Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina

Fyrsta RIFF helgin fer nú af stað eftir glæsilegan opnunardag. Hátíðin hófst í gær og veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier verðlaun fyrir framúrskandi listfengi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Lífið
Fréttamynd

R. Kel­ly sak­felldur

Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali.

Erlent
Fréttamynd

Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum

Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja.

Erlent
Fréttamynd

Harry Potter-stjarnan Tom Felton hneig niður á golfvelli

Leikarinn Tom Felton hneig niður á golfmóti í Wisconsin í gær og þurfti að bera hann af vellinum. Felton, sem er best þekktur fyrir að leika Draco Malfoy í kvikmyndunum um Harry Potter, var fluttur á sjúkrahús en engar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Hafði barist við krabbamein í brisi

Leikarinn Willie Garson, sem lést á þriðjudag eftir stutt veikindi, hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Frá þessu greinir afþreyingarmiðillinn People. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann lést.

Lífið
Fréttamynd

Willie Garson er látinn

Leikarinn Willie Garson, sem var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Sex and the City, er látinn, aðeins 57 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Fyrr­verandi um­boðs­maður Ray J segist eiga annað kyn­lífs­­mynd­band af Kim

Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir Emmy verðlaunin og þann orðróm að Justin Bieber eigi von á barni. Þá segir Birta einnig frá umboðsmanni nokkrum sem segist eiga annað kynlífsmyndband af raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian.

Lífið
Fréttamynd

Amy Schumer lét fjar­lægja í sér legið

Bandaríska leikkonan Amy Schumer hefur látið fjarlægja í sér legið eftir að hafa liðið miklar þjáningar vegna endómetríósu. Schumer deilir þessari lífsreynslu með fylgjendum sínum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Grínistinn Norm MacDonald látinn

Kanadíski grínistinn Norm MacDonald er látinn eftir níu ára glímu við krabbamein. McDonald var 61 árs gamall. Hann er helst þekktur fyrir árin sem hann var hluti af leikaraliði Saturday Night Live, auk þess sem hann var mikilsvirtur uppistandari.

Erlent
Fréttamynd

Reiknaði út með­göngu­lengd Kyli­e Jenner út frá nöglunum hennar

Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir dressin á Met Gala, trúlofun Britney Spears og drama á MTV tónlistarhátíðinni. Þá segir Birta einnig frá rannsóknarvinnu sem hún lagðist í til að reikna út meðgöngulengd Kylie Jenner.

Lífið