Ellefu vísbendingar um að jafnvægið sé í klúðri Í hinum fullkomna heimi væri jafnvægið á milli heimilis og vinnu ekkert mál. Þótt starfsframinn sé á fullri ferð samhliða því að reka heimili, ala upp börn og stunda jafnvel áhugamálin. Atvinnulíf 14. október 2022 07:00
Macros á Ísey Skyr Bar - hentugustu máltíðir á Íslandi? Hin svokallaða Macros hugmyndafræði er að verða sífellt vinsælli meðal íslenskra matgæðinga. Macros snýst um að borða ákveðið magn af próteini, fitu og kolvetnum til þess að ná markmiðum sínum; hvort sem það er að léttast, bæta á sig vöðvamassa eða þyngjast. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og því ekki skrítið að sífellt fleiri séu að temja sér Macros. Samstarf 13. október 2022 11:51
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. Atvinnulíf 12. október 2022 07:00
Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. Lífið 11. október 2022 16:31
Landlæknir segir brýna þörf á efnahagslegum aðgerðum gegn offituvandanum Einn stærsti heilsufarsvandi samtímans hér á landi er sjúkdómurinn offita og afleiddir sjúkdómar. Þetta er mat sérfræðinga í offitu. Landlæknir segir brýna þörf á að setja auknar álögur á óhollustu. Innlent 11. október 2022 09:00
Næstum tuttugu sinnum fleiri á offitulyfjum Sérfræðingur í offitu segir góðan undirbúning og eftirfylgni forsendu fyrir því að offituaðgerðir endist. Því miður sé það ekki alltaf raunin og í þeim tilvikum megi búast við sömu vandamálum nokkrum árum eftir aðgerð. Margföldun hefur orðið í ávísunum og kostnaði vegna stungulyfja við offitu frá 2017. Innlent 10. október 2022 07:00
„Ótrúlega gott að fá hann heim“ Gísli Finnsson er kominn heim frá Spáni þar sem hann hefur legið á sjúkrahúsi undanfarnar vikur. Íslendingar lögðu hönd á plóg í söfnun fyrir sjúkraflugi en Sjúkratryggingar neituðu að taka þátt í kostnaðinum. Fjölskyldan þakkar fyrir stuðninginn. Innlent 9. október 2022 16:04
„Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn“ Sífellt fleiri greinast hér á landi með sjúkdóminn offitu að sögn yfirlæknis offitusviðs Reykjalundar. Hún kallar eftir vitundarvakningu. Nauðsynlegt sé að nálgast viðfangsefnið án þeirra fordóma sem nú séu til staðar til að mynda í sjálfu heilbrigðiskerfinu. Innlent 9. október 2022 07:01
Bætt andleg og líkamleg heilsa hjá The House of Beauty – Happy hour tilboð! Sigrún Lilja, sem oftast hefur verið kennd við íslenska hönnunarmerkið Gyðju Collection, hefur í nógu að snúast þessa dagana þegar fólk flykkist inn eftir sumarið, tilbúið í að setja heilsubót í forgang. Á líkamsmeðferðarstofunni hennar The House of Beauty hefur verið sett af stað glæsilegt HAPPY HOUR tilboð fyrir þá sem vilja nýta haustið til að bæta heilsu, líkamlega formið og auka sjálfstraustið. Lífið samstarf 8. október 2022 10:01
Skráðu sig í maraþon í tilvistarkreppu Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir og unnusti hennar Hannes Halldórsson fengu tilvistarkreppu í kjölfar þrjátíu ára aldursársins og skráðu sig í maraþon í London. Þetta var þeirra fyrsta maraþon og voru þau haltrandi um London að jafna sig eftir átökin þegar Vísir náði tali af þeim. Lífið 4. október 2022 09:31
Taktu þátt í heilsuáskorun - verum Hraust í haust Hraust í haust, heilsuáskorun FM957, Vísis og UMFÍ er í fullum gangi. Lífið samstarf 1. október 2022 09:21
Blásið í lúðra Meistaramánaðar Meistaramánuður hefur verið haldinn í yfir 10 ár og fer nú aftur af stað. Öll geta verið á eigin forsendum og fólk hvatt til að setja sér fjölbreytt markmið. Samstarf 30. september 2022 15:08
Bingóferðin sem breyttist í kennslustund Eftirvæntingin leyndi sér ekki. Börnin höfðu beðið alla vikuna eftir fyrsta bingóinu sínu en þau höfðu ekki nokkra hugmynd um hvað bingó væri enda bara þriggja og fimm ára. Þau höfðu þó áttað sig á að miðað við spennu okkar foreldranna var það eitthvað mjög skemmtilegt. Skoðun 28. september 2022 09:30
„Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. Atvinnulíf 27. september 2022 07:02
Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. Lífið 22. september 2022 22:12
Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. Atvinnulíf 21. september 2022 07:00
„Það er svo gaman að lifa“ Þúsundir magaerma-og hjáveituaðgerða hafa verið gerðar hér á landi síðustu ár og greinilegt að þörfin er mikil. Ein þeirra sem hefur farið í slíka aðgerð síðustu ár segist hafa verið búin að prófa alla mögulega kúra áður. Hún hugsaði sig lengi um en fékk nóg af aukaþyngdinni þegar hún gat ekki lengur fylgt eiginmanni sínum eftir. Lífið 21. september 2022 07:00
Segir offituaðgerðir geta komið í veg fyrir sjúkdóma eins og krabbamein Gríðarleg fjölgun hefur orðið á magaerma-og hjáveituaðgerðum hér á landi síðustu tvö ár. Langflestar eru framkvæmdar á einkastofu. Kviðarholssskurðlæknir á Klíníkinni segir slíkar aðgerðir geta komið í veg fyrir alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein. Úrelt sé að segja of feitu fólki að borða minna og hreyfa sig meira. Innlent 20. september 2022 19:31
Vinir Cöru Delevingne hafa miklar áhyggjur af heilsu hennar Heilsa fyrirsætunnar Cöru Delevingne hefur verið mikið í umræðunni vestanhafs og virðast vinir hennar hafa miklar áhyggjur. Leikkonan Margot Robbie sást meðal annars koma grátandi út af heimili Cöru sama dag og fyrirsætan átti að vera á viðburði sem hún mætti ekki á. Lífið 20. september 2022 17:32
Þetta telur Gummi Emil mikilvægast að hafa á hreinu fyrir ræktina Einkaþjálfarinn Gummi Emil mætti í Brennslunna í dag og fór þar yfir fimm mikilvægt atriði sem hann telur nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er af stað í ræktinni. Lífið 20. september 2022 13:31
Borðaði þrjú kíló af avókadó í þrjátíu klukkutíma hlaupi Sigurvegari Bakgarðs náttúruhlaupa um helgina borðaði um þrjú kíló af Avocado á þeim þrjátíu klukkutímum sem hlaupið stóð yfir. Hann hljóp fjórum sinnum lengra en hann hefur nokkurn tímann gert. Innlent 19. september 2022 23:00
Eitt fullkomnasta snjallrúm í heimi mætt í Vogue fyrir heimilið Ergosportive er nýtt stillanlegt hátæknisnjallrúm frá Ergomotion sem hannað er í samvinnu við tæknifyrirtækið Garmin. Ergosportive var frumsýnt í versluninni Vogue fyrir heimilið um helgina við frábærar undirtektir. Samstarf 19. september 2022 08:52
„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. Atvinnulíf 16. september 2022 07:01
Hreinn og ferskur millibiti sem bragð er að Froosh ávextirnir eru eitt fullkomnasta millimál sem hægt er að velja sér. Froosh er hundrað prósent hrein vara, án allra aukaefna. Froosh er heilsuvara vikunnar á Vísi. Lífið samstarf 13. september 2022 08:53
Jafnvægi heimilis og vinnu: Haustrútínan Jæja. Nú er nokkuð liðið frá því að skólarnir byrjuðu, flestir kláruðu fríin sín og vinnan farin aftur á fullt. Eða hvað? Atvinnulíf 12. september 2022 07:00
Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? Innlent 11. september 2022 21:15
Skrefinu nær bóluefni gegn malaríu en Bretar gætu slaufað verkefninu Þessa stundina er R21 bóluefnið gegn malaríu prófað í Búrkínu Fasó, Kenía, Malí og Tansaníu. Efnið hefur sýnt allt að 77 prósent virkni en allt gæti farið í vaskinn ef Bretar hætta við aðkomu sína að verkefninu. Erlent 9. september 2022 11:59
Kílóin hrundu af Guðbjörgu þegar hún hætti að borða eftir kvöldmat Hollusta í mat getur verið einföld og gómsæt. Guðbjörg Glóð Logadóttir hefur fundið einfalda leið til að halda sér í hreyfingu sem kostar ekkert og er í leiðinni góð fyrir geðheilsuna. Lífið 9. september 2022 10:31
Margverðlaunaðar lífrænar vörur með einstaka virkni Evolve Organic eru hreinar handgerðar snyrtivörur sem innihalda náttúruleg hráefni. Í vörunum er að finna virk innihaldsefni sem vinna gegn ýmsum húðvandamálum líkt og bólum, öldrun húðarinnar og litabreytingum. Þetta einstaka merki saman stendur af vörulínum fyrir andlit, líkama og hár. Lífið samstarf 8. september 2022 08:52
Segir algengt að konur á breytingaskeiði séu ranglega greindar í kulnun Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að þau sem glíma við einkenni breytingaskeiðs séu ranglega greind í kulnun og fái þar af leiðandi ekki rétta meðferð. Nokkuð sé um að konur detti út af vinnumarkaði vegna breytingaskeiðs sem sé ekki meðhöndlað. Innlent 4. september 2022 19:42