Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Stanley Tucci er heppinn að vera á lífi

Leikarinn Stanley Tucci greindist með krabbamein í tungunni árið 2017 en lifir í dag góðu lífi eftir að hafa sigrast á meininu. Hann vill meina að athygli og ást eiginkonu sinnar Felicity Blunt hafi komið honum í gegnum sjúkdóminn.

Lífið
Fréttamynd

Aftur saman eða jafnvel aldrei í sundur

Leikkonan Shailene Woodley og íþróttamaðurinn Aaron Rodgers voru samkvæmt heimildum hætt saman. Þau staðfestu þó aldrei sambandsslitin sjálf og virðast í dag vera byrjuð aftur saman eða hafa mögulega alltaf verið saman.

Lífið
Fréttamynd

Eyðir orkunni ekki lengur í útlitið

Leikkonan Cameron Diaz sagði í viðtali á dögunum að áhyggjur af útlitinu væru neðarlega á lista eftir að hún steig í burtu frá leiklistinni. Hún segist áður hafa verið fórnalamb samfélagslegra útlitisstaðla en sé komin á betri stað í dag.

Lífið
Fréttamynd

Spielberg vill að allir sitji við sama borð á Óskarnum

Leikstjórinn Steven Spielberg er ósammála ákvörðun Óskarsverðlaunanna um að afhenda átta verðlaun áður en beina útsendingin hefst. Honum finnst að allir sem búi til bíómyndir eigi að fá að sitja við sama borð og vera partur af formlegu hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Pamela Anderson fer af ströndinni á Broadway

Pamela Anderson ætlar að stíga á svið á Broadway í fyrsta skipti þar sem hún mun leika Roxie Hart í söngleiknum Chicago. Leikkonan er spennt fyrir því að fara með hlutverkið þar sem hún mun leika, syngja og dansa.

Lífið
Fréttamynd

Glímukappinn gleymdi að segja frá skilnaðinum

Glímukappinn Hulk Hogan gerði aðdáendur sína heldur betur hissa þegar hann byrjaði að mæta á stefnumót með nýju kærustunni án þess að tilkynna um skilnaðinn sinn. Myndir af honum og kærustunni Sky Daily vöktu upp margar spurningar sem hann hefur nú svarað.

Lífið
Fréttamynd

Mæðgurnar sýndu saman á tískupallinum í gær

Mæðgurnar Cindy Crawford og Kaia Gerber gengu báðar á tískupallinum fyrir Off-White kvennfatnaðar sýninguna sem haldin var í gær sem partur af tískuvikunni í París. Fleiri stjörnur með fjölskyldutengsl komu einnig fram á pallinum eins og Hadid systurnar.

Lífið
Fréttamynd

„Vertu á réttum tíma og ekki vera asni“

Leikkonan Helen Mirren hlaut í gær viðurkenningu á SAG verðlaununum fyrir ævistarf sitt í leiklistinni. Hún sló á létta strengi í ræðunni sinni og sagði allur hennar árangur væri möntrunni sinni að þakka en mantran er „Vertu á réttum tíma og ekki vera asni“.

Lífið
Fréttamynd

Sean Penn gerir heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu

Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu þar sem hann vinnur að heimildarmynd um innrás Rússlands. Hann flaug til Kyiv til þess að festa atburðina sem eru að eiga sér stað á filmu. Hann hefur verið að fylgjast með aðdragandanum um nokkurt skeið en hann sást fyrst að störfum við myndina í Úkraínu í nóvember.

Lífið
Fréttamynd

Jennifer Lawrence er orðin mamma

Stórleikkonan Jennifer Lawrence er orðin mamma en hún var að eignast sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Cooke Maroney. Þau eru búin að vera saman síðan 2018 og giftu sig við litla athöfn árið 2019. 

Lífið
Fréttamynd

Byrjaði aftur með fyrrverandi eftir einangrun

Ben Stiller og fyrrverandi eiginkona hans Christine Taylor hafa tekið aftur saman eftir að þau einangruðu sig vegna heimsfaraldursins. Þau tóku þá ákvörðun um að flytja inn saman til þess að Ben gæti einnig verið með börnunum í heimsfaraldrinum. 

Lífið
Fréttamynd

Tilbúin að reyna aftur við barneignir

Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eru tilbúin að reyna aftur við barneignir eftir að ófæddur sonur þeirra Jack lést árið 2020 eftir tuttugu vikna meðgöngu. Chrissy hefur verið mjög opin með barneignarferlið og missinn hjá þeim hjónum og hefur hún áður gengist undir glasafrjóvgunarmeðferðir til þess að eignast börnin sín.

Lífið
Fréttamynd

Rak umboðsmanninn og réði pabba sinn

Söngkonan Dua Lipa hefur sagt skilið við umboðsmanninn sinn og réði pabba sinn Dukagjin í staðin en sjálfur var hann í rokkhljómsveit á sínum tíma. Hún er ekki að leita að öðrum umboðsmanni til þess að fylla í stöðuna eins og er svo feðginin munu starfa saman um óákveðin tíma. Áður voru það Ben Mawson og Ed Millet hjá TaP Management sem sáu um hennar  mál.

Lífið
Fréttamynd

Justin Bieber er með Covid og frestar tónleikum

Söngvarinn Justin Bieber þurfti að aflýsa tónleikum sínum í Las Vegas í gær með aðeins sólarhrings fyrirvara. Fulltrúi poppstjörnunnar staðfesti í samtali við People að ástæðan væri að Bieber greindist með Covid.

Lífið
Fréttamynd

Ofurfyrirsætan Adriana Lima á von á barni

Fyrirsætan Adriana Lima birti sitt fyrsta Tik Tok myndband fyrr í dag þar sem hún tilkynnti að lítið barn sé á leiðinni. Í myndbandinu má sjá hvernig kærastinn hennar Andre Lemmers er reglulega að bregða henni og hvernig hún nær að bregða honum til baka með óléttuprófinu.

Lífið