Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Miami Heat stal leik eitt í Garðinum

Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta eru farin af stað. Í nótt fór fram fyrsti leikur einvígisins í Austurdeildinni þar sem Boston Celtics tók á móti Miami Heat. Fór það svo að Heat vann sjö stiga sigur, lokatölur 116-123.

Körfubolti
Fréttamynd

Hörður Axel í Álftanes

Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson.

Körfubolti
Fréttamynd

Doc Rivers rekinn

Philadelphia 76ers hefur ákveðið að reka þjálfara sinn Doc Rivers aðeins nokkrum dögum eftir að liðið datt úr úr úrslitakeppni NBA.

Körfubolti
Fréttamynd

BLE í beinni úr gleðinni á Króknum

Strákarnir í útvarpsþættinum Boltinn lýgur ekki eru mættir á Sauðárkrók vegna stórleiks kvöldsins, nánar tiltekið í partýtjaldið fyrir utan Síkið, þar sem Íslandsmeistarabikarinn í körfubolta gæti farið á loft í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Af hverju er hann í einhverjum gangstera-leik með byssu?“

Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld er rætt um Ja Morant og nýja „byssumyndbandið“ hans. Þetta er í annað sinn á frekar skömmum tíma sem þessi stjörnuleikmaður Memphis Grizzlies sést með byssu í myndbandi á Instagram. Þátturinn er sýndur klukkan 20:45.

Körfubolti
Fréttamynd

Morant í byssu­leik á ný

Það virðist sem Ja Morant, stjarna Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, sé ekki fær um að halda sig frá samfélagsmiðlum né skotvopnum. Enn á ný hefur hann sést meðhöndla skotvopn í myndbandi sem fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum.

Körfubolti
Fréttamynd

Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauð­ár­króki

Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel um Kára: „Við ætluðum að éta hann“

Kári Jónsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur í fyrri hálfleik í leik Vals og Tindastóls í kvöld áður en hann var svo nánast tekinn úr leik í þeim síðari. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls sagðist hafa lagt mikla áherslu á að loka á Kára í ræðu sinni í hálfleik.

Körfubolti