Brottfararsalurinn rýmdur vegna grunsamlegrar tösku Ákveðið var að rýma brottfararsalinn á Keflavíkurflugvelli undir miðnætti í nótt vegna grunsamlegrar tösku. Fjölmargir komu að aðgerðum en ekkert óeðlilegt reyndist í töskunni. Innlent 1. júlí 2024 10:45
Reykspúandi flugsveit veltir sér yfir Akureyri Flugsýning á Akureyrarflugvelli milli klukkan 14 og 16 á morgun, laugardag, verður hápunktur flughátíðar sem haldin er í Eyjafirði um helgina. Þar verður meðal annars sýnt listflug af ýmsu tagi, þyrluflug, rafmagnsflug, svifflug og gírókoptaflug. Innlent 28. júní 2024 19:19
Þakið á flugvelli í Nýju Delí hrundi vegna mikillar rigningar Þakið á flugvellinum í Nýju Delí hrundi í gærmorgun vegna mikillar rigningar og vinds. Einn er látinn og er búið að aflýsa innanlandsflugi. Sá hluti þaksins sem hrundi er við brottfararhliðs númer eitt á flugvellinum. Erlent 28. júní 2024 07:57
Ómar fær fyrir ferðina Neytendastofa segir Esju Legal, félag Ómars R. Valdimarssonar lögmanns, hafa verið með villandi og ranga upplýsingagjöf á vef sínum Flugbaetur.is þar sem ferðalöngum er boðið upp á aðstoð við innheimtu skaðabóta. Neytendur 27. júní 2024 20:24
Guðrún boðar lokuð búsetuúrræði strax í haust Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra gefur ekki þumlung eftir í útlendingamálunum en hún boðaðar breytingar: Fingrafaraskannar á landamærum, lokuð búsetuúrræði og að umsóknum um hæli á Íslandi verði komið niður í tvö til þrjú hundruð. Innlent 27. júní 2024 10:25
Verðskrá Lufthansa hækkar vegna nýs umhverfisgjalds Þýska flugsamsteypan Lufthansa, eitt stærsta flugfélag heims, hefur ákveðið að leggja sérstakt umhverfisgjald á selda flugmiða félagsins innan Evrópu. Þetta er gert til að mæta auknum kostnaði sem kemur til vegna umhverfismarkmiða Evrópusambandsins. Neytendur 26. júní 2024 16:59
Icelandair kaupir Airbus flughermi Icelandair hefur samið við fyrirtækið CAE um kaup á flughermi fyrir Airbus A321 flugvélar sem félagið tekur í notkun síðar á árinu. Flughermirinn verður settur upp í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði seinni hluta árs 2025 og verður rekinn af CAE Icelandair Flight Training. Viðskipti innlent 26. júní 2024 14:48
Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. Innlent 25. júní 2024 21:10
Maður verður auðmjúkur við að fljúga svona sögulegri vél Ein merkasta flugvél seinni heimsstyrjaldar er í hópi þrista sem millilenda þessa dagana á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa tekið þátt í athöfnum í Evrópu þar sem minnst var D-dagsins, innrásarinnar í Normandí. Innlent 24. júní 2024 21:21
Þriðji stríðsþristurinn á leiðinni til Reykjavíkur Tvær Douglas Dakota-flugvélar, sem tóku þátt í seinni heimsstyrjöld, hófu sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli í dag, önnur í morgun en hin í hádeginu, eftir nokkurra daga viðdvöl á Íslandi. Þeir flugáhugamenn sem misstu af vélunum þurfa þó ekki að örvænta. Þær verða sýndar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 24. júní 2024 17:11
Húrra Reykjavík opnar á Keflavíkurflugvelli Húrra Reykjavík, ein þekktasta fataverslun landsins, hefur opnað nýja og glæsilega verslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 24. júní 2024 15:08
Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Innlent 24. júní 2024 14:29
Merkasti stríðsþristurinn á heimleið frá Normandí Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er núna stödd á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er Douglas Dakota-flugvélin „That's All, Brother", sem á D-deginum þann 6. júní árið 1944 fór fyrir flugi yfir áttahundruð slíkra véla með samtals um þrettán þúsund fallhlífahermenn um borð. Innlent 23. júní 2024 23:21
Neyddust til að aflýsa flugferðum vegna rafmagnsleysis Öllum flugferðum til og frá tveimur stærstu flugstöðvunum á flugvellinum í Manchester-borg í Englandi var aflýst í dag vegna rafmagnsleysis í byggingu flugvallarins. Icelandair neyddist til að aflýsa flugferðum sínum til og frá Manchester í dag. Innlent 23. júní 2024 15:10
Hefja könnun á nýjum flugvelli fyrir Færeyjar Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja. Erlent 23. júní 2024 10:52
Grænlendingar opna nýja alþjóðaflugstöð Stór áfangi næst í flugvallauppbyggingu Grænlands á mánudag þegar ný alþjóðaflugstöð verður opnuð í höfuðstaðnum Nuuk. Byggingin er um áttaþúsund fermetrar að stærð og er henni ætlað að rúma áttahundruð farþega samtímis, fjögurhundruð brottfararfarþega og fjögurhundruð komufarþega. Erlent 22. júní 2024 12:48
Vísar á heilbrigðisráðherra að borga bílastæðagjöldin Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vísar því til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra að skoða hvort Sjúkratryggingar geti mætt þeim aukna kostnaði sem ný bílastæðagjöld á innanlandsflugvöllum valda landsbyggðarfólki á leið í læknisheimsóknir. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Þorgríms Sigmundssonar, varaþingmanns Miðflokksins úr Norðausturkjördæmi, á Alþingi í gær. Innlent 21. júní 2024 11:11
Bílastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Bókanir fyrir bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki verið fleiri síðan sumarið 2016, þegar íslenska karlalandsliðið var að keppa á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Líkur eru á því að bílastæðin gætu orðið uppbókuð í sumar, en ISAVIA hvetur fólk til að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn, þegar flugmiðinn er bókaður. Innlent 20. júní 2024 16:05
Reglulegar uppsagnir „því miður verið okkar raunveruleiki“ Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir flugmenn duglega að mennta sig og koma sér í aðrar vinnur þegar þeim er sagt upp vegna árstíðasveiflna, en 57 flugmönnum Icelandair var sagt upp í síðustu viku. Tilhneiging þeirra til að snúa aftur til fyrirtækisins sýni heilindi bæði flugmannanna og félagsins. Viðskipti innlent 19. júní 2024 10:51
„Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. Innlent 18. júní 2024 20:00
„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. Innlent 18. júní 2024 12:31
„Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. Viðskipti innlent 17. júní 2024 21:47
Neita að borga tjón eftir að hafa mokað snjó yfir bíl Þórir Brynjúlfsson varð fyrir miklu óláni fyrir rúmlega ári síðan, þegar hann kom heim til Íslands eftir að hafa lagt bíl sínum á bílastæði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, sem fraus og þrýstist upp í undirvagninn. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni, en ISAVIA og verktakinn sem sá um snjómoksturinn neita að borga tjónið. Innlent 16. júní 2024 15:25
Isavia stefnir að því að hefja gjaldtöku í vikunni Isavia stefnir að því að hefja gjaldtöku af bílastæðum á þremur innanlandsflugvöllum í vikunni, annaðhvort á miðvikudag eða á fimmtudag. Það að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki skrifað upp á þjónustusamning Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra og Isavia virðist engu breyta þar um. Innlent 16. júní 2024 13:27
Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. Viðskipti innlent 16. júní 2024 12:21
Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. Innlent 15. júní 2024 16:27
Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. Innlent 15. júní 2024 08:08
Gekk í tvo tíma að flugvellinum til að komast hjá leigubílagjaldi Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. Lífið 12. júní 2024 19:35
Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. Innlent 12. júní 2024 15:08
Flugfélagið býður hinum slösuðu minnst 1,4 milljónir í bætur Farþegum sem meiddust þegar farþegaþota Singapore Airlines lenti í mikilli ókyrrð í síðasta mánuði, verða boðnir tíu þúsund Bandaríkjadalir, tæplega 1,4 milljónir króna, í skaðabætur frá félaginu. Erlent 11. júní 2024 23:27