Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns

Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum.

Innlent
Fréttamynd

Fékk reglu­lega morð­hótanir frá nas­istum

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði fékk ítrekað hótanir frá hægri öfgamönnum sem reynt hafa að yfirtaka heiðinn sið. Ýmis heilög tákn, svo sem sólkrossinn og þórshamarinn, séu í hættu vegna notkunar öfgahópa á þeim.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ást í loftinu og nóg pláss fyrir alla“

„Ég held að tónlistarmyndbanda menningin sé í uppsiglingu á Íslandi,“ segir fjöllistakonan Vigdís Howser en hún leikstýrir tónlistarmyndbandi sem má sjá neðar í pistlinum. Myndbandið er við lagið Elska Allt eftir tónsmiðina Mishu og Hxffa, er fjöllistaverkefni í eðli sínu og framleitt af Kristjáni Erni.

Tónlist
Fréttamynd

Mögu­leg snið­ganga Hollywood hræsni í augum Vil­hjálms

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands.

Innlent
Fréttamynd

„Lífið leiðir mann á þann veg sem maður þarf að ganga“

„Maður þarf bara að halda sér á tánum, vinna hart, halda alltaf áfram og reyna að skapa sér tækifæri sjálfur. Ekki sitja bara og bíða eftir símtali,“ segir leikkonan Eygló Hilmarsdóttir en hún fer með hlutverk í sýningunni Sund sem er frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld. Eygló ræddi við blaðamann um marglaga samband sitt við sundið, sjokkið við að útskrifast úr LHÍ og óhefðbundnar leiðir í leiklistinni.

Lífið
Fréttamynd

Hollywood-stjörnur hóta snið­göngu verði hval­veiðar leyfðar á ný

Baltasar Kormákur segir það skelfilegt fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað ef verður af sniðgöngu Hollywood-leikara og framleiðenda vegna hvalveiða. Matvælaráðherra kynnir ákvörðun sína á morgun. Ef hún leyfir hvalveiðir aftur ætlar hópur Hollywood leikara ekki að koma með verkefni sín til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Villeneuve til í þriðju myndina

Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hvorki pirraður nágranni né hrekkjóttur unglingur

Listamaðurinn Curver Thoroddsen hefur eignast nýjan vin eftir leystist farsællega úr óvæntri uppákomu á Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. Það sem talið var hafa verið skemmdarverk pirraðs nágranna reyndist hafa verið umsjónarmaður húsnæðisins að vinna vinnuna sína.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn hætt á meintum brotum Ramm­stein söngvarans

Rann­sókn á meintum kyn­ferðis­brotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljóm­sveitarinnar Ramm­stein, hefur verið hætt af sak­sóknara í Þýska­landi. Á­stæðan er að ekki fundust nægi­lega mikil sönnunar­gögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni.

Erlent
Fréttamynd

Syngur dúett með yngri út­gáfu af sjálfum sér

Tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson gaf nýverið út sína þriðju sólóplötu sem hann nefnir Aska og Gull. Sem fyrr leggur fjöldi tónlistarmanna honum lið á plötunni en þar er að finna níu lög. Hann segir meginþema plötunnar hverfast í kringum æsku sína. 

Lífið
Fréttamynd

„Skiptir máli að gefast ekki upp þegar á móti blæs“

„Ég vil vona að fólk sé aðeins að sjá að það er allt í lagi að vera bara jákvæður og styðja fólk sem fer út í heim að láta drauma sína rætast, í staðinn fyrir að fela sig á netinu og drulla yfir það,“ segir lagahöfundurinn og tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir. Hún ræddi við blaðamann um endurkomu Nylon, lífið í Los Angeles og ástina en Alma er trúlofuð leikaranum Ed Weeks og þau ætla að gifta sig á Spáni eftir nokkrar vikur.

Tónlist
Fréttamynd

Björk verð­launuð fyrir Cornucopiu

Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september.

Tónlist
Fréttamynd

Gildran valin bæjarlistamaður

Hljómsveitin Gildran hefur verið útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2023. Hljómsveitin hefur gefið út sjö plötur og hóf stór hluti meðlima tónlistarferil sinn sem unglingar í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar en Gildran var stofnuð árið 1985.

Menning
Fréttamynd

Ævarandi leit að réttu stemningunni

„Þetta er kærulaus tónlist um hversdagsleg málefni. Um sápukúludiskótek og sangríu. Um þjóðarsálina, íslenska sumarið og hina eilífu leit að réttu stemningunni,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson um lagið Andalúsía sem hljómsveit hans JónFrí var að senda frá sér.

Tónlist
Fréttamynd

Floni stríðir aðdáendum og lætur glytta í nýja plötu

Rapparinn Floni er fyrir löngu orðinn þekkt stærð í íslensku tónlistarsenunni. Hann gaf síðast út plötu fyrir tveimur árum, og því ekki úr vegi að ætla að heitustu aðdáendur hans séu þyrstir í nýtt efni. Nú er útlit fyrir að þeim gæti orðið að ósk sinni á næstunni. Segja má að hann hafi „strítt“ aðdáendum sínum um liðna helgi. 

Tónlist
Fréttamynd

Skærasta stjarna landsins á lausu

Söngkonan Bríet Ísis Elfar og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo hafa slitið samvistum. Parið ruglaði fyrst saman reytum sumarið 2020 og hafa verið áberandi á listasviðinu síðan.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta lag fjallar um kyn­líf“

Tónlistarfólkið Bríet Ísis Elfar og Ásgeir Trausti Einarsson sameina krafta sína á ný en í dag kemur út lagið þeirra Venus. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem listamennirnir leiða saman hesta sína því í fyrra gaf Bríet út ábreiðu á lagi Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn. 

Lífið
Fréttamynd

Fresta frumsýningu Dune vegna verkfalls

Forsvarsmenn Warner Bros hafa ákveðið að fresta frumsýningu kvikmyndarinnar Dune: Part Two um rúma fjóra mánuði vegna verkfalls leikara. Timothée Chalamet, Zendaya og aðrir leikarar geta annars ekki tekið þátt í að kynna myndina vegna verkfalls leikara.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hannes Þór ætlar sér stóra hluti með Atlavík

Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og fyrrverandi markmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki ásamt félögum sínum. Hann segir fyrirtækið vera með mörg járn í eldinum og vinna nú að þáttum fyrir Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Valdi að verða sex­tug í stað þess að flytja til Eþíópíu

Yrsa Sigurðar­dóttir, glæpa­sagna­drottning og marg­faldur met­sölu­höfundur, fagnar sex­tugs­af­mæli í dag. Hún segir ekkert planað í kvöld, annað en að skrifa næstu bók. Hún ætlar að halda upp á stór­af­mælið með pompi og prakt í febrúar að jóla­bóka­flóði loknu og segist ekki geta beðið eftir að sjá Kulda, sam­nefnda mynd sem byggir á bók hennar og kemur í kvik­mynda­hús í næstu viku.

Lífið
Fréttamynd

„Mikil­vægt að mynd­list geti líka verið ó­geðs­leg“

„Mér finnst gaman að kveikja á alls konar tilfinningum hjá áhorfendum. Mér finnst líka gaman að taka eitthvað sem mér finnst ógeðslegt eins og köngulær og ég reyni alltaf að gera þær girnilegri en þær eru í raun,“ segir myndlistarkonan Helena Margrét Jónsdóttir opnar einkasýningu í D sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá.

Menning
Fréttamynd

Ætlaði ekki að koma nálægt karlmönnum í tvö ár

„Ég var oft búin að kvíða fyrir því að hitta hann. Þetta var miklu verra en ég hélt,“ segir tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir þegar hún mætti æskuástinni, Ólafi Friðriki Ólafssyni viðskiptafræðingi og eiganda Pizzunnar.

Lífið