Englendingar æfir út í dómgæsluna Atli Arason skrifar 10. desember 2022 23:00 Jude Bellingham, leikmaður Englands, steinhissa á Wilton Sampaio, dómara leiksins. AP Jude Bellingham og Harry Maguire, leikmenn Englands, voru ekki sáttir við frammistöðu Wilton Sampaio, dómara í leik Frakklands og England í 8-liða úrslitum HM í Katar. Sparkspekingurinn Gary Neville lét brasilíska dómarann einnig heyra það í beinni sjónvarpsútsendingu. „Dómarinn átti algjöran martraðar leik, hann var algjör brandari,“ sagði Gary Neville í sjónvarpsútsendingu ITV af leiknum, þar sem Neville starfar nú sem sparkspekingur í kringum HM í Katar. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum alfarið um tap Englands og búa þannig til einhverjar afsakanir en hann er bara mjög slakur dómari,“ bætti Neville við. Að mati Neville átti fyrsta mark Frakka ekki að fá að standa vegna þess brotið var á Bukayo Saka í aðdraganda marksins. „Þetta er mjög einföld ákvörðun. Hann [Saka] er hreinlega sparkaður niður. Ég skil ekki hvernig það var ekki dæmd aukaspyrna,“ sagði Nevillie og bætti við að Dayot Upamecano, leikmaður Frakka, hafi gerst brotlegur á bæði Saka og Kane í fjölda tilvika þar sem ekkert var dæmt. Englendingar vildu einnig fá víti þegar Kane féll inn í teig á 25. mínútu leiksins eftir að Upamecano sparkaði í hann en ekkert dæmt. Upamecano brýtur á Kane.Getty Images Jude Bellingham, leikmaður Englands, sagði í viðtali við ITV eftir leik að Sampaio hafi ekki verið á rétti dómarinn til að dæma leik á þessu stigi. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá var hann ekki góður. Allir geta átt slæma leiki hvort sem það eru leikmenn eða dómarar en ég held að hann hafi ekki verið á réttum stað í dag til að dæma leik af þessari stærðargráðu,“ sagði Bellingham. Liðsfélagi Bellingham, Harry Maguire, var einnig á svipuðu máli. „Ég get ekki útskýrt frammistöðu dómarans. Sá fjöldi af röngum ákvörðunum sem dómarateymið tók var ótrúlegur. Arfaslakt,“ sagði Maguire við ITV. Eftir sem áður þá fékk England tvær vítaspyrnur í leiknum. Harry Kane tók þær báðar en skoraði bara úr fyrri spyrnunni. Harry Kane brennir af! Venjulega er hann öryggið uppmálað á punktinum, en Kane þrumar boltanum yfir markið pic.twitter.com/o6SBKGjCs0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira
„Dómarinn átti algjöran martraðar leik, hann var algjör brandari,“ sagði Gary Neville í sjónvarpsútsendingu ITV af leiknum, þar sem Neville starfar nú sem sparkspekingur í kringum HM í Katar. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum alfarið um tap Englands og búa þannig til einhverjar afsakanir en hann er bara mjög slakur dómari,“ bætti Neville við. Að mati Neville átti fyrsta mark Frakka ekki að fá að standa vegna þess brotið var á Bukayo Saka í aðdraganda marksins. „Þetta er mjög einföld ákvörðun. Hann [Saka] er hreinlega sparkaður niður. Ég skil ekki hvernig það var ekki dæmd aukaspyrna,“ sagði Nevillie og bætti við að Dayot Upamecano, leikmaður Frakka, hafi gerst brotlegur á bæði Saka og Kane í fjölda tilvika þar sem ekkert var dæmt. Englendingar vildu einnig fá víti þegar Kane féll inn í teig á 25. mínútu leiksins eftir að Upamecano sparkaði í hann en ekkert dæmt. Upamecano brýtur á Kane.Getty Images Jude Bellingham, leikmaður Englands, sagði í viðtali við ITV eftir leik að Sampaio hafi ekki verið á rétti dómarinn til að dæma leik á þessu stigi. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá var hann ekki góður. Allir geta átt slæma leiki hvort sem það eru leikmenn eða dómarar en ég held að hann hafi ekki verið á réttum stað í dag til að dæma leik af þessari stærðargráðu,“ sagði Bellingham. Liðsfélagi Bellingham, Harry Maguire, var einnig á svipuðu máli. „Ég get ekki útskýrt frammistöðu dómarans. Sá fjöldi af röngum ákvörðunum sem dómarateymið tók var ótrúlegur. Arfaslakt,“ sagði Maguire við ITV. Eftir sem áður þá fékk England tvær vítaspyrnur í leiknum. Harry Kane tók þær báðar en skoraði bara úr fyrri spyrnunni. Harry Kane brennir af! Venjulega er hann öryggið uppmálað á punktinum, en Kane þrumar boltanum yfir markið pic.twitter.com/o6SBKGjCs0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Sjá meira
Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit eftir sigur á Englendingum í háspennuleik Frakkar unnu Englendinga í háspennuleik sem verður sennilega lengi í manna minnum fyrir hasar og gæði. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimsmeistara Frakka sem munu mæta Marokkó í undanúrslitum. 10. desember 2022 21:00