Sagði það sem öll argentínska þjóðin vildi segja við Messi Argentínsk fjölmiðlakona spurði ekki aðeins Lionel Messi spurninga eftir sigur í undanúrslitaleiknum á móti Króatíu. Fótbolti 14. desember 2022 10:30
Lionel Messi: Hjálpaði okkur að tapa fyrsta leiknum Lionel Messi hrósaði argentínska landsliðinu fyrir að hafa staðist erfitt próf eftir tap á móti Sadí Arabíu í fyrsta leik heimsmeistaramótsins í Katar. Fótbolti 14. desember 2022 07:30
Messi orðinn markahæsti Argentínumaður á HM frá upphafi Lionel Messi varð í kvöld markahæsti leikmaður argentínska landsliðsins á HM frá upphafi þegar hann skoraði fyrsta mark liðsins í öruggum 3-0 sigri gegn Króatíu. Sigurinn kom argentínska liðinu í úrslit og Messi hefur nú skorað ellefu mörk á lokamóti HM. Fótbolti 13. desember 2022 23:00
Argentína í úrslit og Messi einum leik frá því að fullkomna ferilinn Argentína er á leið í úrslitaleik HM í Katar eftir öruggan 3-0 sigur gegn Króatíu í undanúrslitum í kvöld. Lionel Messi á því möguleika á því að fullkomna ferilinn og festa sig endanlega í sessi sem einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Fótbolti 13. desember 2022 20:55
Lloris sendi Kane skilaboð eftir vítaklúðrið: „Ekki auðvelt að finna réttu orðin“ Hugo Lloris, fyrirliði franska landsliðsins í knattspyrnu, segir það ekki hafa verið auðvelt að finna réttu orðin til að senda liðsfélaga sínum hjá Tottenham, Harry Kane, eftir að sá síðarnefndi misnotaði vítaspyrnu gegn Lloris í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Fótbolti 13. desember 2022 20:30
Vilja sekta Brassa um milljónir fyrir meðferð á ketti á blaðamannafundi Sumir trúa því að Brasilíumenn hafi fengið á sig bölvun eftir ruddalega meðferð þeirra á ketti á blaðamannafundi en réttindasamtök dýra vilja fara lengra en að tala um mögulega bölvun. Fótbolti 13. desember 2022 13:31
Lögreglan hafði afskipti af fólki sem missti sig yfir vítaspyrnukeppni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að bregðast við útkalli um helgina vegna hávaða sem barst úr íbúð í fjölbýlishúsi. Í ljós kom að íbúar voru að fylgjast með HM í fótbolta og höfðu misst sig yfir vítaspyrnukeppni sem var í gangi. Innlent 13. desember 2022 12:58
Ronaldo myndi elska það að sjá Pep, Carlo eða Jose taka við landsliði Brasilíu Einn besti knattspyrnumaðurinn í sögu Brasilíu tekur vel í orðróma um að næsti landsliðsþjálfari Brassa gæti orðið einn af stóru þjálfurunum í Evrópu. Fótbolti 13. desember 2022 09:01
Segir hættulegt fyrir enska landsliðið að missa Southgate núna Knattspyrnugoðsögnin Claude Makélélé, sem gerði góða hluti í ensku úrvalsdeildinni og með franska landsliðinu, segir að enska knattspyrnusambandið eigi að gera allt til þess að halda Gareth Southgate í stöðu landsliðsþjálfara. Enski boltinn 13. desember 2022 08:30
Frá Reykjavík til Rabat: Hvernig Víkingaklappið endaði á HM í Katar Þó Ísland hafi ekki verið meðal þeirra þjóða sem komust á heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fer í Katar þá komst einkennismerki Tólfunnar, stuðningsmannasveitar Íslands, þangað. Stuðningsfólk Marokkó, sem komið er alla leið í undanúrslit, hefur nefnilega verið duglegt að taka Víkingaklappið í Katar. Fótbolti 12. desember 2022 23:00
Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands segir að Pickford hafi átt að gera betur Markvörðurinn fyrrverandi Ben Foster segir að Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, hafi verið of lengi að bregðast við skoti Aurélien Tchouaméni í 2-1 sigri Frakklands á Englandi í 8-liða úrslitum HM í fótbolta. Fótbolti 12. desember 2022 20:30
Spila með nýjan bolta í undanúrslitunum og úrslitaleiknum á HM Fjögur lið eiga enn möguleika á að vinna heimsmeistaratitilinn í fótbolta í ár en þau þurfa að venjast „nýjum“ bolta fyrir undanúrslitin. Fótbolti 12. desember 2022 17:00
Stuðningsmenn Marokkó streyma til Katar: Þrjátíu sérflug frá Marokkó Eitt er víst að landslið Marokkó fær frábæran stuðning í undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 12. desember 2022 15:01
Englendingar komu ekki tómhentir heim frá Kat(t)ar Þótt Englendingar hafi tapað fyrir Frökkum í átta liða úrslitum á HM koma þeir ekki alveg tómhentir heim frá Katar. Fótbolti 12. desember 2022 13:30
Argentínumenn eru nú sigurstranglegastir á HM í Katar Eftir að Brasilía og England datt úr keppni á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar þá þykir argentínska landsliðið líklegast til að fara alla leið og vinna heimsmeistaratitilinn. Fótbolti 12. desember 2022 13:00
„Við erum Rocky Balboa þessa heimsmeistaramóts“ Marokkó hefur lokað nær öllum leiðum fyrir andstæðinga sína á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar og varð, eftir sigra á Spáni og Portúgal, fyrsta Afríkuþjóðin til að komast alla leið í undanúrslitin á HM. Fótbolti 12. desember 2022 12:00
Rodrygo bað Neymar afsökunar Brasilíumenn eru enn að jafna sig eftir áfallið á föstudaginn þegar Króatar slógu þá út úr átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 12. desember 2022 10:31
Blaðakona í lögregluvernd eftir að hafa gagnrýnt Granit Xhaka Blaðamaðurinn Zana Avdiu gagnrýndi svissneska landsliðsmanninn Granit Xhaka fyrir hegðun sína í leik á HM og hefur síðan mátt lifa við hótanir og áhyggjur um öryggi sitt. Fótbolti 12. desember 2022 10:00
Umdeildur dómari sendur heim af HM Spænski dómarinn Mateu Lahoz dæmir ekki fleiri leiki á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar þrátt fyrir að það séu fjórir leikir eftir og Spánverjar úr leik. Fótbolti 12. desember 2022 08:45
Algjört klúður Tottenham: Auglýstu sýningu á undanúrslitaleik Englands Tottenham leikmaður klúðraði ekki bara vítaspyrnu á úrslitastund sem eyðilagði HM-draum Englendinga í Katar heldur bauð félagið einnig upp á vandræðalegt klúður í kjölfar leiksins. Enski boltinn 12. desember 2022 08:31
Annar fjölmiðlamaður lést á HM í Katar Fleiri fréttir berast nú af því að fjölmiðlamenn á heimsmeistaramótinu í Katar skili sér ekki heim af mótinu. Fótbolti 12. desember 2022 07:31
LeBron James, Billie Jean King og fleiri votta Grant Wahl virðingu sína Fjöldinn allur af fólki hefur vottað Grant Wahl, bandaríska íþróttablaðamanninum sem lést í Katar, virðingu sína. Þar á meðal eru goðsagnir á borð við LeBron James og Billie Jean King. Fótbolti 11. desember 2022 12:02
Southgate þarf tíma til að ákveða framtíð sína Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segist þurfa tíma til að ákveða framtíð sína en lið hans datt út gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Fótbolti 11. desember 2022 11:30
Aftur geta Króatar gert hið ómögulega Annað heimsmeistaramótið í röð er karlalandsliðið Króatíu komið í undanúrslit. Fyrir þjóð sem telur rétt tæplega fjórar milljónir er um magnað afrek að ræða. Fótbolti 11. desember 2022 10:00
Englendingar æfir út í dómgæsluna Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu. Fótbolti 10. desember 2022 23:00
Van Gaal endanlega hættur í fótbolta Louis Van Gaal er hættur sem þjálfari hollenska landsliðsins og í fótbolta yfir höfuð. Þetta staðfesti hann eftir súrt tap Hollands gegn Argentínu í 8-liða úrslitum HM sem fer fram í Katar. Fótbolti 10. desember 2022 22:32
Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. Fótbolti 10. desember 2022 21:00
Marokkó fyrsta afríska liðið í undanúrslit HM eftir sigur á Portúgal í metleik Ronaldo Marokkó verður fyrsta liðið frá Afríku til að spila í undanúrslitum HM eftir 1-0 sigur á Portúgal í 8-liða úrslitum í dag. Cristiano Ronaldo byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á völlinn í síðari hálfleik og jafnaði því landsleikjamet FIFA. Fótbolti 10. desember 2022 17:00
Neymar gæti lagt landsliðsskóna á hilluna Eftir súrt tap gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sagði brasilíska stórstjarnan Neymar að landsliðsskórnir gætu verið á leið upp í hillu. Fótbolti 10. desember 2022 14:31
Neuer fótbrotnaði á skíðum og verður ekki meira með á leiktíðinni Segja má að Manuel Neuer, markvörður þýska landsliðsins í fótbolta og Bayern München hafi farið úr öskunni í eldinn. Hann verður ekki meira með á leiktíðinni þar sem honum tókst að fótbrotna á skíðum eftir að Þýskaland komst ekki upp úr riðli sínum á HM. Fótbolti 10. desember 2022 12:06