The Lazarus Project: Aftur og aftur og aftur...og einu sinni enn Stöð 2+ hefur nú opnað streymið á bresku þáttaröðinni The Lazarus Project. Hún fjallar um George, sem óvænt er dreginn inn í atburðarás sem fæstir í heiminum vita að á sér stað: Leynileg bresk ríkisstofnun er trekk í trekk að spóla tilveru okkar til baka um sex mánuði, án þess að nokkur viti af. Gagnrýni 11. mars 2023 11:52
Leikstýrði risa kynsvalli í Exit: Hundrað naktar konur og tuttugu naktir menn Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri leikstýrði tveimur þáttum í þriðju þáttaröð af hinum geysivinsælu norsku Exit þáttunum. Gísli lýsir súrrealískum aðstæðum við gerð þáttana og nefnir dæmi um hundrað manna kynsvall þar sem strap on kom við sögu. Lífið 11. mars 2023 09:28
Hita upp fyrir Óskarsverðlaunin Dóra Júlía Agnarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir ætla að fylgja lesendum Vísis í gegnum Óskarinn á sunnudaginn. Þær, ásamt Samúel Karli Ólasyni, þjófstörtuðu gleðinni með stórskemmtilegum upphitunarþætti sem sjá má hér að neðan. Lífið 11. mars 2023 07:00
Missti son sinn út af Basic Instinct Leikkonan Sharon Stone segist hafa misst forræði yfir syni sínum í forræðisdeilu vegna atriðis í kvikmyndinni Basic Instinct. Hún segir áreitið eftir að myndin kom út hafa verið gífurlegt. Lífið 10. mars 2023 22:02
Lineker út í kuldann vegna ummæla á samfélagsmiðlum Gary Lineker, fyrrverandi framherji enska landsliðsins, Barcelona, Leicester City og Tottenham Hotspur, hefur undanfarið ár stýrt Match of the Day, vinsælasta knattspyrnuþætti Bretlandseyja. Hann mun ekki stýra þætti morgundagsins þar sem hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi vegna ummæla á samfélagsmiðlum. Enski boltinn 10. mars 2023 19:01
Síðasta vídeóleigan í bænum lokar dyrunum Þau tíðindi verða í lok mánaðar þegar síðasta kvikmyndaleigan í fullum rekstri lokar dyrum sínum. Um er að ræða Aðalvideoleiguna við Klapparstíg þar sem Reynir Maríuson hefur staðið vaktina í á fjórða áratug. Lífið 10. mars 2023 09:59
Verður ekki með hárkollu eða augnmálningu á næstu sýningu Madama Butterfly Leikarinn Arnar Dan Kristjánsson, sem leikur í uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly, segist ekki ætla að vera með hárkollu eða augnmálningu á næstu sýningu verksins á laugardaginn - hárkollu og augnmálningu sem séu til þess fallin að líkja eftir kynþætti. „Aldrei aftur“. Lífið 10. mars 2023 08:53
Robert Blake er látinn Bandaríski leikarinn Robert Blake, sem var á sínum tíma ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni en sýknaður, er látinn. Blake varð 89 ára gamall. Erlent 10. mars 2023 07:27
„Sé mig ekki fyrir mér gera neitt annað“ Kári Egilsson er 20 ára gamall tónlistarmaður sem byrjaði sjö ára gamall að æfa á píanó og hefur ekki litið til baka síðan. Kári var að senda frá sér plötuna Palm Trees In The Snow en blaðamaður tók á honum púlsinn og fékk að heyra nánar frá sköpunargleðinni og tónlistinni. Tónlist 10. mars 2023 06:01
„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. Innlent 9. mars 2023 19:30
Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2023 Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu en fjölbreyttur hópur ólíks tónlistarfólks er tilnefnt í ár. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi, Hörpu, miðvikudaginn 22. mars næstkomandi. Kynnar á verðlaunahátíðinni verða leik- og söngdrottningin Selma Björnsdóttir og rapparinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson (Króli). Tónlist 9. mars 2023 16:46
Blómstrandi barnamenning Barnamenning hefur verið með miklum blóma hér á landi á undanförnum árum. Til stendur að gera enn betur á því sviði með þingsályktunartillögu um eflingu barnamenningar sem nú liggur fyrir Alþingi. Skoðun 9. mars 2023 16:01
Haraldur gefur út tónlistarmyndband Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. Tónlist 9. mars 2023 13:19
Saka Íslensku óperuna um rasisma Fólk af asískum uppruna búsett á Íslandi hefur undanfarna daga gagnrýnt uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Leikarar og söngvarar verksins eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. Innlent 9. mars 2023 10:09
Topol er látinn Ísraelski leikarinn Chaim Topol, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Tevye í stórmyndinni Fiðlarinn á þakinu frá árinu 1971, er látinn. Hann varð 87 ára gamall. Lífið 9. mars 2023 09:05
Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. Innlent 9. mars 2023 08:00
Racial Stereotypes in the Icelandic Opera The state-funded Icelandic Opera has staged a production of “Madama Butterfly” from March 4- March 26. Written and composed by Puccini in 1904, this work centers around the relationship between a white US Naval officer and a 15-year old Japanese girl that he impregnates. Skoðun 9. mars 2023 07:31
Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. Innlent 8. mars 2023 16:41
Gerður Kristný, Kristín Svava og Arndís hlutu Fjöruverðlaunin 2023 Rithöfundarnir Gerður Kristný, Kristín Svava Tómasdóttir og Arndís Þórarinsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Þau voru afhent í sautjánda sinn við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal ráðhússins í Reykjavík í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Menning 8. mars 2023 14:45
Frumsýning á afmælismyndbandi söngleiksins Níu líf Vísir frumsýnir hér glænýtt myndband úr sýningunni Níu líf í tilefni þriggja ára afmælis þessarar farsælu sýningar. Lífið 8. mars 2023 12:09
Öllum starfsmönnum Listdansskóla Íslands sagt upp Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur. Innlent 8. mars 2023 06:39
Brjóstin urðu fræg á augabragði Hildur Hákonardóttir hefur með sanni farið eigin leiðir og rutt brautina í listheiminum hérlendis en með listsköpun sinni segir hún gjarnan sögur og er þekkt fyrir pólitísk verk sín. Hildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún veitir innsýn í sögurnar á bak við listaverkin á yfirlitssýningu verka hennar, Rauður þráður, á Kjarvalsstöðum. Menning 8. mars 2023 06:01
Þessi spila á Aldrei fór ég suður Ragga Gísla, FM Belfast og Bríet eru á meðal þeirra tónlistarmanna sem fram koma á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði 7.-8. apríl næstkomandi. Tónlist 7. mars 2023 20:23
Verbúðin tilnefnd sem besta handrit eftir allt saman Handritið að sjónvarpsþáttunum Verbúðin verður tilnefnt til Edduverðlauna eftir allt saman. Þetta er niðurstaða kjörnefndar Edduverðlaunanna. Menning 7. mars 2023 17:02
Diljá spáð áfram í úrslitin Íslenska framlaginu í Eurovision er nú spáð 24. sæti í keppninni. Afar líklegt er að Diljá komist í gegnum undankeppnina þar sem einungis sex löndum í okkar riðli er spáð betra gengi í keppninni. Lífið 7. mars 2023 12:05
Setja upp söngleik um tónlist Sálarinnar: „Elska gamla tónlist“ Söngleikur Verzlinga að þessu sinni fjallar um tónlist hljómsveitarinnar Sálarinnar hans Jóns Míns. Lífið 7. mars 2023 10:30
Avril Lavigne og Tyga opinbera ástarsamband með kossi í París Pönkprinsessan Avril Lavigne og rapparinn Tyga eru nýjasta par Hollywood. Parið opinberaði samband sitt með kossi á tískuvikunni í París í gær. Lífið 7. mars 2023 10:25
„Planið er að yfirtaka Ísland“ Vinsælum verkum listamannsins Juan fjölgar sífellt hér á landi en skreytingar hans á veggjum, grindverkum og húsum hafa vakið mikla athygli. Verk hans er að finna víða á landinu og leitar hann stöðugt að lausu plássi. Markmiðið er að eiga verk alls staðar og halda áfram að stækka. Lífið 7. mars 2023 08:00
Biður papparassa að láta Willis í friði Eiginkona stórleikarans Bruce Willis hefur beðið papparassa og fréttamenn um að láta eiginmann hennar í friði. Hann var nýverið greindur með framheilabilun. Lífið 6. mars 2023 22:54
Valnefnd handrita beðin um að skoða Verbúð upp á nýtt Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur falið framkvæmdastjóra að kalla valnefnd í flokknum handrit ársins til starfa til að meta hvort tilnefna eigi Verbúðina fyrir handrit ársins. Stjórn harmar að málið hafi komið upp. Lífið 6. mars 2023 16:54