Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Bubbi vísaði keppanda út: „Ég ætla að skila þér“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens var, eins og frægt er, einn af dómurunum þremur í fyrstu þáttaröðum Idol Stjörnuleitar. Bubbi var ekki þekktur fyrir það að fara mjúkum höndum um keppendur. Hann lét þá alltaf vita hvað honum fannst, sama hvort þeir voru góðir, lélegir eða „lala“, eins og hann orðaði það.

Lífið
Fréttamynd

Íslensku tröllin í aðalhlutverki í nýrri ævintýramynd

Í nýrri stiklu fyrir fjölskyldu- og ævintýramyndina Jólamóðir eru kynntir til leiks landsþekkir karakterar og þjóðargersemi, íslensku tröllin. Um leikstjórn sá hinn 27 ára gamli Jakobs Hákonarsonar, sem spreytir sig á stóra tjaldinu í fyrsta skiptið.

Jól
Fréttamynd

Ganga gapandi inn í Eldborg

Sjö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir til landsins í tengslum við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Hörpu annað kvöld. Leikstjóri einnar vinsælustu kvikmyndar ársins og leikari úr Game of Thrones eru á meðal alþjóðlegra stórstjarna sem verða viðstaddar. Listrænn stjórnandi segir áhorfendur mega eiga von á óvæntum uppákomum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Íslensk listakona á Art Basel í Miami

„Ég er alltaf jafn hissa þegar ég fæ þessi tækifæri, það er algjör heiður að fá að taka þátt á þessari hátíð,“ segir listakonan María Guðjohnsen í samtali við blaðamann en María tók á dögunum þátt í listahátíðinni Art Basel í Miami. Hátíðin er ein stærsta sinnar tegundar í listheiminum en María er búsett í New York þar sem hún sinnir listsköpuninni af fullum krafti.

Menning
Fréttamynd

Táraðist yfir jóla­gjöfinni frá eigin­manninum

Það er óhætt að segja að það sé brjálað að gera hjá tónlistarkonunni Margréti Eir í aðdraganda jólanna. Fyrir utan það að vera að fara syngja á hinum ýmsu jólatónleikum, þá ætlar hún sér að baka yfir sex sortir af smákökum fyrir jólin. En það er einmitt baksturinn sem hringir inn jólin fyrir Margréti. Margrét Eir er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Elskar að henda sér út í djúpu laugina

„Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar.

Menning
Fréttamynd

Bókaþjóðin elskar Birgittu

Salan á barnabókum söngkonunnar Birgittu Haukdal er nú þegar orðin 20 þúsund eintök. Í stefnir að hún muni selja 30 þúsund eintök áður en þessi vertíð er á enda, sem er fáheyrt. Sjálf bókaþjóðin elskar Birgittu.

Menning
Fréttamynd

„Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“

Hún byrjaði að skreyta í október, vekur börnin sín upp með jólalögum og veit fátt dásamlegra en jólahátíðina. Söngkonan og jólakúlan Selma Björns talar um hefðirnar, ástina og allt jólaskrautið, sem hún líkir við gamla góða vini. 

Jól
Fréttamynd

Mest spiluðu lögin á Spotify árið 2022

Streymisveitan Spotify gaf á dögunum út yfirlit af tónlistarárinu 2022 hjá hverjum og einum og hafa tónlistarunnendur því verið duglegir að deila sínum mest spiluðu lögum á samfélagsmiðlum. Samhliða því birti Spotify lista yfir 50 mest spiluðu lög ársins á veitunni undir heitinu „Top Tracks of 2022“.

Tónlist
Fréttamynd

Besta jóla­gjöfin var bón­orð á að­fanga­dag

Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Leikkonan Kirstie Alley er látin

Leikkonan Kirstie Alley er látin eftir baráttu við krabbamein. Hún var 71 árs. Alley var einna þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers, Look Who's Talking myndunum og fyrir að tilheyra Vísindakirkjunni.

Lífið