Var í dái í tvær vikur eftir of stóran skammt af ópíóíðum Leikarinn Matthew Perry opnar sig um fíknina sem hann hefur verið að fást við í gegnum árin og skildi hann eftir nær dauða en lífi í viðtali við People. Eftir að hafa tekið inn of mikið magn af ópíóíðum fyrir fjórum árum síðan rofnaði ristillinn hans og endaði hann í dái í tvær vikur. Lífið 19. október 2022 15:10
Hamingjuóskum rignir yfir pabba Miley Cyrus Kántrýstjarnan Billy Ray Cyrus virðist vera tilbúinn að festa ráð sitt með ungu söngkonunni Firerose, ef marka má nýja mynd sem parið birti á Instagram í gær. Lífið 19. október 2022 15:01
Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka. Lífið 18. október 2022 21:01
Blása á sögusagnir barnfóstrunnar Fyrrum parið Olivia Wilde og Jason Sudeikis tók höndum saman og gaf út yfirlýsingu þar sem þau segja fyrrum barnfóstru sína til þriggja ára vera að segja ósatt í viðtali við DailyMail. Olivia og Jason byrjuðu saman árið 2011, eiga saman tvö börn og fóru í sitthvora áttina í nóvember 2020. Lífið 18. október 2022 17:31
Corden aftur velkominn eftir skít og skammir gærdagsins Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. Lífið 18. október 2022 11:22
Versti kúnninn í áratugalangri sögu Balthazar Grínistinn James Corden hefur verið settur í straff af eiganda Balthazar, eins þekktasta veitingahúss New York borgar. Hann segir Corden vera versta kúnnann í 25 ára langri sögu staðarins. Lífið 17. október 2022 23:49
Ye kaupir eigin samfélagsmiðil Listamaðurinn Ye, eða Kanye West, ætlar að kaupa Parler, sem er umdeildur og áhrifalítill samfélagsmiðill, skömmu eftir að hann var bannaður á Twitter og Instagram vegna færslna sem innihalda gyðingahatur. Ye segir samfélagsmiðla ekki halda uppi málfrelsi og því hafi hann keypt eigin miðil. Viðskipti erlent 17. október 2022 20:43
„Við erum sálufélagar“ Harry Potter leikarinn Tom Felton opnaði sig um mótleikkonu sína Emmu Watson í nýju bókinni sinni Beyond the Wand. Emma skrifaði sjálf kafla í bókinni þar sem hún kallar leikarann sálufélaga sinn. Lífið 17. október 2022 20:01
Selena og Hailey settu samfélagsmiðla á hliðina Það ætlaði allt um koll að keyra á samfélagsmiðlum um helgina þegar þær Selena Gomez og Hailey Bieber stilltu sér upp saman fyrir myndatöku á viðburði í Los Angeles. Með myndatökunni má segja að þær hafi þaggað niður orðróm um óvild þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Lífið 17. október 2022 11:10
Harry Potter leikarar minnast Robbie Coltrane: Maður með risa hjarta sem lét alla fara að hlæja Leikarinn Robbie Coltrane lést á föstudag, 72 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir leik sinn sem Hagrid í Harry Potter kvikmyndunum. Viðbrögðin við andláti Coltrane hafa ekki látið á sér standa og hafa aðdáendur sem og leikarar Harry Potter kvikmyndanna minnst hans á samfélagsmiðlum. Lífið 16. október 2022 21:42
Anna Sorokin telur sig eiga skilið að fá annað tækifæri Hin rússneska Anna Sorokin, sem þekkt er fyrir að hafa svikið háar fjárhæðir frá fólki í New York í Bandaríkjunum, hefur lítinn áhuga á að yfirgefa Bandaríkin og telur sig eiga skilið að fá annað tækifæri. Lífið 14. október 2022 14:49
Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi Leikarinn Cuba Gooding Jr. slapp við fangelsisrefsingu þegar dómur yfir honum var kveðinn upp í dag í New York ríki. Hann játaði að hafa kynferðislega áreitt þrjár konur árin 2018 og 2019. Með því skilyrði að halda áfengismeðferð sinni áfram hlaut hann sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Erlent 13. október 2022 23:45
Stundaði kynlíf ömmu sinni til heiðurs „Við stunduðum kynlíf fyrir framan arineldinn þér til heiðurs,“ sagði athafnakonan Kim Kardashian við ömmu sína MJ í nýjasta þættinum af The Kardashians. Ömmu hennar brá heldur betur í brún þar til hún fékk staðfest að það hafi verið inni á hótelherbergi en ekki í anddyri hótelsins. Lífið 13. október 2022 16:31
Klara söng á meðan Kim Kardashian gekk inn á veitingastað í Mílanó Glöggir áhorfendur The Kardashians raunveruleikaþáttanna máttu heyra kunnuglega rödd óma í tveimur atriðum í nýjasta þættinum. Það er engin önnur en hin íslenska tónlistarkona Klara Elíasdóttir eða Klara Elias sem syngur í þessum heimsfrægu þáttum - og það ekki í fyrsta sinn. Lífið 12. október 2022 14:22
Blake Shelton hættir í The Voice „Ég hef tekið ákvörðun um að tími sé kominn fyrir mig að hætta í The Voice eftir næstu seríu,“ sagði kántrí söngvarinn Blake Shelton í tilkynningu. Það er óhætt að segja að þættirnir hafi breytt lífi hans en í þeim kynntist hann meðal annars núverandi eiginkonu sinni Gwen Stefani. Lífið 12. október 2022 12:31
Á von á sínu fyrsta barni Bandaríska leikkonan Kaley Cuoco á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Tom Pelphrey. Lífið 12. október 2022 07:33
Khloé Kardashian segist hafa fundið æxli á andliti sínu Khloé Kardashian greindi frá því fyrr í kvöld á Instagram síðu sinni að hún hafi þurft að láta fjarlægja æxli af andliti sínu. Hún hefur áður þurft að láta fjarlægja sortuæxli af baki sínu. Lífið 11. október 2022 22:38
Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. Lífið 11. október 2022 20:32
Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. Lífið 11. október 2022 16:31
Vill gera Freaky Friday 2: „Ég myndi vilja sjá Lindsay sem kynþokkafullu ömmuna“ Stórleikkonuna Jamie Lee Curtis langar til þess að gera framhald af vinsælu Disney myndinni Freaky Friday sem hún lék í fyrir um tuttugu árum síðan. Lífið 11. október 2022 11:30
Hjartnæmir endurfundir Doc og Marty á Comic Con Myndband af endurfundum leikaranna Christopher Lloyd og Michael J. Fox hefur vakið mikla athygli á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. Leikararnir léku saman í Back to the Future-kvikmyndunum á árunum 1985 til 1990. Lloyd lék brjálaða vísindamanninn Emmett „Doc“ Brown og Fox unglinginn Marty McFly. Lífið 10. október 2022 16:15
Kanye bannaður eftir ásakanir um gyðingahatur Rapparanum Kanye West var um helgina úthýst af Instagram og Twitter eftir að hafa birt færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. West segist ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Lífið 9. október 2022 22:58
Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum. Lífið 9. október 2022 12:30
Venus Williams valdi Hildi Yeoman fyrir Glamour viðtal Tennisdrottningin Venus Williams prýðir nýjustu forsíðu tímaritsins Glamour. Það vakti sérstaka athygli okkar á Lífsinu að hún klæddist flíkum frá íslensku versluninni Yeoman í viðtali við Glamour. Tíska og hönnun 7. október 2022 18:59
Adidas skoðar framtíð Kanye Fyrirtækið Adidas er að endurskoða samstarf sitt við tónlistarmanninn Kanye West. „Farsælt samstarf byggir á sameiginlegri virðingu og sömu gildunum,“ sagði fyrirtækið í tilkynningu. Lífið 7. október 2022 16:30
Christian Bale þakkar Leonardo DiCaprio fyrir ferilinn sinn Leikarinn Christian Bale þakkar kollega sínum Leonardo DiCaprio fyrir þau hlutverk sem hann hefur fengið. „Mig grunar að nánast allir leikarar á hans aldri í Hollywood skuldi honum ferilinn sinn fyrir að hafna hlutverkunum sem þeir hafa fengið,“ segir Bale í viðtali við GQ. Lífið 7. október 2022 12:00
Britney fyrirgefur mömmu sinni ekki Söngkonan Britney Spears er ekki sátt við afsökunarbeiðnina sem móðir hennar skildi eftir undir mynd á Instagram miðli Britney. „Mamma taktu afsökunarbeiðnina þína og rí**u þér,“ sagði hún meðal annars. Lífið 6. október 2022 13:30
Hjónabandið á slæmum stað Hjónaband fyrirsætunnar Gisele Bündchen og ruðnings kappinn Tom Brady hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur. Nú hafa þau bæði ráðið skilnaðarlögfræðing samkvæmt heimildum Page Six. Lífið 5. október 2022 20:00
Ófrísk í fyrsta sinn 48 ára: „Ekki bara eitt barn, heldur tvö“ Óskarsverðlaunaleikkonan Hilary Swank er ófrísk. Hún segir það hafa verið draum sinn lengi að verða móðir. Það er óhætt að fullyrða að hún eigi eftir að vera með báðar hendur fullar í móðurhlutverkinu, því hún á ekki bara von á einu barni heldur tveimur. Lífið 5. október 2022 18:31
Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. Erlent 5. október 2022 14:59