Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Með­limur BTS hefur her­þjálfun

Hinn þrjátíu ára gamli Jin, elsti meðlimur suður-kóresku K-pop sveitarinnar hefur nú hafið herþjálfun þar í landi. Jin er fyrsti meðlimur sveitarinnar til þess að hefja þjálfun í kjölfar herkvaðningar.

Tónlist
Fréttamynd

Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“

„Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt

Lag dagsins er mögulega ekki sérstaklega jólalegt, en það er allt í lagi því það hefur svo margt annað sem vegur upp á móti því. Það er varla til sá Íslendingur sem ekki hefur á einhverjum tímapunkti dillað sér við þetta lag, hið eina sanna Skólarapp.

Jól
Fréttamynd

„Eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja“

„Móðir mín fór til spákonu og spákonan sagði að dóttir hennar yrði listakona. Þannig að mamma sendi mig strax í myndlist, sem er dálítið fyndið,“ segir listakonan, ljósmyndarinn og leikstjórinn Anna Maggý en hún er viðmælandi í þessum nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Bestu lög ársins að mati Binna Glee

Tónlistarárið 2022 var bæði fjölbreytt og viðburðaríkt. Hérlendis sló ýmislegt í gegn, allt frá endurgerð á sígildum dægurlögum yfir í rappið, og var að öllum líkindum eitthvað sem féll í kramið hjá hverjum og einum. Lífið á Vísi heyrði í nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að segja hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“

Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hefur kætt íslensk börn í rúmlega tuttugu og fimm ár. Hann er hvergi nær hættur, því þessa dagana eru hann og Felix með jólasýningu í Gaflaraleikhúsinu. Auk þess hefur Gunnar gefið út hverja metnaðarfullu barnabókina á fætur annarri og nefnist nýjasta bók hans Bannað að ljúga. Gunni er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Þveröfug þróun hvað jólapóstinn varðar í Ásmundarsal

Pósthúsum og bréfasendingum hefur fækkað undanfarin ár en fyrir þessi jól hefur orðið þveröfug þróun í Ásmundarsal. Þar hefur Pósturinn opnað pósthús sem hluta af árlegri jólasýningu salarins. Jólapósthúsið sendir gesti aftur í tímann með leikmynd og ljósum og þaðan er líka hægt að senda jólakort hvert á land sem er. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­hefð­bundin jól í Chile: „Vorum því­líkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“

Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Móðir Cher er látin

Georgia Holt, móðir söngkonunnar Cher, er látin, 96 ára að aldri. Mæðgurnar voru mjög nánar en árið 2014 gerði Cher heimildarmynd um móður sína. 

Lífið
Fréttamynd

Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár

Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar.

Innlent
Fréttamynd

P!nk með vinsælasta lagið

Tónlistarkonan P!nk situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið sitt „Never Gonna Not Dance Again“. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp listann undanfarnar vikur og er þetta í fyrsta skipti í dágóðan tíma sem hún er mætt á toppinn.

Tónlist
Fréttamynd

Sonur Tinu Turner er látinn

Ronnie Turner, sonur Ike og Tinu Turner, er látinn, 62 ára að aldri. Ekki er vitað hvað dró hann til dauða en hann hafði glímt við ýmsa heilsukvilla síðustu ár. 

Erlent
Fréttamynd

Glæpamenn geta líka verið „woke“

Jón Atli Jónasson var að senda frá sér hörkukrimma sem heitir Brotin. Þetta er harðsoðin glæpasaga og ef að er gáð er umfjöllunarefnið ef til vill ekki svo ýkja fjarri þeim íslenska veruleika sem við blasir. Höfundurinn er í það minnsta á því að þetta sé raunsæi.

Menning