Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Ekkifréttir

Samkeppni á bankamarkaði á sér ýmsar birtingarmyndir. Bankarnir slást um viðskiptavinina og sparisjóðirnir veita þeim verðuga samkeppni. Ekki á öllum sviðum þó. Vikulega sendir SPRON frá sér rafrænar fjármálafréttir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Margt spjallað

Óskaplega finnst mér stundum gaman að tala við guttana í bönkunum. Ótrúlega vel mannaðar ljósritunarvélarnar í þessum fyrirtækjum. Þeir koma náttúrlega úr boltanum margir hverjir og skemmtilega innstilltir á að halda með sínu liði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Ríkisstarfsmenn sitja gjarnan undir góðlátlegum glósum um að vera lausari við en þeir sem helga líf sitt einkageiranum. Ekki ætlar höfundur þessa dálks í að setjast í dómarasæti í þeim efnum. Hitt er annað mál að blaðamaður hringdi í Seðlabankann einn rigningardag í þessari viku og bað um að fá að ræða við starfsmann á gjaldeyrissviði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Á fréttavef Landssambands kúabænda, www.naut.is, er fjallað um hækkanir sem orðið hafa á kjörvöxtum verðtryggðra skuldabréfalána viðskiptabankanna þriggja, sem nú eru sagði 8,1 prósent hjá Glitni, 8,35 hjá Landsbanka Íslands og 8,5 prósent hjá Kaupþingi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Skjótt skipast veður í lofti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem hafa sveiflast fram og til baka á síðustu dögum við stöðubaráttu nauta og bjarna. Markaðurinn greindi frá því í gær að FL Group hefði tapað um níu milljörðum króna á risafjárfestingu sinni í Commerzbank á þriðja ársfjórðungi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing eða Kápþíng?

Íslenskt viðskiptalíf verður alþjóðlegra með hverjum deginum. Þessi alþjóðlegu áhrif eiga sér ýmsar birtingarmyndir; til að mynda stórkostleg umsvif íslensku útrásarfyrirtækjanna á erlendri grundu og auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snert viðkvæma taug

Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn …

FL Group skilaði uppgjöri í gær og var hagnaður félagsins rúmir 23 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Menn þar á bæ eru himinlifandi með árangurinn, enda umfram spár auk þess að vera margfalt meiri hagnaður en fyrir sama tímabil í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metafkoma FL Group

Hagnaður FL Group nam 23,1 milljörðum króna fyrstu sex mánuði árs og jókst um 304 prósent frá fyrra ári. Heildareignir félagsins eru metnar á tæplega 320 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vörður samfélagsins

Nú er heldur betur líf í tuskunum hjá sparisjóðunum eftir að SPRON ákvað að breyta sér í hlutafélag. Byr er á sama tíma að gleypa SPK og brátt verður Sparisjóður Norðlendinga runninn inn í Byr. Litlu sparisjóðirnir sjá auðvitað að þetta gengur ekki lengur, aðstæður eru með þeim hætti að þeir keppa ekki við þá stóru um kúnna sem verða stærri og stærri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Novafone?

Gárungar eru hugsi yfir nýupplýstu samstarfi fjarskiptafyrirtækjanna Vodafone og Nova á sviði farsímaþjónustu. Félögin hafa nefnilega samið um samnýtingu kerfa sinna og spara sér þannig dágóðar fjárhæðir með því að Vodafone fær aðgang að nýju dreifikerfi Nova fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G) og Nova fær aðgang að GSM farsímakerfi Vodafone.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afturgengin þvættisskýrsla

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti á vef sínum í liðinni viku heljarinnar úttekt á stöðu mála hér með tilliti til aðgerða gegn peningaþvætti og varna gegn hryðjuverkavá. Framsetningin var: Landsskýrsla númer 7/254, júlí 2007.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björk og ríkisskulda-bréfin

Walter Updegrave, einn ritstjóra CNN Money tímaritsins, treystir sér ekki til að mæla með kaupum á íslenskum ríkisskuldabréfum í svari við fyrirspurn sem birtist á vefsíðu tímaritsins. Ritstjórinn segir að vissulega hafi ávöxtun ríkisskuldabréfa verið góð undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Söluaukning hjá Símanum

Hagnaður Skipta, móðurfélags Símans og tengdra félaga, nam 2,4 milljörðum króna´fyrstu sex mánuði árs. Tæplega þriðjungs aukning varð á sölu. Til stendur að skrá félagið á hlutabréfamarkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Titringur á mörkuðum

Talsverðar lækkanir hafa orðið í Kauphöll Íslands í morgun. Alls hafa bréf í tuttugu og einu félagi lækkað. Krónan hefur veikst um hálft prósent í dag og miklar verðlækkanir hafa orðið á alþjóðamörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eftirlit flytur í bankahverfi

Samkeppniseftirlitið hefur flutt starfsemi sína um set í höfuðborginni, frá Rauðarárstíg 10 þar sem stofnunin hefur verið til húsa frá stofnun fyrir tveimur árum yfir í nýjar skrifstofur á annari hæð í glæsilegu skrifstofuhúsnæði við Borgartún 26.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sumarleyfið borgaði sig

Hún var skrýtin þessi utanlandsferð til Spánar. Í stað þess að liggja marineraður með tærnar upp í loft í steikjandi stiga hita þá lá ég í símanum. Bölvaður tölvumaðurinn kom aldrei með mótaldið þannig að síminn var eina vopnið sem ég hafði til þess að fylgjast með ævintýralegum hækkunum á markaðnum í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fátt er svo með öllu illt

Fjármálaeftirlitið hefur opnað sérstakar upplýsingasíður á vefsvæði sínu, www.fme.is, þar sem fjallað er um innleiðingu á tilskipun um markaði með fjármálagerninga, svokallaða MiFID tilskipun sem innleidd verður 1.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameining í Færeyjum

Vinnuvitan hefur keypt Vikublaðið í Færeyjum að því er Útvarpið í Færeyjum, Kringvarp Føroya, greindi frá í gær. Við þetta munu þrír risar vera um slaginn á færeyskum blaðamarkaði. Ástæða þess að Vikublaðið var selt er sögð að gott verð hafi fengist fyrir blaðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Beckham borgar sig

Öldungadeild bandaríska þingsins setti á dögunum fimmtíu milljónir Bandaríkjadala, um þrjá milljarða íslenskra króna, til höfuðs hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þolinmóðir peningar

Blaðið greindi frá framsýnum frumkvöðli á dögunum sem hyggst hefja framleiðslu á viskíi hér á landi. Hann sagðist leita að fjármagni fyrir framleiðsluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sleipur í viðskiptum

Starfsmenn bankanna hafa margvíslegan og fjölbreyttan bakgrunn. Bókvit dugar skammt þegar komið er út á vinnumarkaðinn og því verða menn að öðlast verkvitið sem allra fyrst. Liðsmenn greiningardeildar Landsbankans eiga margir glæstan starfsferil að baki þegar þeir ráða sig til vinnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvað er Long tail?

Long tail lýsir breytingu sem er að verða á samfélaginu okkar sem netið kom af stað. Með netinu er markaðurinn að færast frá því að einblína á fáar, vinsælar vörur, sem höfða til flestra, yfir á lítt þekktar sem höfða til fárra. Þekkt er sú regla að 20 prósent vara skili 80 prósent tekna.

Skoðun
Fréttamynd

Góðir viðskiptahættir Milestone

Nefnd á vegum Sænsku kauphallar­innar hefur úrskurðað að Racon Holdings, sænskt dótturfélag Mile­stone, hafi að öllu leyti fylgt yfirtökureglum og góðum viðskiptaháttum við yfirtöku á sænska tryggingarfélaginu Invik. Nokkrir stórir fjárfestingar- og lífeyris­sjóðir í Svíþjóð voru ekki á eitt sáttir við það verð sem Mile­stone bauð og sendu því erindi til nefndarinnar.

Viðskipti innlent