman milljarð króna árið 2019. Ríkið hafði áður verið sýknað í héraði.

Innlent
Fréttamynd

Tíu milljóna auglýsing en birtingin nánast ókeypis

Íslandsstofa hefur aldrei fengið sterkari viðbrögð við auglýsingaherferð og við þeirri nýjustu, Facebook-ádeilunni Icelandverse. Verðmæti birtinga í erlendum fjölmiðlum sé ómetanlegt. Stjarna auglýsingarinnar kveðst ekki ætla að halda Zuckerberg-klippingunni við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gátu ekkert gert nema fylgjast með ferða­manninum fljóta burt

Aðstæður í Reynisfjöru í síðustu viku þar sem ung kínversk kona lést af slysförum voru það erfiðar að ekki þótti stætt að leggja björgunarmenn í hættu við að reyna að bjarga konunni. Var lítið annað hægt að gera en að fylgjast með henni fljóta burt.

Innlent
Fréttamynd

Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði

Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­mennsku­aðilar verð­launaðir á Bessa­stöðum

Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Icelandic Lava Show verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SAF sem sjá má í heild að neðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísar um­mælum björgunar­sveitar­manns al­farið á bug

Landeigandi í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær, vísar því alfarið á bug að landeigendur standi í vegi fyrir öryggisúrbótum á svæðinu. Þeir hafi þvert á móti tekið þátt í að setja upp gönguleiðir og lagt til sérstakar merkingar í öryggisátt. 

Innlent
Fréttamynd

Ótækt að úrbætur strandi á landeigendum

Björgunarsveitarmaður segir ótækt að ekki hafi enn verið hægt að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Reynisfjöru, þar sem banaslys varð í gær. Fjármagn hafi löngu verið tryggt en málið strandi á landeigendum.

Innlent
Fréttamynd

Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi

Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva.

Innlent
Fréttamynd

Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök

Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Ó­breytt á landa­mærunum til 15. janúar

Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum verða óbreyttar til 15. janúar. Heilbrigðisráðherra hefur tekið þá ákvörðun að framlengja reglugerðina um sóttvarnarráðstafanir þar vegna Covid-19 en ástæðan er sögð fjölgun smita innanlands að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei meiri um­ferð um Hring­veginn

Aldrei hefur fleiri bílum verið ekið um Hringveginn í októbermánuði og jókst umferðin um nærri 32 prósent frá sama tíma í fyrra. Mesta aukningin var á Mýrdalssandi þar sem umferðin reyndist 251 prósent meiri en í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Héraðs­dómur hafnaði nauða­samningi Gray Line

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun að staðfesta nauðasamning Allrahanda GL ehf. sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Félagið hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því á seinasta ári.  

Viðskipti innlent