Kvenkyns rokkarar slá til ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta Hljómsveitirnar Mammút og Kælan Mikla tilkynntu á dögunum tónleika sem haldnir verða í Gamla Bíói 16. september næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem böndin taka höndum saman þar sem þau munu spila það helsta af sínum ferlum í kraftmikilli, þungri og ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta. Blaðamaður tók púlsinn á Ásu Dýradóttur í Mammút. Tónlist 5. ágúst 2022 10:01
Stuðlabandið springur út í Brasilíu Hljómsveitin Stuðlabandið vakti athygli á Kótelettunni nú í júlí þegar þeir tóku hið sígilda barnalag Í larí lei og allt ætlaði um koll að keyra en atriðið var tekið upp á myndband sem birtist á vefsíðunni Youtube. Lagið er upphaflega gefið út af brasilísku tónlistarkonunni XUXA og heitir Ylarie en í kjölfar óvæntrar atburðarrásar birti hún myndbandið af Stuðlabandinu á Instagram síðu sinni. Blaðamaður heyrði í Fannari Frey meðlim Stuðlabandsins. Tónlist 4. ágúst 2022 17:01
„Hér munu hlutir fæðast“ Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar svokallað pop-up stúdíó og gallerí að Bankastræti 12. Hún fagnaði þrítugs afmæli sínu í síðustu viku og í tilefni af því mun hún halda sameiginlegt afmælisteiti og opnun á galleríinu í dag frá klukkan 17:00-20:00. Blaðamaður tók púlsinn á Júlíönnu og fékk að heyra nánar frá. Menning 4. ágúst 2022 11:01
Under the Banner of Heaven: Harmleikur í mormónabyggðum Ung móðir (Brenda) og 18 mánaða barn hennar finnast hrottalega myrt í bænum Rockwell í mormónabyggðum Utah. Eiginmaður hennar er strax grunaður um ódæðið en ekki líður að löngu uns lögreglumennirnir Jeb Pyre (Andrew Garfield) og Bill Taba (Gil Birmingham) átta sig á að málið er langt frá því að vera jafn einfalt og það virtist í upphafi. Gagnrýni 4. ágúst 2022 07:54
„Hin lifandi list er auðvitað bara lífið sjálft“ Listmálarinn Margrét Jónsdóttir stendur fyrir sýningunni ÓBÆRILEGUR LÉTTLEIKI TILVERUNNAR í Gallerí Gróttu. Í list sinni er hún stöðugt að túlka það sem hún skynjar í umhverfinu, þjóðfélagsstöðu sinni og samfélaginu. Menning 3. ágúst 2022 15:45
Ólga vegna nýrrar tónlistar Beyoncé Beyoncé gaf út plötuna „Renaissance“ nú á dögunum en ekki hafa allir verið sáttir við lög plötunnar. Beyonce hefur neyðst til þess að breyta tveimur lögum á nýju plötunni og hefur Monica Lewinsky nú blandað sér í málið. Lífið 3. ágúst 2022 14:30
Þegar sextán ára Harry Styles heillaði heimsbyggðina Harry Styles er í dag einn vinsælasti tónlistarmaður jarðarinnar. Hann er sem stendur á alheimstónleikaferðalagi og er uppselt á alla tónleika Styles Lífið 3. ágúst 2022 10:32
Stórmynd um Leðurblökustúlkuna nánast tilbúin en kemur aldrei út Yfirmenn hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Warner Bros. hafa ákveðið að kvikmyndin um Leðurblökustúlkuna (e. Batgirl) verði aldrei gefin út. Stjörnum prýtt lið leikara hefur þegar lokið tökum á myndinni. Bíó og sjónvarp 3. ágúst 2022 09:16
„Mikilvægt að þetta komi allt frá persónulegum og berskjölduðum stað“ Aron Ingi Davíðsson vakti athygli sem einn af eigendum og meðlimum Áttunnar á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en Aron flutti meðal annars til Los Angeles til að læra leikstjórn og handritsgerð við New York Film Academy. Nú vinnur hann að því að skrifa þáttaseríu með framleiðslufyrirtækinu ZikZak þar sem Sigurjón Sighvatsson er yfirframleiðandi en um er að ræða unglingaseríu sem kemur inn á ýmis málefni og byggir á persónulegri reynslu. Blaðamaður tók púlsinn á Aroni Inga. Lífið 3. ágúst 2022 07:00
Auglýsti nýja plötu í dalnum með QR kóða Daníel Dagur Hermannsson, jafnan þekktur sem Danjel, er sextán ára tónlistarmaður og rappari sem var að gefa út EP plötuna Óregla. Blaðamaður tók púlsinn á Daníel. Tónlist 2. ágúst 2022 16:01
Húgó afhjúpaður Maðurinn á bak við Húgó verður afhjúpaðir í haust í nýrri þáttaröð á Stöð 2. Tónlistarmaðurinn kom fram á Þjóðhátíð í bol merktum stöðinni ásamt dagsetningunni 28. september sem vakti upp margar spurningar en nú hefur verið staðfest að þátturinn fer í loftið þann dag. Lífið 2. ágúst 2022 14:00
russian.girls taka lagið í beinni Annað myndbandið úr nýrri seríu frá útvarp 101 og Stúdíó Sýrlandi er nú frumsýnt hér á Vísi en í myndbandinu tekur hljómsveitin russian.girls lagið Hundrað í hættunni í beinni. Lífið 2. ágúst 2022 13:00
Fjórar stjörnur Sex Education snúa ekki aftur Fjórar leikkonur hafa tilkynnt að þær muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu hinna sívinsælu þátta Sex Education. Auk aðalpersónanna Ola og Lily, sem fengu stórt hlutverk í þriðju seríunni, verða Olivia Hanan og kennarinn Miss Emily ekki með í fjórðu seríunni. Bíó og sjónvarp 2. ágúst 2022 11:03
„Stund sem ég mun aldrei gleyma“ Þjóðhátíðargestir pakka nú saman eftir fjölmenna og langþráða hátíð. Magnús Kjartan Eyjólfsson, sem stýrði brekkusöngnum í Herjólfsdal í gær segir að stemningin hafi verið ótrúleg og greinilegt að biðin eftir brekkusöng án takmarkana var langþráð. Innlent 1. ágúst 2022 12:57
Nichelle Nichols er látin Leikkonan Nichelle Nichols er látin 89 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa leikið liðsforingjann Nyota Uhura í upprunalegu Star Trek þáttunum á árunum 1966 til 1969 og svo í sex myndum um áhöfn USS Enterprise. Lífið 31. júlí 2022 21:24
Harmoníkkuhátíð á Borg í Grímsnesi alla helgina Mikið stuð og stemming er á Borg í Grímsnesi um helgina þar sem harmonikkusnillingar landsins eru komnir saman til að skemmta sér og öðrum. Harmonikkuböll eru haldin á kvöldin í félagsheimilinu og þess á milli er spilað saman á tjaldsvæðinu. Einnig er spilað á sög á svæðinu og á saxófóna. Innlent 30. júlí 2022 23:02
Þjóðhátíðarstemning á Íslenska listanum Af efstu fimm lögum Íslenska listans í þessari viku eru fjögur íslensk. Klara situr staðföst á toppi listans með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og má með sanni segja að Þjóðhátíðarstemningin sé að ná algjöru hámarki um helgina. Tónlist 30. júlí 2022 16:01
Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi Tónlist 30. júlí 2022 14:03
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted - Bleache, Fríða Dís og Albumm tónleikar! Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 30. júlí 2022 01:55
„Kveikir á streyminu, færð Helga inn í tjaldið, allir í stuði“ Þó að stór hluti þjóðarinnar þeysist nú landshlutanna á milli eru alltaf einhverjir sem ákveða að vera heima og taka því rólega yfir verslunarmannahelgina. Sá hópur er þó langt frá því að vera dæmdur til að sitja auðum höndum og láta sér leiðast. Lífið 29. júlí 2022 20:30
Harry Styles gerir fimm mynda samning við Marvel fyrir tugi milljóna Poppstjarnan og leikarinn Harry Styles hefur gert fimm mynda samning við Marvel sem gæti skilað honum allt að hundrað milljónum Bandaríkjadala. Styles mun fara með hlutverk Erosar í hinum umfangsmikla kvikmyndaheimi Marvel. Bíó og sjónvarp 29. júlí 2022 16:41
„Við munum gefa allt okkar í þetta“ Hljómsveitin Reykjavíkurdætur spilar á sinni fyrstu Þjóðhátíð um helgina en þær hafa átt viðburðaríkt sumar og spilað á tónleikum víðs vegar, bæði hérlendis og erlendis. Þær hlakka mikið til að spila fyrir Brekkugesti og eru sérstaklega spenntar fyrir því að áhorfendur skilji allt sem þær segja. Blaðamaður tók púlsinn á Steiney Skúladóttur, meðlim hljómsveitarinnar, og fékk að heyra frá stemningunni hjá stelpunum. Tónlist 29. júlí 2022 14:30
Brekkusöngur í miðbænum í kvöld Það er margt um að vera yfir verslunarmannahelgina en það verður ekki bara stuð og stemming úti á landi. Í miðborginni verður sungið í brekkunni í Ingólfsstræti þegar spænsk þjóðlagasveit syngur fyrir gesti barsins Spánska klukkan átta í kvöld. Lífið 29. júlí 2022 14:23
Boncyan gefur út ábreiðu af Þorparanum fyrir Versló Hljómsveitin Boncyan hefur gefið út ábreiðu af Þorparanum hans Pálma Gunnarssonar, svona rétt fyrir Verslunarmannahelgi. Sveitina skipa þremenningarnir Tom Hannay, frá Bretlandi, Janus Rasmussen og Sakaris Emil Joensen sem eru frá Færeyjum. Tónlist 29. júlí 2022 13:38
Sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð Lúðrasveit Vestmannaeyja er stofnuð árið 1939 af Oddgeiri Kristjánssyni og félögum. Sveitin hefur spilað á öllum þjóðhátíðum síðan og því sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Jarli Sigurgeirssyni, tónlistarmanni og stjórnanda Lúðrasveitarinnar, og fékk að heyra nánar frá atriði sveitarinnar. Tónlist 29. júlí 2022 12:00
Beyoncé sendir frá sér nýja plötu og þakkar aðdáendum sínum Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé var að senda frá sér sína sjöundu stúdíó plötu sem ber nafnið RENAISSANCE, eða Endurreisn. Er um að ræða sextán laga breiðskífu sem kom út á miðnætti og er þetta fyrsti hluti af þremur sem Beyoncé hyggst gefa út sem seríu. Tónlist 29. júlí 2022 11:00
Sömdu söngleik um Samherja og slógu Íslandsmet í plötuútgáfu Þrír ungir tónlistarmenn hafa í sumar gefið út átta plötur yfir átta vikna tímabil sem þeir segja vera Íslandsmet í plötuútgáfu yfir jafnlangt tímabil. Meðal platnanna átta er Samherji: The Musical sem inniheldur meðal annars lögin Kvótakóng og Arðrán. Menning 29. júlí 2022 07:15
„Fólkið sér að okkur finnst þetta jafn gaman og þeim“ FM95Blö verður meðal atriða á Þjóðhátíð í ár en strákarnir hafa verið reglulegir flytjendur á hátíðinni undanfarin ár. Blaðamaður heyrði í Auðunni Blöndal og fékk að taka púlsinn á honum rétt fyrir stóru stundina. Tónlist 28. júlí 2022 20:00
Ætlar að njóta hverrar einustu mínútu Tónlistarmaðurinn Hreimur hefur gefið út hvorki meira né minna en sex Þjóðhátíðarlög og þar á meðal er lagið Lífið er yndislegt sem flestir tengja óneitanlega alltaf við Þjóðhátíð. Hann kom fyrst fram á hátíðinni árið 1997 þegar Land og synir voru óþekkt hljómsveit. Hreimur hlakkar mikið til að Þjóðhátíð verði loksins aftur haldin nú um helgina. Tónlist 28. júlí 2022 15:00
Verslunarmanna Helgi Helgi Björnsson ætlar að rifja upp streymistaktana á laugardagskvöldið kemur og verður með landsmönnum í beinni frá Tjörninni á tónleikunum: „Verslunarmanna Helgi“. Lífið 28. júlí 2022 13:30