Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Vísir birtir, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, fyrsta bóksölulista ársins. Hann endurspeglar að þessu sinni sölu íslenskra bóka í nóvember. Menning 3. desember 2024 14:12
Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sýningin Jülevenner Emmsjé Gauta færist upp í Breiðholt þessi jólin en þetta er áttunda árið í röð sem hún er haldin. Gauti lofar langstærstu, flottustu og gíruðustu sýningunni til þessa enda með efsta lag íslensks skemmtanalífs sér við hlið. Lífið samstarf 3. desember 2024 13:06
„Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. Innlent 3. desember 2024 12:58
Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. Lífið 3. desember 2024 11:00
Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. Lífið 3. desember 2024 08:02
Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. Innlent 2. desember 2024 14:11
Harold með ólæknandi krabbamein Hin 86 ára gamla Neighbours stjarna Ian Smith sem fer með hlutverk Harold Bishop í þáttunum frægu hefur tilkynnt að hann sé kominn með ólæknandi krabbamein í lungu. Hann hyggst því hætta alfarið að leika. Lífið 2. desember 2024 13:41
Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Íslenska stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir virðist hafa dálæti á fallegum handtöskum. Hún er þekkt fyrir að deila smart myndum af sér á Instagram hvaðanæva úr heiminum þar sem hún er oftar en ekki með handtösku frá virtustu hátískuhúsum heims til að toppa dressið. Má þar nefna merki á borð við Chanel, Gucci og Chloé. Lífið 2. desember 2024 07:00
Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Desember er genginn í garð og því samfélagslega samþykkt að byrja að hlusta á jólalög. Lífið á Vísi tekur því fagnandi en í offramboði fjölbreyttra jólalaga, eða öllu heldur fjölbreyttra útgáfna af ákveðnum jólalögum, fengum við álit frá nokkrum rithöfundum um þeirra uppáhalds jólalög. Tónlist 1. desember 2024 11:31
Er bókstaflega skíthrædd Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hefur gefið út nýtt lag, lagið Skíthrædd. Um er að ræða titillagið í væntanlegum söngleik hennar sem byggir á hennar eigin lífsreynslu. Unnur segist hafa þurft að kljást við mikla lífshræðslu í gegnum lífið og áhyggjurnar snúa meðal annars að öndunarveginum og meltingarfærunum. Lífið 1. desember 2024 07:03
Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Friðsemd fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur hlýtur að teljast ein af uppgötvunum þessa árs. Bókin er sprúðlandi af frásagnargleði og lesandinn uppgötvar fljótlega að hann má ekki missa af einni einustu setningu. Hér dugar ekki að skima. Lífið 30. nóvember 2024 08:01
Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Jónas Björn Sævarsson fór með sigur af hólmi í tónlistarkeppninni Rímnaflæði sem fór fram í síðustu viku. Jónas, eða Jonni eins og hann er kallaður, segir það mikinn heiður að hafa unnið keppnina. Hann stefnir á útgáfu með hljómsveitinni sinni, Þrívídd, í vor. Lífið 30. nóvember 2024 07:01
Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Jólasýning Þjóðleikhússins í ár er Yerma, sem er leiftrandi, áleitið og átakanlegt nútímaverk sem hefur slegið rækilega í gegn víða um heim. Lífið samstarf 29. nóvember 2024 13:23
Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Þrátt fyrir að vera ekki einu sinni ársgömul á tvíeykið í hljómsveit HúbbaBúbba mörg af vinsælustu lögum ársins. Þeir láta ekki deigan síga og hafa nú gefið út enn fleiri lög, nefnilega þrjú jólalög þar sem þeim til halds og trausts er engin önnur en Svala Björgvins og Karlakór Kjalnesinga. Tónlist 29. nóvember 2024 13:02
Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Hjónin Jón Ragnar Jónsson tónlistarmaður og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir fögnuðu 22 ára sambandsafmæli sínu í gær. Lífið 29. nóvember 2024 10:02
Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Í dag klukkan tíu klukkan 10:00 verður formleg dagskrá í Hörpu vegna Dags íslenskrar tónlistar sem er á sunnudag. Þá mun íslenskt tónlistarfólk verðlauna fólk og hópa sem myndar eiginlegt stoðkerfi íslensks tónlistarlífs. Menning 29. nóvember 2024 09:31
Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Síðasta Bókakonfekt ársins fer fram í Bókabúð Forlagsins á Fiskislóð í kvöld. Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Bóksala á staðnum og höfundar lesa og árita bækur. Lífið samstarf 28. nóvember 2024 16:02
Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Benni Hemm Hemm & Kórinn standa fyrir tónleikum í líkamsræktarstöðinni Grandi 101 á morgun, föstudaginn 29. nóvember. Hópurinn leggur undir sig spinninghjólin, upphífingarstangirnar og teygjusvæðið samhliða tónlistarflutningi. Lífið 28. nóvember 2024 14:01
Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Myndasagnahöfundurinn Maia Kobabe hefur skrifað um ferlið að koma út sem kynsegin manneskja. Sjöfn Asare, gagnrýnandi hjá Lestrarklefanum hefur þetta að segja um bókina. Lífið samstarf 28. nóvember 2024 12:51
Lilja lofar öllu fögru Það er þekkt að stjórnmálamenn lofi ýmsu fyrir kosningar. Nú hefur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra líklega sett nýtt Íslandsmet á þessu sviði. Skoðun 28. nóvember 2024 11:42
Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Dr. Gunni og félagar í Dr. Gunna fóru mikinn þegar þeir mættu í fiskabúri X-ins 977 í nýrri þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Félagarnir voru í essinu sínu og spiluðu gamalkunnug lög í bland við ný. Tónlist 28. nóvember 2024 10:32
Barry Keoghan leikur Bítil Stórleikarinn írski Barry Keoghan mun leika trommarann fræga Ringo Starr í ævisögulegri kvikmyndaröð Sam Mendes um ævi og störf Bítlanna. Stefnt er að því að hver Bítill fái sína mynd. Bíó og sjónvarp 27. nóvember 2024 20:56
Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Jóhannes Haukur Jóhannesson heldur áfram að sanka að sér hlutverkum erlendis en nú hefur leikarinn tilkynnt að hann muni fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Marvel, Captain America: Brave New World, þó að enn sem komið er sé leyndarmál hvaða persónu hann muni glæða lífi. Bíó og sjónvarp 27. nóvember 2024 18:37
Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar nú rétt í þessu. Arnaldur Indriðason, Jón Kalman Stefánsson, Gerður Kristný, Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Kristín Ómarsdóttir fara fyrir fríðum hópi en þau eru tilnefnd í flokki skáldverka. Lífið 27. nóvember 2024 15:41
Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir það aldrei hafa komið til tals og hvað þá til framkvæmdar að láta gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum sér til að skreyta Ráðhús Reykjavíkur. Innlent 27. nóvember 2024 15:30
Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Fulltrúar Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar undirrituðu í dag samning um rekstur Borgarleikhússins til næstu þriggja ára. Samningurinn gildir frá fyrsta janúar 2025 til og með 31. desember 2027. Menning 27. nóvember 2024 15:18
Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn Bandaríski leikstjórinn Jim Abrahams sem þekktastur er fyrir að hafa skrifað og leikstýrt grínmyndum á borð við Airplane! Police Squad! og Naked Gun er látinn. Hann var áttatíu ára gamall. Bíó og sjónvarp 27. nóvember 2024 15:02
Hefndi sín með því að missa meydóminn Goðsögnin Cher opnar sig upp á gátt í nýrri sjálfsævisögu. Þar fer poppstjarnan um víðan völl og rifjar meðal annars hvernig hún missti meydóminn fjórtán ára gömul en hún segist það fyrst og fremst hafa verið gert til að hefna sín á strák. Lífið 27. nóvember 2024 14:01
Hvernig metum við listir og menningu? Í umræðu um listir og menningu í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikil áhersla verið lögð á efnahagslegt gildi. Þar hefur komið fram að beint framlag menningar og skapandi greina nemi um 3,5% af landsframleiðslu, litlu minna en framlag sjávarútvegs. Skoðun 27. nóvember 2024 12:51
„Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ „Þetta var bara draumur að rætast,“ segir tónlistarkonan Sigga Ózk sem ljáir stórstjörnunni Ariönu Grande rödd sína í íslenskri talsetningu af söngleikjamyndinni Wicked. Myndin var forsýnd á dögunum í Laugarásbíói við mikinn fögnuð. Bíó og sjónvarp 27. nóvember 2024 08:01