Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Ný bílastæði stytta göngu á útsýnisstaði á eldgosið

Þeir sem vilja ganga að eldstöðinni í Fagradalsfjalli hafa núna möguleika á að stytta gönguna með því að nýta sér ný bílastæði sem tekin hafa verið í notkun. Þá er í bígerð að lagfæra vinsælustu gönguleiðina upp á Langahrygg til að draga úr slysahættu.

Innlent
Fréttamynd

Ákveðin uppgjöf að ætla að takmarka fjölda ferðamanna

Ferðamálaráðherra segir það ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands. Hún telur ekki tímabært að ræða samkomutakmarkanir til margra mánuða, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði sínu. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast sem fyrst í eðlilegt horf.

Innlent
Fréttamynd

Reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna ráði kerfið ekki við skimanir

Sóttvarnalæknir leggur til að reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands ef ekki næst að anna skimunum allra farþega á landamærunum. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarsýn sóttvarna. Hann segist þó ekki vita hvernig hægt verði að takmarka komu ferðamanna. 108 greindust með veiruna í gær og eru sjö á gjörgæslu vegna Covid.

Innlent
Fréttamynd

Einn ísraelsku ferða­mannanna talinn of veikur til að fljúga heim

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka

Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins.

Innlent
Fréttamynd

Hætta að skoða öll bólusetningavottorð

Bólusetningavottorð verða skoðuð með tilviljanakenndum hætti, í þeim tilgangi að leysa úr þeim flöskuhálsi sem hefur myndast og skapað mannmergð á Keflavíkurflugvelli undanfarnar vikur, segir ferðamálaráðherra. Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli er nú um þriðjungur af því sem hann var fyrir tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

95 komur og brottfarir í dag

Fimmtíu og ein brottför er á áætlun frá Keflavíkurflugvelli í dag. Þar ef eru þrjátíu brottfarir með flugvélum Icelandair og þrjár með Play.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu við Ölfus­á vegna bak­poka sem fannst við ána

Vegfarandi fann bakpoka við Ölfusá, rétt ofan við Ölfusárbrú og skilaði honum inn til Lögreglunnar á Suðurlandi. Bakpokinn var þá búinn að liggja á árbakkanum í yfir klukkustund að sögn tilkynnanda. Mikið af útivistarbúnaði var í bakpokanum en ekkert sem gaf vísbendingar um hver væri eigandi hans. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan sótti slasaðan ferðamann á gossvæðið

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli á þriðja tímanum í dag vegna slasaðs ferðamanns. Erlend kona hafði hrasað í miklum halla en þyrla Landhelgisgæslunnar var í næsta nágrenni við æfingar ásamt varðskipinu Þór. 

Innlent
Fréttamynd

Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi

Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum.

Innlent
Fréttamynd

Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí

Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvort er hagkvæmara, hjólhýsi eða hótel?

Á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands er að finna reiknivél sem reiknar út hvort sé hagkvæmara, kaup á hjólhýsi eða gisting á hóteli. Reiknivélin var sett upp í tilefni af því að metsala hefur verið á ferðavögnum síðustu tvö ár.

Neytendur