Tveir synir Eiðs Smára í hópnum: Þurfa ekki að klæðast landsliðstreyju til að gera mig stoltan af þeim Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er með tvo syni sína í landsliðshópnum fyrir leikina á móti Armeníu og Liectenstein í undankeppni HM. Hann var spurður út í strákana sína á blaðamannafundi í dag. Fótbolti 30. september 2021 13:42
Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 30. september 2021 13:36
Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Fótbolti 30. september 2021 13:10
Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins fyrir næstu leiki þess í undankeppni HM 2022 var kynntur. Fótbolti 30. september 2021 12:46
Langt ferðalag rétt fyrir úrslitaleik ef Pablo fagnar á laugardag Eftir að hafa afþakkað það síðustu misseri hefur Pablo Punyed, einn albesti leikmaður Íslandsmeistara Víkings í sumar, ákveðið að þiggja sæti í landsliðshópi El Salador. Liðið spilar þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta dagana 7.-13. október. Fótbolti 30. september 2021 12:30
„Eitt stærsta augnablikið á mínum ferli“ Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hefur átt eftirminnilega innkomu í lið Midtjylland og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir það. Hann vonast til að vera valinn í A-landsliðið fyrir næstu leiki þess. Fótbolti 29. september 2021 10:01
Þrír valdir í argentínska landsliðið þrátt fyrir að landið sé enn á rauðum lista Emiliano Martinez, markvörður Aston Villa, og Giovani Lo Celso og Cristian Romero, leikmenn Tottenham Hotspur, hafa verið valdir í 30 manna hóp argentínska landsliðsins fyrir leiki liðsins í undankeppni HM 2022 í byrjun október. Enski boltinn 28. september 2021 07:01
Arnar og Eiður hringdu og voru mjög hreinskilnir Jón Daði Böðvarsson segist staðráðinn í að vinna sér sæti á ný í íslenska landsliðinu í fótbolta. Hann sýnir ákvörðun Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, um að velja hann ekki í síðasta landsliðshóp, hins vegar skilning. Fótbolti 27. september 2021 13:31
Sjö vikna hlé á ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð Enska úrvalsdeildin í fótbolta þarf að gera sjö vikna hlé á deildinni á næsta keppnistímabili. Ástæðan er heimsmeistarakeppnin í Katar. Enski boltinn 23. september 2021 09:02
Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur. Fótbolti 22. september 2021 17:15
Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. Fótbolti 22. september 2021 11:31
Ísland heldur áfram að hrapa niður heimslistann Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer niður um sjö sæti á nýjum styrkleikalista FIFA. Ísland er nú í 60. sæti hans. Fótbolti 16. september 2021 08:33
Segir nóg komið af sjálfsvorkunn Arnars Þórs Lárusi Orra Sigurðssyni, fyrrverandi landsliðsmanni í fótbolta, finnst Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins, barma sér full mikið. Fótbolti 15. september 2021 07:30
„Hetjur síðustu ára urðu allt í einu ægilegar manneskjur“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi ástandið í íslenskum fótbolta í sjónvarpsþættinum Extra Time í Belgíu í gær. Þar sagði hann meðal annars að hetjur síðustu ára hafi skyndilega orðið að hræðilegum manneskjum. Fótbolti 14. september 2021 13:08
Hannes átti eina af bestu markvörslum gluggans að mati UEFA Hannes Þór Halldórsson kvaddi íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í síðustu viku og ein af markvörslum hans í lokaleiknum á móti Þýskalandi var tekin út hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Fótbolti 13. september 2021 13:01
Reynsluboltar landsliðsins gætu hætt vegna afskipta stjórnar KSÍ Það gæti áfram vantað margra lykilmenn í íslenska karlalandsliðið í næsta verkefni liðsins í október. Fótbolti 13. september 2021 08:01
Sonur Hannesar fékk hanskana hans Neuers og dóttirin treyjuna Hannes Þór Halldórsson spjallaði við Manuel Neuer, markvörð Þýskalands, að 4-0 sigri Þjóðverja á Laugardalsvelli á dögunum. Börn Hannesar voru með í för og voru vægast sagt orðlaus yfir því að pabbi þeirra væri að spjalla við einn besta markvörð heima. Fótbolti 10. september 2021 12:00
Þurfti að spyrna sér frá botninum eftir að hafa hætt í fótbolta: Varði mark Íslands á EM og HM „Þetta er saga sem hefur verið sögð nokkuð oft en auðvitað er þetta óhefðbundin leið sem ég fór, engin spurning,“ sagði Hannes Þór Halldórsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um feril sinn með íslenska landsliðinu. Fótbolti 10. september 2021 11:01
Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. Fótbolti 10. september 2021 09:00
Þjálfari Danmerkur á sér draum Kasper Hjulmand, þjálfara danska landsliðsins í fótbolta, á sér þann draum að gera dönsku þjóðina stolta af því sjá landslið sitt spila. Miðað við gengi liðsins undanfarið hlýtur sá draumur að rætast fyrr en síðar. Fótbolti 9. september 2021 17:16
Leikurinn við Ísland vinsælasta efnið í þýsku sjónvarpi í gær Áhugi Þjóðverja var mikill á leiknum við Ísland í undankeppni HM karla í fótbolta í gær. Fleiri sáu þann leik en leiki Þýskalands við Armeníu og Liechtenstein. Fótbolti 9. september 2021 16:45
Fullkomin byrjun Flick Eftir vægast sagt slakt Evrópumót í sumar þar sem hápunkturinn – og eini punkturinn – var sigur á Portúgal í stórskemmtilegum leik í riðlakeppninni hætti Joachim Löw störfum sem þjálfari þýska landsliðsins og Hansi Flick tók við. Fótbolti 9. september 2021 15:30
Ákvörðun um Kolbein tekin í næstu viku Rannsókn sænska knattspyrnufélagsins IFK Gautaborg á máli Kolbeins Sigþórssonar ætti að ljúka í byrjun næstu viku og þá skýrist hvort hann á sér framtíð hjá félaginu. Fótbolti 9. september 2021 14:00
Tap Íslands eitt það óvæntasta Nú þegar 149 leikir hafa verið spilaðir í undankeppni HM karla í fótbolta er 2-0 tap Íslands gegn Rúmeníu síðasta fimmtudag talið meðal óvæntustu úrslitanna. Fótbolti 9. september 2021 13:01
Rúnar Alex líklegur arftaki en þarf að grípa gæsina Það er ljóst að Hannes Þór Halldórsson mun ekki spila fyrir leiki fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. Eftir 77 leiki hefur þessi frábæri markvörður ákveðið að segja þetta gott með landsliðinu. Stóra spurningin er, hver mun leysa hann af hólmi? Fótbolti 9. september 2021 12:30
Segir Ísak Bergmann líkt og 25 ára leikmann en ekki aðeins 18 ára „Ísak Bergmann er yngsti leikmaðurinn í hópnum og jafnframt einn sá efnilegasti,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson á blaðamannafundi eftir 0-4 tap Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni HM. Fótbolti 9. september 2021 10:31
Flugvél Þýskalands þurfti óvænt að lenda í Skotlandi | Ný vél á leiðinni Þýska landsliðið þurfti óvænt að lenda í Edinborg í Skotlandi á leið sinni frá Íslandi eftir leik liðanna í undankeppni HM í fótbolta. Ekki kemur fram af hverju þurfti að lenda en yfirfara þurfti flugvélina áður en hún fær að halda aftur af stað til Þýskalands. Fótbolti 9. september 2021 09:00
Danmörk eina þjóðin með fullt hús stiga | Úkraína hvorki unnið né tapað Undankeppni HM í fótbolta sem fram fer í Katar veturinn 2022 er nú hálfnuð, Evrópuhluti hennar allavega. Sem stendur er Danmörk eina landið með fullt hús stiga – og það án þess að fá á sig mark – á meðan Úkraína hefur hvorki unnið né tapað leik til þessa. Fótbolti 9. september 2021 08:30
Southgate ver ákvörðun sína Pólland og England gerðu 1-1 jafntefli í I-riðli undankeppni HM. Jöfnunarmark heimamanna kom í uppbótartíma en Gareth Southgate gerði engar skiptingar í leiknum. Fótbolti 9. september 2021 07:30
Eitt stig af níu mögulegum eftir 4-0 tap í þriðja heimaleiknum í glugganum: Myndir Íslensku strákarnir urðu að sætta sig við fjögurra marka tap á heimavelli, 4-0, á móti sterku þýsku liði á Laugardalsvellinum í kvöld og uppskeran var því ekki mikil í þessum þriggja landsleikja glugga. Fótbolti 8. september 2021 22:01