Sjö láta af störfum í skipulagsbreytingum hjá Festi Sjö láta af störfum og tvö hafa verið ráðin til félagsins Festi í skipulagsbreytingum. Þá hafa ýmis svið verið sameinuð. Viðskipti innlent 30. maí 2023 22:49
Oculis að sækja um átta milljarða króna í nýtt hlutafé Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað fyrir tuttugu árum af tveimur íslenskum prófessorum við Háskóla Íslands og Landspítalann, hefur ákveðið að efna til hlutafjárútboðs sem er beint að innlendum og erlendum fjárfestum en ætlunin er að sækja samtals um átta milljarða króna miðað við núverandi markaðsgengi. Hlutabréfaverð Oculis hefur hækkað um 20 prósent frá því að það var skráð í kauphöll Nasdaq í New York fyrr á árinu en niðurstöður nýlegra verðmata gefa til kynna að félagið sé verulega undirverðlagt á markaði. Innherji 30. maí 2023 13:37
Bein útsending: Kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs Hampiðjunnar Opinn kynningarfundur vegna hlutafjárútboðs Hampiðjunnar fer fram í dag þar sem stjórnendur munu kynna félagið og sögu þess ásamt því að farið verður yfir fyrirkomulag hlutafjárútboðsins. Viðskipti innlent 30. maí 2023 09:31
„Alveg klárt“ að Aztiq hefur fjárhagsstyrk og vilja til að styðja við Alvotech Of snemmt er slá því föstu hvort Alvotech þurfi yfir höfuð að sækja sér viðbótar fjármagn á þessu ári til að styðja við reksturinn, að sögn forstjóra og aðaleigenda félagsins. Í ítarlegu viðtali við Innherja segir hann að ef ráðist verður í „mjög lítið“ hlutafjárútboð vegna mögulegrar seinkunar á því að komast inn á Bandaríkjamarkað þurfi enginn að „velkjast í vafa“ um getu Aztiq, fjárfestingafélags Róberts Wessman, til að leggja til þá fjármuni sem þar þyrfti. FDA hefur fallist á að eiga fund með Alvotech eftir ríflega tvær vikur til að fara yfir svör félagsins við þeim athugasemdum eftirlitið gerði við framleiðsluaðstöðu þess. Innherji 30. maí 2023 08:34
Mikil áskorun að ná 3,5 prósenta raunávöxtun með verðbólgu í hæstu hæðum Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) var með lökustu raunávöxtunina meðal stærstu sjóða landsins á árinu 2022 sem einkenndist af afar krefjandi aðstæðum á flestum eignamörkuðum. Sé litið til síðustu tíu ára hefur árleg raunávöxtun sömu lífeyrissjóða að jafnaði verið á bilinu 4,5 til 5,3 prósent en stjórnarformaður LSR varar við því að krafa um að sjóðirnir nái að skila ávöxtun yfir 3,5 prósenta viðmiðinu verði veruleg áskorun þegar verðbólgan er í hæstu hæðum. Innherji 29. maí 2023 16:31
Lækkar verðmat á Alvotech vegna óvissu um innkomu á Bandaríkjamarkað Ólíklegt er að Alvotech takist að standa við áður yfirlýst áform um að hefja sölu á sínu stærsta lyfi í Bandaríkjunum um mitt þetta ár heldur má ætla að FDA muni ekki samþykkja umsókn félagsins um markaðsleyfi fyrr en í desember. Þær tafir valda því að greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley hafa lækkað verðmat sitt á íslenska líftæknifyrirtækinu um 40 prósent. Innherji 28. maí 2023 14:20
Verðmat Íslandsbanka hækkar þrátt fyrir dekkri horfur í efnahagslífinu Verðmat Íslandsbanka hækkar um átta prósent þrátt fyrir að horfur í efnahagslífinu séu dekkri en við gerð síðasta verðmats. Vaxtamunur bankans hefur aukist en vaxtatekjur eru styrkasta stoð bankarekstrar og helsti virðishvati hans. Vaxtahækkanir Seðlabanka hafa almennt jákvæð áhrif á vaxtamun auk þess sem starfsmenn bankans hafa verið iðnir við að sækja handa honum fé á fjármagnsmarkaði, segir í verðmati. Innherji 27. maí 2023 12:01
Fer frá Arion til Arctica Finance Þórbergur Guðjónsson, reynslumesti starfsmaður Arion í fyrirtækjaráðgjöf, hefur sagt upp stöfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arctica Finance. Innherji 26. maí 2023 16:30
Erlendir fjárfestar ekki átt stærri hlut í Íslandsbanka frá skráningu Á sama tíma og Capital Group lauk við sölu á eftirstandandi hlutum sínum í Marel fyrr í þessum mánuði hefur bandaríski sjóðastýringarrisinn haldið áfram að stækka við stöðu sína í Íslandsbanka en samanlagður eignarhlutur erlendra sjóða í bankanum er nú farinn að nálgast tíu prósent. Samkvæmt nýju verðmati er bankinn metinn á liðlega 19 prósent yfir núverandi markaðsgengi. Innherji 26. maí 2023 15:37
Íslenskir neytendur geti ekki leitað til íslenskra dómstóla Formaður Neytendasamtakanna segir sýknun Íslandsbanka í máli sem karlmaður höfðaði með aðkomu samtakanna gegn Íslandsbanka vera gífurleg vonbrigði. Dómnum verði áfrýjað til Landsréttar en hann bindur annars vonir við að Evrópskir dómstólar taki upp hanskann fyrir neytendur. Neytendur 25. maí 2023 21:55
Bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar Icelandair ætlar að bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt frá 15. október til 30. nóvember. Flogið verður þrisvar í viku. Viðskipti innlent 25. maí 2023 14:21
Samlegð af samruna VÍS og Fossa nemi allt að 750 milljónum á ári Áætlað er að samlegð af samruna VÍS og Fossum fjárfestingabanka nemi 650-750 milljónum króna á ári og komi inn að fulla eftir árið 2025. Gert er ráð fyrir að langtíma arðsemismarkmið hækki úr 1,5 krónum á hlut í yfir 2,5 krónur á hlut vegna samlegðar og möguleika til að hraða uppbyggingu fjárfestingarbanka og eignastýringar, samkvæmt áætlunum stjórnenda félaganna. Innherji 25. maí 2023 12:58
Hershöfðingjasonur nýr aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar Andrew Wissler hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar. Andrew er sonur bandarísks hershöfðingja en leiðin lá til Íslands þökk sé ástinni sem Andrew fann við hagfræðinám í St. Paul árið 2005. Viðskipti innlent 25. maí 2023 07:00
Peningastefnunefnd ætti að funda oftar í ljósi krefjandi aðstæðna Markaðurinn brást við meiri stýrivaxtahækkun en væntingar stóðu til með því að ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði og hlutabréf lækkuðu í verði. Verðbólguálag til skemmri tíma hækkaði um 20-30 punkta. Sérfræðingur á markaði bendir á að mögulega hafi stýrivaxtahækkunin verið hærri í ljósi þess hve langt er í næsta fund peningastefnunefndar og gagnrýnir að peningastefnunefnd skuli ekki funda mánaðarlega í ljósi krefjandi aðstæðna í hagkerfinu. Innherji 24. maí 2023 18:39
Alvotech rýkur upp eftir fréttir af 8,5 milljarða króna greiðslu Alvotech fær fyrirframgreiðslu að fjárhæð 56 milljónir evra, jafnvirði um 8,5 milljarða króna, frá Advanz Pharma, alþjóðlegs lyfjafyrirtækis með höfuðstöðvar í Bretlandi, vegna samstarfssamnings sem tilkynnt var um í dag. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifyrirtækisins hefur hækkað um 7,6 prósent í 200 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi. Innherji 24. maí 2023 10:52
Sátu eftir á Alicante eftir að fluginu var flýtt Íslenskt par varð eftir á Alicante á Spáni í dag eftir að flugi þeirra með flugfélaginu Play var flýtt um fimm klukkustundir vegna óveðurs. Þau sakna þess að hafa fengið tilkynningu frá flugfélaginu. Flugfélagið segir slíkt því miður geta komið fyrir þegar flugmiðar séu bókaðir í gegnum þriðja aðila. Komið verði til móts við fólkið og því boðin frí breyting á flugi. Neytendur 23. maí 2023 21:05
„Þetta er óvanalegt en þetta er Ísland“ Flugumferð fór úr skorðum í dag vegna hvassviðris en gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu. Öllu innanlandsflugi var aflýst og þrettán brottförum frá Keflavík. Ekki var hægt að nota landganga á Keflavíkurflugvelli vegna vindhraða og þeim flugferðum sem ekki var aflýst var frestað fram á kvöld. Innlent 23. maí 2023 19:30
Gott gengi Lotus eykur virði hlutar Róberts um tugi milljarða á einu ári Markaðsvirði samheitalyfjafyrirtækisins Lotus hefur liðlega þrefaldast frá því að fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, kom að kaupum á meirihluta í félaginu fyrir rétt rúmu einu ári og nemur nú jafnvirði yfir 400 milljörðum íslenskra króna. Hlutabréfaverð Lotus, sem er stærsta lyfjafyrirtækið á markaði í Taívan, rauk upp meira en tuttugu prósent þegar það birti árshlutauppgjör sitt um miðja síðustu viku sem sýndi yfir 40 prósenta tekjuvöxt. Innherji 23. maí 2023 17:27
Aflýsa flugi en björgunarsveitir ekki farið í útköll Fjöldi flugferða á Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst vegna óveðurs. Björgunarsveitir hafa ekki farið í nein útköll sem stendur. Innlent 23. maí 2023 16:58
Aldís Amah verður ný rödd Vodafone Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur tekið við sem rödd Vodafone og mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum fyrirtækisins. Aldís tekur við hlutverkinu af leikaranum Vali Frey Einarssyni sem hefur lesið inn á auglýsingar fyrirtækisins síðustu ár. Lífið 23. maí 2023 13:35
Þurfa að aflýsa einhverju flugi vegna hvassviðrisins Lægðin sem gengur nú yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair seinni partinn í dag. Bæði þarf að seinka einhverjum brottförum og þá þarf í einhverjum tilfellum að aflýsa flugi. Innlent 23. maí 2023 13:20
Alvotech og Marel halda markaðnum niðri en hækkanir víða erlendis Erfiðleikar hjá tveimur stærstu félögunum í Kauphöllinni, Alvotech og Marel, hafa vegið þungt í þeim verðlækkunum sem hafa orðið á íslenska hlutabréfamarkaðnum frá áramótum á sama tíma og flestar erlendar hlutabréfavísitölur hafa hækkað myndarlega. Á meðan Seðlabanka Íslands hefur ekki tekist að ná böndum á háum verðbólguvæntingum eru merki um hagfelldari verðbólguþróun beggja vegna Atlantshafsins. Það hefur ýtt undir væntingar um meiri slaka í peningastefnu stærstu seðlabanka heims og stuðlað að hækkun á heimsvísitölu hlutabréfa, að sögn sjóðstjóra. Innherji 23. maí 2023 11:54
Grunnrekstur Kviku verið á pari eða umfram spár síðustu fjórðunga Hagnaður af grunnrekstri Kviku banka, sem undanskilur fjárfestingastarfsemi TM, var um 40 prósentum yfir áætlunum á fyrsta fjórðungi þessa árs og nam tæplega 1.200 milljónum króna. Að sögn forstjóra félagsins hefur grunnreksturinn gengið vel, sem endurspeglast í sífellt meiri umsvifum, en nýjar upplýsingar sem bankinn hefur birt sýna að hann hefur verið í samræmi við eða umfram spár frá því í ársbyrjun 2022. Innherji 22. maí 2023 17:51
Veðrið riðlar flugumferð á Keflavíkurflugvelli Einu flugi hefur verið flýtt vegna veðursins sem spáð er á morgun. Farþegar eru hvattir til þess að fylgjast vel með spám og tilkynningum flugfélaganna. Innlent 22. maí 2023 16:38
Þórdís ráðin forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar Þórdís Valsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Útvarpsstöðvarnar sem Þórdís mun stýra eru Bylgjan, FM957, X977, Gullbylgjan, Léttbylgjan og Íslenska bylgjan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Viðskipti innlent 22. maí 2023 12:02
Ráðin nýr verkefnastjóri á sviði sjálfbærni hjá Krónunni Heiðdís Inga Hilmarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri á sviði sjálfbærni hjá Krónunni. Viðskipti innlent 22. maí 2023 11:24
Marel réttir úr kútnum við brotthvarf sjóðastýringarrisans Capital Group Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem var lengi stærsti erlendi fjárfestirinn í Marel, hefur á liðlega 20 mánuðum losað um alla hluti sína en sjóðir félagsins voru um tíma með samanlagt um 40 milljarða króna hlutabréfastöðu í íslenska fyrirtækinu. Hlutabréfaverð Marels hækkaði skarpt undir lok vikunnar vegna væntinga um að brotthvarf Capital Group úr hluthafahópnum myndi létta á stöðugu framboði bréfa til sölu í félaginu. Innherji 21. maí 2023 14:37
Skammaðist sín fyrir að vera Íslendingur Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Neytendur 20. maí 2023 23:21
Vogunarsjóðurinn Algildi kominn með nærri sex prósenta hlut í Sýn Vogunarsjóðurinn Algildi er kominn í hóp stærri hluthafa fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar eftir að hafa byggt upp að undanförnu tæplega sex prósenta stöðu í félaginu. Hlutabréfaverð Sýnar, sem fór mest niður um liðlega 17 prósent á skömmum tíma fyrr í þessum mánuði, hefur rétt lítillega úr kútnum á síðustu dögum. Innherji 20. maí 2023 11:45
Lentu loksins í Keflavík eftir næstum 40 tíma seinkun Flugvél Icelandair með farþegum innanborðs sem setið höfðu fastir í næstum fjörutíu klukkustundir á flugvellinum í Glasgow tók loks á loft í kringum miðnætti að íslenskum tíma í gærkvöldi og var lent á Keflavíkurflugvelli upp úr tvö í nótt. Innlent 20. maí 2023 11:13