Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Tvö mismunandi lið sem mættu til leiks“

Valskonur sóttu góðan sigur til Grindavíkur í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur suður með sjó 72-80. Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari Vals tók undir þau orð blaðamanns að það mætti kalla þetta endurkomusigur, en það var einfaldlega allt annað Valslið sem mætti til leiks í seinni hálfleik samanborið við þann fyrri.

Körfubolti
Fréttamynd

„Lífið er mikilvægara en körfubolti“

Eftir rúmt ár í Davidson háskólanum í Bandaríkjunum er Styrmir Snær Þrastarson kominn aftur heim í Þór Þorlákshöfn. Hann segist finna sig betur í evrópska körfuboltanum en þeim bandaríska og þá höfðu veikindi í fjölskyldunni úrslitaáhrif á að hann ákvað að snúa aftur heim.

Körfubolti
Fréttamynd

Naumt Meistaradeildartap Elvars og félaga

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í litháíska liðinu Rytas Vilnius máttu þola naumt fimm stiga tap er liðið heimsótti Bnei Herzliya til Ísrael í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 90-85.

Körfubolti
Fréttamynd

Sch­rödrer og Midd­let­on byrja á meiðsla­listanum

Dennis Schröder, leikmaður Los Angeles Lakers, verður ekki með liði sínu þegar það mætir ríkjandi meisturum Golden State Warriors í fyrstu umferð NBA deildarinnar í körfubolta annað kvöld. Raunar verður hann frá næstu vikurnar. Sömu sögu er að segja af Khris Middleton, leikmanni Milwaukee Bucks.

Körfubolti
Fréttamynd

Sindri gaf ÍR sigur

ÍR-ingar eru komnir áfram í 16-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta án þess að hreyfa legg eða lið því Sindri gaf leikinn við ÍR í 32-liða úrslitum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Axel má spila með Grindavík

Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er kominn með félagaskipti til uppeldisfélags síns Grindavíkur og getur því spilað með liðinu í Subway-deildinni í körfubolta í vetur.

Körfubolti