„Það er nú ekki flóknara en það“ Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er með frægari tónlistarmönnum okkar Íslendinga og á marga smelli að baki sér. Ásamt því að vera atvinnu rappari mun hann sinna hlutverki dómara í Idolinu sem fer af stað á Stöð 2 í vetur. Herra Hnetusmjör kemur fram á Þjóðhátíð í ár og segir að hátíðargestir megi búast við skemmtun á heimsmælikvarða. Tónlist 25. júlí 2022 13:01
Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. Lífið 25. júlí 2022 11:29
85 ára með glæsilegt minjasafn á Mánárbakka á Tjörnesi Hann lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að vera orðinn 85 ára og fer með gesti út um allt á safninu sínu á Mánárbakka á Tjörnesi. Hér erum við að tala um Aðalgeir Egilsson, sem á og rekur minjasafnið og tekur á móti fólki með bros á vör alla daga. Innlent 24. júlí 2022 20:05
Svarti pardusinn snýr aftur Í nótt gaf Marvel út stiklu fyrir kvikmyndina „Black Panther 2: Wakanda Forever.“ Myndin verður frumsýnd þann 11. nóvember næstkomandi. Bíó og sjónvarp 24. júlí 2022 16:53
Kennir háskólaáfanga út frá þróun tónlistarferils Harry Styles Brátt mun háskóli í Texas ríki í Bandaríkjunum bjóða upp á sagnfræðiáfanga sem einblínir á söngvarann Harry Styles. Kennarinn segir áfangann vera þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hefst hann á vorönn 2023. Lífið 24. júlí 2022 15:18
The Gray Man: Netflix kveikir í peningum Netflix var ekkert að tvínóna við hlutina þegar gefið var grænt ljós á nýja mynd Russo-bræðra, sem hafa verið stórtækir leikstjórar í Avengers-heiminum. Heilum 200 milljónum dollara var splæst á herlegheitin og það sést hvert þær fóru, í sprengingar. Gagnrýni 24. júlí 2022 14:56
Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. Erlent 24. júlí 2022 11:01
Köstuðu flöskum í Kid Cudi sem gekk af sviðinu Kid Cudi fékk ekki góðar móttökur á tónlistarhátíðinni Rolling Loud sem fer fram í Miami þessa dagana. Cudi gekk af sviðinu eftir að gestir hófu að kasta hlutum í hann. Lífið 23. júlí 2022 19:12
Sia er óstöðvandi Söngkonan Sia er mætt á Íslenska listann á FM957 með lagið Unstoppable í nýjum búning tónlistarmannsins R3HAB. Sia hefur verið virk í tónlistarheiminum síðastliðna tvo áratugi og slær ekki slöku við, því má með sanni segja að hún sé óstöðvandi eins og lagið gefur til kynna. Tónlist 23. júlí 2022 16:01
H.E.R. mun leika Fríðu Söngkonan Gabriella Sarmiento Wilson, betur þekkt sem H.E.R. mun fara með hlutverk Fríðu í sérútgáfu sjónvarpsstöðvarinnar ABC af klassísku Disney myndinni „Fríða og Dýrið.“ Bíó og sjónvarp 23. júlí 2022 13:04
Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. Tónlist 23. júlí 2022 12:30
Drekar og dýflissur í Geldingadölum í nýrri stórmynd Eldgosinu í Geldingadölum bregður fyrir í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina Dungeons & Dragons: Honor Among Thieves. Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi. Bíó og sjónvarp 22. júlí 2022 21:29
„Þegar við tókum síðan Í larí lei þá ætlaði allt um koll að keyra“ Hljómsveitin Stuðlabandið var að senda frá sér myndband frá Kótelettunni 2022 þar sem þeir taka lagið Í larí lei, sem Sigga Beinteins gerði ódauðlegt árið 1998 og er að finna á plötu hennar Flikk Flakk. Nú 24 árum síðar er lagið að ná nýjum hæðum og virtust tónleikagestir hæstánægðir með þetta lagaval Stuðlabandsins, þar sem allir sungu hátt og snjallt með. Tónlist 22. júlí 2022 14:30
Elvis leikkonan Shonka Dukure fannst látin á heimili sínu Leik- og tónlistarkonan Shonka Dukureh, sem fór með hlutverk Big Mama Thornton í nýrri mynd um Elvis, fannst látin á heimili sínu í gær. Lífið 22. júlí 2022 13:19
Stranger Things stjarna snýr aftur á Broadway Gaten Matarazzo gjarnan þekktur sem Dustin Henderson í sjónvarpsþáttunum „Stranger things“ snéri aftur á Broadway á dögunum sem Jared Kleinman í söngleiknum „Dear Evan Hansen.“ Lífið 22. júlí 2022 12:19
Skjaldbökudans, panflauta og nokkur þúsund Maríubænir Hljómsveitin XXX ROTTWEILER á fjöldann allan af lögum að baki sér og hefur komið fram víðs vegar um landið í gegnum árin. Sem dæmi er 21 ár síðan Rottweiler steig fyrst á svið í Herjólfsdalnum og er meðal atriða sem koma fram í ár. Blaðamaður tók púlsinn á Erpi Eyvindarsyni, jafnan þekktur sem Blaz Roca, meðlimi sveitarinnar. Tónlist 22. júlí 2022 11:31
„Við vorum bara siglandi þarna ofan á þeim, rappandi og hlæjandi“ Hljómsveitin Reykjavíkurdætur var að senda frá sér lagið Sirkús en þær munu frumflytja lagið fyrir Íslendinga á Þjóðhátíð um næstu helgi. Meðlimir sveitarinnar hafa átt viðburðaríkt sumar og komið mikið fram, bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á stelpunum og fékk að heyra nánar frá því. Tónlist 22. júlí 2022 10:01
Britney ber á Instagram Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum. Lífið 21. júlí 2022 23:36
Ólafur Ragnar Grímsson tengist Hælinu í Kristnesi „Eina læknisráðið var að veita sjúklingum gott húsaskjól, næringarríkan mat og frískt loft.“ Hér er verið að vitna í berklahælið á Kristnesi í Eyjafirði en þangað kemur fjöldi fólks til að skoða sýningu um sögu berklanna. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti kemur við sögu á safninu. Innlent 21. júlí 2022 21:04
Líður eins og stjörnu í Sarajevó Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi. Lífið 21. júlí 2022 18:31
Starfsmaður Law and order skotinn til bana Aðstoðarmaður á setti sívinsælu sjónvarpsþáttana „Law and Order: Organized Crime“ var skotinn til bana á setti í Brooklyn á þriðjudag. Erlent 21. júlí 2022 18:06
Styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, kynna nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni sérstaklega. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. Tónlist 21. júlí 2022 13:30
„Íslenska sumarið á sér auðvitað engan líkan og það kristallast í þessari helgi einu sinni á ári“ Tónlistarkonan Klara Eliaskemur fram í dalnum í ár en hún ætlar að hafa atriði sitt í anda sannrar kvöldvöku, með kassagítarinn með sér og söguleg Nylon lög á kantinum. Tónlist 21. júlí 2022 12:31
Rýnt í stiklu House of the Dragon HBO birti í gær nýja stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Drekar Targaryen-ættarinnar eru umfangsmiklir í stiklunni en þættirnir fjalla um mjög róstusamt tímabil í Westeros. Bíó og sjónvarp 21. júlí 2022 11:55
Stallone kallar framleiðanda Rocky sníkjudýr og vill hluta af réttindunum Sylvester Stallone krafði Irwin Winkler, framleiðanda Rocky-myndanna, nýlega um hlut af réttindum kvikmyndaseríunnar. Í færslu sem Stallone birti á samfélagsmiðlum nýverið lýsti hann Winkler sem sníkjudýri og hæfileikalausum. Lífið 21. júlí 2022 10:58
Risa kýr í smíðum í Eyjafirði Risa kýr er nú í smíðum á Kristnesi í Eyjafirði en það er hún Edda, sem er þrír metrar á hæð og fimm metra löng, smíðuð úr tveimur tonnum af járni. Edda verður til sýnis í Eyjafirði þegar smíði hennar verður lokið. Innlent 21. júlí 2022 09:32
Eitruð vinnustaðamenning krufin undir berum himni Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega. Menning 21. júlí 2022 08:51
Albumm heldur tónleika á Sirkus - Geimleikar! Albumm heldur sína fyrstu tónleika í langan tíma og það á flottasta stað bæjarins, Sirkus. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni á milli Albumm.is og Extreme Chill Festival en um ræðir sérstakt "showcase" fyrir hátíðina sem fer fram í Reykjavík dagana 6-9 október næstkomandi. Albumm 20. júlí 2022 19:31
Framherji Halifax yfirgefur liðið til að taka þátt í Love Island Jamie Allen, framherji Halifax Town sem leikur í fimmtu efstu deild Englands, hefur yfirgefið liðið á miðju undirbúningstímabili til að taka þátt í raunveruleikaþáttunum vinsælu, Love Island. Fótbolti 20. júlí 2022 17:30
„Legg til að fólk dusti rykið af Nylon textunum fyrir brekkuna“ Söngkonan Klara Elias frumsýnir síðasta myndbandið í röð órafmagnaðra Þjóðhátíðarlaga hér á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 12:30. Tónlist 20. júlí 2022 16:00