Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Utan vallar: Lið í hlekkjum hugarfarsins

Klárum þetta augljósa fyrst. Stéphanie Frappart dómari óð í villu og svíma í umspilsleik Portúgals og Íslands á þriðjudaginn og kom sér vel fyrir á listanum yfir óvini íslenska ríkisins. En galin frammistaða hennar tók líka athyglina frá slakri spilamennsku Íslands meðan enn var jafnt í liðum. Og spilamennska sem er þessi er ekki einsdæmi hjá íslenska liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Alexander-Arn­old fór sömu leið og Ari Freyr

Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool.

Enski boltinn
Fréttamynd

Verið stuðnings­maður Man Utd allt sitt líf og fékk mynd með Ten Hag

„Ég er ekki vonsvikinn af því við áttum frábæran leik þó ég hefði verið til í að fá að minnsta kosti stig. Ég er ánægður, þetta er ekki auðveldur staður til að koma á – gegn svona góðum leikmönnum svo almennt séð er ég ánægður,“ sagði skælbrosandi Francis Uzoho eftir naumt 1-0 tap Omonia gegn Manchester United í Evrópudeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Fyrst og fremst er ég rosa­lega spenntur“

„Valur er það lið sem vill alltaf vera í efsta sætinu. Það er alveg klárt að síðustu tvö ár hafa verið vonbrigði,“ sagði Arnar Grétarsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Vals í Bestu deildinni í viðtali við Stöð 2 og Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi

Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir á­fram á Hlíðar­enda

Birkir Heimisson hefur skrifað undir nýjan samning við Bestu deildarlið Vals. Samningurinn gildir til þriggja ára. Valur greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bandarískir og franskir þingmenn krefjast að FIFA beiti sér vegna látins verkafólks í Katar

Þingmenn frá bæði Bandaríkjunum og Frakklandi hafa sent bréf á Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem þess er krafist að sambandið greiði fjölskyldum látinna verkamanna í Katar bætur. Þúsundir verkafólks eru talin hafa látið lífið við uppbyggingu heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í nóvember.

Fótbolti
Fréttamynd

Skoraði sjálfsmark frá miðju

Það er aldrei gaman að skora í eigið mark en flestir eiga það nú ekki á hættu að gera slíkt þegar þeir eru staddir á miðju vallarins. Það ótrúlega gerðist hins vegar í leik í ástralska fótboltanum að leikmaður skoraði sjálfsmark fyrir aftan miðju.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG með skæru­liða­deild gegn Mbappe

Það eru ekki bara skæruliðadeildir á Íslandi því nú berast fréttir af því að franska stórliðið Paris Saint Germain geri út eina og það meira að segja gegn sínum eigin leikmönnum.

Fótbolti