Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Maður þarf að vera með bein í nefinu og þetta er langt frá því að vera auðvelt“

Fyrirsætan Hlín Björnsdóttir er búsett í París og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún er á skrá hjá skrifstofunum Elite Worldwide og Eskimo Models en síðasta verkefni Hlínar var að ganga tískupallana fyrir hátísku hönnuðinn Andreas Kronthaler hjá Vivienne Westwood. Var hún þar í félagsskap ofurfyrirsætna á borð við systurnar Bella og Gigi Hadid. Blaðamaður tók púlsinn á Hlín og fékk að heyra frá fyrirsætu lífinu í París.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sjálfsmynd, samskipti og óheppni í ástum

Hljómsveitin FLOTT hefur vakið töluverða athygli í íslensku tónlistarlífi undanfarið fyrir hnyttin popplög. Sveitina skipa fimm öflugar ungar konur sem vinna allt sitt tónlistarefni frá A-Ö og hljómsveitin skrifaði nýlega undir samning við Sony Music. FLOTT er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA“

„Þann 24. febrúar síðastliðinn, fyrir ellefu dögum, fæddi ég litla konu. Ég var í þrjá sólarhringa að komast upp í tíu í útvíkkun, þar af einn sólarhring uppi á spítala. Þegar ég var komin upp í tíu bað ég um mænudeifingu, sogklukku, tangir, mig langar í bjöllukeisara sagði ég. Nei, það langar þig ekki sagði ljósmóðirin.“

Menning
Fréttamynd

Lóa Björk um borð í Lestina

Lóa Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin í dagskrárgerð og menningarumfjöllun á Rás 1. Hún mun stýra Lestinni með Krisjáni Guðjónssyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég held nú að allir breytist aðeins með árunum“

Tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson er búsettur í Austurríki og hefur vakið mikla athygli fyrir tónlist sína víðs vegar, þó sérstaklega í Þýskalandi og Austurríki sem og hér heima. Hann gaf út sitt fyrsta lag átján ára gamall og á að baki sér marga smelli og tvær plötur. Thorsteinn Einarsson er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist
Fréttamynd

Markmiðið að gera skemmtilega tónlist og hafa gaman að vegferðinni

Sólveig Ásgeirsdóttir, Örlygur Smári og Valgeir Magnússon mynda hljómsveitina Poppvélin. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa elskað tónlist frá ungum aldri og þrátt fyrir ólíkan bakgrunn ná þau vel saman sem heild. Poppvélin er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist
Fréttamynd

Danir senda pönk til Ítalíu

Danir völdu framlag sitt í Eurovision söngvakeppnina nú í kvöld. Kvennapönksveitin Reddi verður fulltrúi Dana þegar keppnin fer fram í Tórínó í maí.

Tónlist
Fréttamynd

Bríet er mætt á íslenska listann

Íslenska söngkonan Bríet er mætt á íslenska listann með nýjasta lag sitt Cold Feet. Lagið kom út 21. janúar síðastliðinn og situr í sextánda sæti listans fyrstu vikuna sína inni eftir að hafa verið kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku. Það er nóg um að vera hjá Bríeti en samkvæmt Instagram síðu hennar er nýtt lag væntanlegt 18. mars næstkomandi.

Tónlist
Fréttamynd

„Langar að koma lífinu öllu af stað og sjá hvar við endum“

Söngkonan Kolbrún Óskarsdóttir er 18 ára gömul og lýsir sér sem miðbæjarrottu úr Reykjavík. Þessi unga söngkona gengur undir listamannsnafninu KUSK og sendi frá sér sitt fyrsta lag í dag. Lagið heitir Flugvélar og er unnið með dúóinu Óviti, sem Hrannar Máni og Snorri Beck skipa.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég er mad partý dýr“

Tónlistarmaðurinn Hugo kom fram á sjónarsviðið vorið 2021 þegar hann gaf út lagið HVÍL Í FRIÐI. Það sem einkennir þennan tónlistarmann er kannski fyrst og fremst það að enginn veit hver maðurinn á bak við Hugo er þar sem hann kemur alltaf fram með einhvers konar villikattar hjálm og hefur þetta vakið mikla athygli. Hugo er tilnefndur sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist
Fréttamynd

Menningin veitir von þegar kreppir að

Úkraínskur kollegi sendi mér þessi skilaboð: „Flestir tónlistarmenn eru í fremstu víglínu í augnablikinu. Ég hef það gott í neðanjarðarbyrgi. Við þurfum stuðning alþjóðlega menningargeirans við að vernda landið okkar núna.“

Skoðun