Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Chelsea í úr­slit fimmta árið í röð

Chelsea varð fyrsta liðið í þrettán leikjum til að leggja Manchester City að velli í kvöld, 1-0, í undanúrslitum deildabikars kvenna í fótbolta á Englandi. Chelsea mætir því Arsenal í úrslitaleik, líkt og í fyrra.

Enski boltinn
Fréttamynd

Liverpool tryggði sig nánast á­fram

Liverpool er svo gott sem komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 5-1 sigur gegn Sparta Prag í Tékklandi í kvöld. Það virðist því nánast formsatriði að spila seinni leikinn í Liverpool.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri skóf ekkert af því: „Ég átti þetta ekki skilið“

Orri Steinn Óskarsson, landliðsmaður í fótbolta og leikmaður FC Kaupmannahafnar, viðurkennir að undanfarnar vikur, utan leikmannahóps hafi reynst honum erfiðar. Staðan sé ósanngjörn gagnvart honum en Orri minnti rækilega á sig með stoðsendingu í tapi gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Væri ekkert vesen ef rétt væri staðið að hlutunum

Vallar­stjóri KR á Meistara­völlum, Magnús Valur Böðvars­son, fylgist náið með lang­tíma veður­spánni og vonar að mars­hretið haldi sig fjarri Vestur­bænum. Það styttist í að flautað verði til leiks í Bestu deild karla og er Magnús þokka­lega bjart­sýnn á að heima­völlur KR verði leik­fær fyrir fyrsta heima­leik liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sár­kvalinn með putta sem að fólki hryllir við

Það er líklega vert að vara viðkvæma við meðfylgjandi mynd og myndbandi af því þegar Portúgalinn Matheus Nunes meiddist í leiknum með Manchester City gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu magnaða hælsendingu Orra gegn Man. City

Orri Steinn Óskarsson fékk langþráð tækifæri í liði FC Kaupmannahafnar í kvöld, gegn meisturum Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og lagði upp mark með glæsilegum hætti í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Neyddust til að fresta vegna brunans

Búið er að fresta mikilvægum leik í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem fara átti fram í kvöld, vegna mikils bruna nærri St Mary‘s, heimavelli Southampton.

Enski boltinn
Fréttamynd

Southgate og Frank í sigti Man. Utd

Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur heimildir fyrir því að nýir forráðamenn Manchester United séu með þrjá stjóra til skoðunar sem mögulega arftaka Hollendingsins Eriks ten Hag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Salah mættur aftur til æfinga

Egyptinn Mohamed Salah var mættur á æfingu hjá Liverpool í dag en hann er á meðal leikmanna liðsins sem eru í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik helgarinnar gegn Manchester City.

Enski boltinn