Starfield: Stærsti leikur ársins er ekki sá besti en ég elska hann Fárra leikja hefur verið beðið af jafn mikilli eftirvæntingu og Starfield. Það er fyrsti leikur fyrirtækisins Bethesda, sem eru þekktastir fyrir Fallout og Elder Scrolls leikina, sem gerist í nýjum söguheimi í nokkra áratugi. Leikjavísir 8. september 2023 08:47
GameTíví: Strákarnir snúa aftur og lofa sigrum Strákarnir í GameTíví snúa aftur úr sumarfrí í kvöld. Margt hefur gerst í Warzone frá því strákarnir fóru í frí en þeir heita þremur sigrum í kvöld. Leikjavísir 4. september 2023 19:30
Immortals of Aveum: Erfitt að vera meira miðlungs Einn af framleiðendum Immortals of Aveum lýsti honum einu sinn sem Call of Duty með galdra og er hann kallaður „Fyrstu persónu galdraskotleikur“. Það er ekkert fjarri lagi en í leiknum setur maður sig í spor hermanns og galdramanns í dularfullum heimi þar sem ríki berjast í endalausu stríði um yfirráð yfir göldrum. Leikjavísir 31. ágúst 2023 08:45
Baldur's Gate 3: Mögulega heimsins besti hlutverkaleikur Baldur‘s Gate 3 er líklega besti Dungeons & Dragons leikur sem gerður hefur verið. Spilun hans er einkar skemmtileg og fjölbreytt. Í fljótu bragði man ég ekki eftir að hafa upplifað annað eins frelsi við að leysa úr verkefnum leiks og drepa skrímsli og drullusokka. Leikjavísir 29. ágúst 2023 11:13
Kynntu nýjan íslenskan leik á GamesCom Íslensku leikjaframleiðendurnir Joon Van Hove og Torfi Ásgeirsson kynntu nýjasta leik þeirra á GamesCom ráðstefnunni í Þýskalandi í síðustu viku. Leikurinn heitir Phantom Spark og er kappakstursleikur sem gefa á út snemma á næsta ári. Leikjavísir 28. ágúst 2023 12:11
Dælan hefur göngu sína Þátturinn Dælan hefur gengu sína á Gametíví í kvöld. Um er að ræða þátt sem er að stærstum hluta stjórnað af þeim sem sjáum um útvarpsþáttinn Grjótið á FM957. Leikjavísir 16. ágúst 2023 17:21
Nicki Minaj og Snoop Dogg mögulegar drápsvélar í skotleik Rappararnir Snoop Dogg og Nicki Minaj bætast við sem karakterar í nýjustu seríu tölvuleikjanna Call of Duty: Modern Warfare II og Call of Duty: Warzone 2. Leikjavísir 28. júlí 2023 09:35
Hafa selt yfir fjörutíu milljón PS5 tölvur Sony tilkynnti í dag að fyrirtækið væri búið að selja yfir fjörutíu milljón Playstation 5 leikjatölvur. Fyrirtækið hóf sölu á leikjatölvunum í nóvember árið 2020 og gekk framleiðslan frekar brösuglega fyrst um sinn. Nú sé þó framleiðslan komin á strik og hægt að sinna eftirspurninni. Viðskipti erlent 27. júlí 2023 15:32
Dúós: Keyrði í sýndarveruleika og hnerraði í gleraugun Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels til að aðstoða sig við að læra. Í sjöunda þætti Dúós kíktu strákarnir á bílaleikinn Gran Turismo í sýndarveruleika. Leikjavísir 27. júlí 2023 09:01
Setti heimsmet og stýrði FH í meira en þrjár aldir Pólskur maður að nafni Pawel Sicinski komst nýverið í heimsmetabók Guinness fyrir lengsta spilatíma í tölvuleiknum Football Manager. Lengst af stýrði hann liði Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Innlent 21. júlí 2023 11:47
Dúós: Kostuleg keppni í Gang Beasts Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels til að aðstoða sig við að læra. Í sjötta þætti Dúós kíktu þeir félagar á partíleikinn Gang Beasts en óhætt er að segja að aðfarir þeirra hafi verið kostulegar. Leikjavísir 20. júlí 2023 09:00
Microsoft og Sony semja um Call of Duty Forstjóri leikjadeildar Microsoft tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst við forsvarsmenn Sony um Call of duty, leikina vinsælu. PlayStation eigendum verður áfram tryggður aðgangur að leikjunum, jafnvel þó Microsoft, sem framleiðir xBox leikjavélarnar, kaupir Activision Blizzard, eins og í stefnir. Viðskipti erlent 17. júlí 2023 09:02
Reyna aftur að stöðva samruna Microsoft og Activision Samkeppniseftirlit Bandaríkjanna áfrýjaði í gær úrskurði dómara um að Microsoft mætti kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Samruninn yrði sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins. Viðskipti erlent 13. júlí 2023 11:59
Dúós: Pétur Jóhann reyndi að spila Call of Duty Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós. Leikjavísir 13. júlí 2023 09:02
Fá grænt ljós á stærsta samruna leikjaiðnaðarins Microsoft fékk í gær grænt ljós á að ganga frá 69 milljarða dala kaupum fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Samruninn verður sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum mun Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch, World of Warcraft og Candy Crush. Viðskipti erlent 12. júlí 2023 10:40
Synapse: Hugarorkan ræður ríkjum í Sýndarveruleika Synapse, nýjasti sýndarveruleikaleikur PSVR2, sýnir mátt tækninnar gífurlega vel. Hann er hraður og skemmtilegur, þó hann geti verið einsleitur á köflum. Í Synapse fær maður að fleygja hlutum og óvinum til og frá með hugarorkunni, skjóta óvini með byssum eða sprengja þá í loft upp. Leikjavísir 12. júlí 2023 08:45
Dúós: Pétur lét reyna á taugarnar Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós. Leikjavísir 29. júní 2023 09:00
Final Fantasy XVI: Guðir berjast í sjónrænu ævintýri Final Fantasy leikjaserían er ein þeirra elstu og vinsælustu í heimi. Nýjasti leikurinn, sem ber nafnið Final Fantasy XVI, er stútfullur af sjónrænum og skemmtilegum hasar. Bardagakerfi leiksins og hasarinn heldur leiknum á lofti, sem er á köflum frekar hægur. Leikjavísir 29. júní 2023 09:00
Dúós: Pétur Jóhann unir sér í óreiðunni Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós. Leikjavísir 22. júní 2023 09:01
Djöfulóð Whoopi vill fá djöfulinn í tölvuna Whoopi Goldberg, leikkona, er brjáluð út í tölvuleikjaframleiðandann Blizzard vegna þess að nýjasti leikur fyrirtækisins, Diablo IV, kom ekki út fyrir Mac-tölvur líkt og fyrri leikir seríunnar. Leikjavísir 19. júní 2023 21:28
Dúós: Pétur Jóhann kíkir á hryllinginn Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós. Leikjavísir 15. júní 2023 09:00
Stiklusúpa: Allt of stórt leikjahaust í vændum Viðburðinum Summer game fest lýkur í dag en hann hafa margir af helstu leikjaframleiðendum heims, og aðrir minna þekktir, notað til að sýna þá leiki sem gefnir verða út á næstunni. Óhætt er að segja að mikið verði um að vera í leikjaspilun í haust. Leikjavísir 13. júní 2023 14:43
Dúós: Pétur Jóhann reynir fyrir sér í tölvuleikjum Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós. Leikjavísir 8. júní 2023 09:00
The Lord of the Rings Gollum: Versti leikur ársins, hingað til Góðir leikir fá mann oft til að hugsa. Oftast um það hvað allt er ömurlegt og hvað það sökkar að geta ekki galdrað, stýrt einhverju með hugarorkunni eða af hverju ég fæ bara ekki að ráða öllu, svo eitthvað sé nefnt. Svo eru leikir eins og Gollum, sem fá mann til að hugsa: „Spilaði enginn þennan leik áður en þeir gáfu hann út?“ Leikjavísir 2. júní 2023 08:45
Biðjast afsökunar á afleitum Gollum-leik Framleiðendur tölvuleiksins Hringadróttinssaga: Gollum hafa beðið aðdáendur afsökunar á leiknum sem virðist haldinn mýmörgum göllum. Grafík leiksins er með eindæmum léleg. Leikjavísir 30. maí 2023 18:00
Spider-Man, Snake og margir aðrir í stiklusúpu Sony Sony hélt í gær kynningu fyrir þá tölvuleiki sem stúdíó fyrirtækisins eru að vinna að auk, þess sem sýndir voru leikir annarra fyrirtækja sem munu koma út fyrir PlayStation 5 á næstu mánuðum og árum. Leikjavísir 25. maí 2023 16:57
Allir spila með Babe Patrol Stelpurnar í Babe Patrol ætla að verja síðasta streyminu fyrir sumarfrí með áhorfendum sínum. Þá munu áhorfendur geta barist við stelpurnar í einkaviðureign í Warzone 2. Leikjavísir 17. maí 2023 20:31
Kattaslagur í beinni Bræður munu berjast, og kettir líka, í streymi GameTíví í kvöld. Strákarnir munu ferðast milli heima og kíkja til Tamriel í Elder Scrolls Online. Þar berjast strákarnir í hópi sem kallast Clueless Crusaders og eru þeir flestir kettir sem kallast Khajiit. Leikjavísir 15. maí 2023 19:30
Star Wars Jedi: Survivor - Enn einn góður en ókláraður leikur Jedi-riddarinn Cal Kestis er snúinn aftur en kannski aðeins of snemma. Leikurinn hefði þurft lengri framleiðslutíma og þá sérstaklega PC útgáfa hans. Jedi Survivor er þó skemmtilegur leikur sem ég sé ekki eftir að hafa spilað til enda. Leikjavísir 11. maí 2023 11:41
Starfsmenn CCP fögnuðu tuttugu árum af EVE EVE Online fagnar 20 ára afmæli í dag en af því tilefni var boðað til veislu í höfuðstöðvum CCP í Grósku í Vatnsmýri í seinni partinn gær þar sem fyrrverandi og núverandi starfsmenn komu saman til að fagna þessum tímamótunum. Lífið 6. maí 2023 15:06