Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Smile: Brostu, þú ert að fara að deyja

Kvikmyndin Smile vakti athygli á dögunum fyrir eitthvað allt annað en innihald sitt, heldur var það hugvitasamleg markaðsherferð sem var á allra vörum. Myndin sjálf kom svo í kvikmyndahús í þar síðustu viku. En er eitthvað vit í þessu öllu saman?

Gagnrýni
Fréttamynd

Bríet í fyrsta sæti Íslenska listans

Íslenska stórstjarnan Bríet situr á toppi Íslenska listans í þessari viku með ábreiðu af laginu Dýrð í dauðaþögn en lagið hefur verið á leið upp listann að undanförnu.

Tónlist
Fréttamynd

Ísland alltaf kallað hana aftur heim

Listakonan Temma Bell er stödd á Íslandi um þessar mundir en í dag opnar mæðgnasýningin „HEIM“ þar sem sýnd verða verk eftir hana og móður hennar, Louisu Matthíasdóttur, í nýju sýningarrými í Listheimum. Blaðamaður hitti Temmu í kaffi og fékk að heyra nánar frá listinni, lífinu og órjúfanlegum tengslum hennar við Ísland.

Menning
Fréttamynd

„Platan varð eiginlega óvart til“

„Platan varð eiginlega óvart til,“ segir söngvarinn Aron Hannes Emilsson í samtali við Vísi. Hann var að gefa út plötuna Twenties í dag og nýlega varð hann einnig faðir. Hann segir plötuna vera yfirferð á fyrri helming þrítugsaldursins þar sem hann fer yfir ástina, hugsanir, heimþrá og óöryggið.

Lífið
Fréttamynd

Lag sem leitar að tilgangi lífsins

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lag sem ber nafnið Nýr heimur. Lagið er titillag fjórðu seríu ÉG BÝÐ MIG FRAM, sem verður frumsýnd 11. nóvember í Tjarnarbíói. Laginu er lýst sem léttu og skemmtilegu danslagi sem þó er innihalds- og áhrifaríkt og fjallar um að finna tilgang lífsins.

Tónlist
Fréttamynd

Japanska tón­skáldið Toshi Ichi­y­anagi látinn

Japanska tónskáldið Toshi Ichiyanagi, sem þekktur var fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar, er látinn, 89 ára að aldri. Ichiyanagi var eiginmaður listakonunnar Yoko Ono á árunum 1956 til 1962 og störfuðu þau meðal annars saman að listsköpun.

Menning
Fréttamynd

Stundaði kynlíf ömmu sinni til heiðurs

„Við stunduðum kynlíf fyrir framan arineldinn þér til heiðurs,“ sagði athafnakonan Kim Kardashian við ömmu sína MJ í nýjasta þættinum af  The Kardashians. Ömmu hennar brá heldur betur í brún þar til hún fékk staðfest að það hafi verið inni á hótelherbergi en ekki í anddyri hótelsins. 

Lífið
Fréttamynd

Koma Ísa­firði á kort kvik­mynda­gerða­manna

Piff hátíðin (Pigeon International Film Festival) hefst í Ísafjarðarbíói í dag og stendur fram á sunnudagkvöld. Opnunarhátíðin hefst kl. 17 og strax á eftir verður sýnd bútanska myndin Lunana: Yak in the classroom sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin nú í febrúar.

Lífið
Fréttamynd

The Devil Wears Prada nostalgía á rauða dreglinum

Leikkonan Anne Hathaway rifjaði upp gamla takta úr kvikmyndinni The Devil Wears Prada þegar hún mætti klædd eins og persónan Andy Sachs á tískusýningu. Nú hefur leikkonan greint frá því að líkindin hafi átt sér stað fyrir slysni.

Lífið
Fréttamynd

Rétturinn til að standa á sviði

Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða atvinnukona í fimleikum. Ég lagði mig alla fram við að æfa fimleika en sú stund rann upp að ég fór að dragast aftur úr jafnöldrum mínum. Því voru foreldrar mínir og þjálfari tilneydd að setjast niður með mér og taka erfitt samtal um að því miður væri ekki mögulegt fyrir mig að keppa í hópi ófatlaðra jafnaldra minna í framtíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland

Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er með orkideur á heilanum”

JFDR – er listamannsnafn Jófríðar Ákadóttur, en tilkynnt var í dag um að hún hafi skrifað undir útgáfusamning við breska útgáfufyrirtækið Houndstooth.

Albumm
Fréttamynd

Hulunni loksins svipt af Húgó

Maðurinn á bak við Húgó var afhjúpaður í samnefndum þáttum á Stöð 2 í kvöld. Mikil leynd hefur ríkt yfir því hver sé á bak við grímuna hjá tónlistarmanninum sem kom fram á sjónarsviðið í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Blake Shelton hættir í The Voice

„Ég hef tekið ákvörðun um að tími sé kominn fyrir mig að hætta í The Voice eftir næstu seríu,“ sagði kántrí söngvarinn Blake Shelton í tilkynningu. Það er óhætt að segja að þættirnir hafi breytt lífi hans en í þeim kynntist hann meðal annars núverandi eiginkonu sinni Gwen Stefani.

Lífið
Fréttamynd

„Heiðarlegur viðburður sem skiptir máli“

Stærsta listamessa landsins opnar næstkomandi föstudag á Korpúlfsstöðum og ber nafnið Torg. Þangað koma um tólf þúsund gestir á ári hverju en viðburðurinn er á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, með stuðningi Reykjavíkurborgar.

Menning