Eldað af ást: Matmikið andasalat sem er létt í maga Eldað af ást er nýr matreiðsluþáttur hér á Vísi. Þáttastjórnandinn er matgæðingurinn Kristín Björk og önnur uppskriftin sem hún sýnir er andasalat sem er fullkomið eftir þungar hátíðarmáltíðir síðustu daga. Matur 30. desember 2021 08:00
Margverðlaunað jólahús á Selfossi Eitt glæsilegasta jólahús landsins á Suðurlandi og þó víðar væri leitað stendur við þjóðveg númer eitt í gegnum Selfoss. Húsið er myndað í bak og fyrir og þá hafa eigendur þess margneitað að taka á móti verðlaunum fyrir jólahúsið sitt. Innlent 29. desember 2021 20:19
Pantaði jólatré en fékk nærbuxur í staðinn Flestir hafa pantað vörur af netinu og einhverjir lent í því að önnur vara komi í staðinn. Þá er vandamálið yfirleitt smávægilegt; til dæmis peysa sem er númeri of lítil, eða græn berist í stað blárrar. Arnari nokkrum brá heldur betur í brún þegar pakki sem hann hafði pantað frá Kína kom loks til hingað til lands. Lífið 28. desember 2021 18:41
Gaf öllum börnunum rafbíl í jólagjöf Kris Kardashian, móðir og umboðsmaður Kardashian og Jenner systkinanna, gaf einstaklega veglegar jólagjafir í ár. Lífið 28. desember 2021 15:31
Opið bréf til jólasveinanna: Hættið að gefa í skóinn Um miðjan desember heyrði ég á tal þriggja barna sem voru að tala um gjafir í skóinn. Þau voru að bera saman bækur sínar og kom þá í ljós verulegur munur á gjöfum. Eitt barnið fékk ekki gjöf, ekki einu sinni kartöflu, annað barnið fékk hóflega gjöf en það þriðja fékk gjöf sem er dýrari en flestar jólagjafir. Skoðun 28. desember 2021 15:00
Steindi með Covid og jólabingói Blökastsins frestað Nokkrir liðsmenn Blökastsins og framleiðsluteymisins á bak við að hafa greinst smitaðir af Covid-19. Auðunn Blöndal segir stöðuna leiðinlega en lofar enn betra bingói þegar nýtt ár gengur í garð. Lífið 28. desember 2021 14:06
Æðisgengið í jólabakstri með Dóru Júlíu Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir verður seint talin vera stjörnukokkur en hún fór af stað með matreiðsluþætti á Þorláksmessu á Stöð 2. Lífið 28. desember 2021 13:30
Óhefðbundin jólatré úr gínu, tröppum og glervösum Nú þegar jólin eru nýafstaðin er gaman að sjá óhefðbundin jólatré. Lífið 28. desember 2021 11:31
Flestir karlmenn sögðust áhyggjufullir vegna jólagjafar til makans „Sælla er að gefa en að þigga.“ Eða hvað? Er þetta gjafastúss og pressan í kringum það að finna „réttu gjöfina“ orðið til þess að gjafavalið veldur meiri áhyggjum en gleði? Makamál 28. desember 2021 07:01
Sjö útköll vegna heimilisofbeldis yfir hátíðirnar Frá hádegi á Þorláksmessu til hádegis í dag fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í sjö útköll vegna heimilisofbeldis. Innlent 27. desember 2021 17:32
Svona var stemningin á jólatónleikum Stöðvar 2 Jólatónleikar Stöðvar 2 voru sýndir á þorláksmessu. Eins og komið hefur fram hér á Vísi fóru Sóli Hólm og Eva Laufey á kostum sem kynnar og tóku meira að segja lagið. Jól 27. desember 2021 15:00
Stjörnulífið: Trúlofun, óvæntar fréttir og jól í sóttkví Það er jólaþema í Stjörnulífi vikunnar, enda samfélagsmiðlar yfirfullir af fallegum fjölskyldumyndum, jólakjólum og jólakveðjum. Lífið 27. desember 2021 11:41
Um kristna menningu (hugleiðingar um jól) Viljum við að Íslendingar framtíðar viti af hverju jól eru haldin, af hverju kirkjan kemur til okkar á mikilvægustu stundum lífs okkar, viljum við skilja táknmál vestrænnar listar, t.d. þekkja sögurnar að baki myndunum í hvolfþaki dómkirkjunnar í Flórens, nú eða altaristöflunnar í Húsavíkurkirkju, viljum við halda í tónlistarhefðir tengdar kristni, eða viljum við þekkja uppruna fegurstu hugmynda á bak við þjóðfélagsgerð okkar, t.d. ætt og uppruna velferðarsamfélagsins, jafnræðisreglunnar o.s.frv. Skoðun 27. desember 2021 11:01
Vinadagur í Stóra flugeldamarkaðnum Sérstök vinaverð eru í gangi hjá Stóra flugeldamarkaðnum. Lífið samstarf 27. desember 2021 08:45
Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang. Innlent 26. desember 2021 20:05
Hvað gerðist á jóladag? Helgisagan er brædd saman úr frásögnum Matteusar og Lúkasar af dögunum í kringum fæðingu Jesú. Lúkas minnist ekki á vitringa. Matteus minnist ekkert á manntal og útskýrir ekki hversvegna María og Jósef voru stödd í Betlehem þegar barnið fæddist. Skoðun 26. desember 2021 17:01
Skreyttustu hús bæjarins: „Þetta er bara okkar fyllerí“ Íbúar Hafnarfjarðar og Kópavogs hafa margir gengið alla leið í jólaskreytingunum í ár. Við kíktum á nokkur hús þar sem engu hefur verið til sparað. Innlent 25. desember 2021 22:30
Rauð jól á Grænlandi Íslensk fjölskylda sem ákvað að verja jólunum á Grænlandi segir hafa komið verulega á óvart að upplifa rauð jól þar. Tilhlökkun er fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar fagna áramótunum þrisvar. Innlent 25. desember 2021 20:29
Frans páfi biður fyrir endalokum faraldurs Frans páfi fagnaði komu jólanna í gærkvöldi fyrir framan um tvö þúsund manns í Péturskirkju í Vatíkaninu. Í predikun sinni gerði páfinn lítillæti Krists að umtalsefni sínu og hvatti fólk til að minnast þess að frelsari kristinna manna hefði komið í heiminn fátækur. Erlent 25. desember 2021 19:06
Hvetja fólk til að fámenna: „Við venjulegar kringumstæður hefði það auðvitað fyllt mann af angri og depurð“ Helgihald hefur víða verið með óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins. Séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, segir að vel hafi gengið en óvenjulegt hafi verið að þurfa hvetja fólk til að mæta ekki í messu. Innlent 25. desember 2021 12:24
Bjóða fólki að losa sig við jólaruslið allan sólarhringinn Í tilefni þess jólagjafaflóðs sem flæðir yfir landann á aðfangadagskvöld, með tilheyrandi papparusli og öðru slíku, hefur Orkan ákveðið að bjóða fólki að skila pappa, plastumbúðum og jólapappír til endurvinnslu á fjórum stöðvum Orkunnar á höfuðborgarsvæðinu nú milli jóla og nýárs. Innlent 25. desember 2021 12:05
Jón Jónsson og Hafdís eiga von á fjórða barninu Hjónin Jón Jónsson tónlistarmaður og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir eiga von á sínu fjórða barni á næsta ári. Jón greindi frá þessu í færslu á Instagram í dag. Lífið 25. desember 2021 11:51
Gleðileg jól, kæru lesendur Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól. Innlent 24. desember 2021 16:01
Hamborgarhryggur og lambalæri hjá Samhjálp Samhjálp fær undanþágu frá núverandi samkomutakmörkunum svo að fleiri fái að sitja í einu við jólaborðið um helgina. Verkefnastjóri Samhjálpar telur að fleiri leiti nú á Kaffistofu Samhjálpar en síðustu ár. Innlent 24. desember 2021 13:35
Óvenjulegar jólakveðjur vekja athygli hlustenda Rásar 1 Jólakveðjurnar sem lesnar eru á Rás 1 í aðdraganda jóla og áramóta eru í huga margra órjúfanlegur hluti af jólahefðinni hér á landi. Fjölmargir senda vinum og ættingjum jólakveðjur í útvarpinu, sem oftar en ekki eru hugheilar. Lífið 24. desember 2021 13:30
Jólamolar: Rækjukokteillinn hennar mömmu er lykilatriði í jólahaldinu Helgi Ómarsson, ljósmyndari, skartgripahönnuður og hlaðvarpsstjórnandi er mikið jólabarn og heldur fast í sínar jólahefðir. Hann ver jólunum á Seyðisfirði og á erfitt með að velja sína uppáhalds jólamynd. Þær eru einfaldlega of margar. Jól 24. desember 2021 12:45
Fluttu nýtt jólalag Sóli Hólm og Eva Laufey stigu á stokk í sérstökum jólaskemmtiþætti á Stöð 2 í gær sem gekk undir nafninu Vertu með okkur um jólin. Lífið 24. desember 2021 12:32
Í einangrun um jól og áramót: „Ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022“ Ein þeirra fjölmörgu sem þarf að eyða jólunum í einangrun er Birna María Másdóttir sem komst að því að hún væri smituð í fyrradag þegar hún var skimuð á landamærum eftir flugferð frá New York. Innlent 24. desember 2021 11:24
Hin sautján ára Þórdís Linda fór á kostum á Stöð 2 í gærkvöldi Sóli Hólm og Eva Laufey stigu á stokk í sérstökum jólaskemmtiþætti á Stöð 2 í gær sem gekk undir nafninu Vertu með okkur um jólin. Lífið 24. desember 2021 10:31
Köttur gleypti nál og tvinna Mjóu mátti muna þegar kötturinn Guðbjartur gleypti óvart nál og tvinna í vikunni. Nálin hafði skorist í gegnum tungu og mjúkan góminn áður en Guðbjarti tókst að ýta nálinni niður að húð undir tungu. Innlent 24. desember 2021 10:10