Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

The Dial of Destiny: Enginn apabisness hjá öldungi

Eitt sinn sýndi Ríkissjónvarpið sjónvarpsþáttaröð um ævintýri hins unga Indiana Jones. Nú sýna íslensk kvikmyndahús ævintýri hins aldna Indiana Jones. Ber hún titilinn Indiana Jones: The Dial of Destiny og fjallar um leitina að skífu örlaganna.

Gagnrýni
Fréttamynd

Greip ekki í Wemb­an­y­am­a og var ekki sleg­in í gólfið

Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef alltaf verið mjög góður drengur“

„Fólk misskilur mig alveg klárlega og þó það sé alltaf að gerast sjaldnar og sjaldnar þá gerist það enn. Mér fannst það ógeðslega erfitt, leiðinlegt og pirrandi en það hefur eiginlega engin áhrif á mig í dag. Maður venst því alveg, eins og flestu,“ segir rapparinn Birgir Hákon. Blaðamaður hitti hann í kaffi og ræddi við hann um lífið og tilveruna.

Tónlist
Fréttamynd

Fá sekt vegna dulinna auglýsinga

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn hf. vegna dulinna auglýsinga í innslögum í raunveruleikaþáttunum LXS sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Dagskrárstjóri Stöðvar 2 segir fyrirtækið ekki hafa fengið greitt fyrir neinar auglýsingar sem sektað er fyrir. Raunveruleikasjónvarp sé þess eðlis að vörumerki birtist í þáttunum án þess að um kostaða auglýsingu sé að ræða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er blaut tuska í and­litið“

Kvikmyndin Crater var frumsýnd þann 12.maí síðastliðinn en hefur nú verið tekin úr sýningum vegna lítils áhorfs. Myndin sem var í eigu Disney+ og sýnd þar við litlar undirtektir en ástæðuna má rekja til skorts á auglýsingum. Unnur Eggertsdóttir fór með hlutverk í myndinni og segir þetta eins og blauta tusku í andlit fólksins sem starfaði við myndina.

Lífið
Fréttamynd

Dagur og Trudeau biðla til Taylor Swift

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur að undanförnu verið á gífurlega vinsælu tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tilkynnti Swift að stefna ferðalagsins væri sett út um allan heim en þó ekki til Íslands. Borgarstjóri Reykjavíkur hefur lagt sitt af mörkum í að sannfæra stjörnuna um að gera sér ferð til höfuðborgar Íslands.

Tónlist
Fréttamynd

Varð við bón að­dáanda og kýldi hann

Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly kýldi aðdáanda sinn í andlitið á tónleikum á dögunum er hann var í miðju lagi. Það var þó ekki illa meint þar sem aðdáandinn bað hann um að kýla sig og var virkilega sáttur eftir höggið.

Lífið
Fréttamynd

Söngkonan Coco Lee er látin

Bandaríska söngkonan og leikkonan Coco Lee, sem fæddist í Hong Kong og naut mikilla vinsælda í Asíu, er látin, 48 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Baumgartner þarf að yfir­gefa heimilið í mánuðinum

Dómari í Kaliforníufylki hefur úrskurðað að ákvæði í kaupmála leikarans Kevin Costner og fyrrverandi eiginkonu hans hönnuðarins Christine Baumgartner sé í fullu gildi. Þarf hún að yfirgefa heimili þeirra í síðasta lagi 31. júlí.

Lífið
Fréttamynd

Dó næstum því og er edrú í dag

Bandaríska leikkonan Tatum O'Neal, sem var yngst til að vinna Óskarsverðlaun, hefur barist við fíknina í áratugi en hún segist hafa misst tökin í kórónuveirufaraldrinum árið 2020. Þá hafi hún tekið of stóran skammt af ýmsum lyfjum og endað í dái í sex vikur.

Lífið
Fréttamynd

Mugi­son fer suður til þess að slaka á

Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, hefur keypt sér hús á höfuðborgarsvæðinu. Því má segja að stofnandi tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður fari í raun iðulega suður. 

Lífið
Fréttamynd

Má ekki flytja lagið sitt og biður aðra um að gera það

Emmsjé Gauti segir viðtökurnar við þjóðhátíðarlaginu í ár hafa verið góðar. Það hafi þó ekki alltaf verið markmið að semja þjóðhátíðarlagið. Hann er spenntur fyrir því að frumflytja það í brekkunni í Vestmannaeyjum en ætlar þangað til að hlusta á annað fólk flytja lagið.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég mana ykkur að kasta einhverju í mig“

Undanfarið virðist vera sem það sé að færast í aukana að ýmsum hlutum sé kastað í átt að tónlistarfólki á meðan það kemur fram á sviði. Tónlistarkonan Adele ræddi um þetta á tónleikum sínum og sendi aðdáendum sínum skilaboð.

Lífið
Fréttamynd

Segist ekki ætla að leika pabba Potter

Daniel Radcliffe, sem lék Harry Potter í kvikmyndunum um galdradrenginn, segir að hann muni ekki leika neitt hlutverk í sjónvarpsþáttum um Harry Potter. Hann segist spenntur að rétta hlutverkið sitt áfram til næsta leikara.

Lífið
Fréttamynd

Ferðast um heiminn eins og al­vöru Bar­bie dúkka

Ástralska leikkonan, framleiðandinn og bomban Margot Robbie fer með hlutverk sögulegu dúkkunnar Barbie í samnefndri mynd. Handrit og leikstjórn þessarar nýstárlegu útgáfu af sögu Barbie er í höndum Gretu Gerwick og kemur hún út hérlendis 19. júlí. Robbie hefur nú verið á ferðalagi um heiminn að kynna kvikmyndina og virðist taka hlutverkinu alvarlega í raunheimum, þar sem hún klæðist oftar en ekki bleikum fötum frá fínustu tískuhúsum heimsins.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Í dag máttu vera allt og ég vil fagna því“

„Mig langaði að finna persónulegri nálgun við það að velja fólk á ljósmyndasýningu og á sama tíma gefa fjölbreyttum hópi fólks tækifæri til þess að taka þátt,“ segir tískuljósmyndarinn Kári Sverrisson, sem opnar sýninguna The Art of Being Me, eða Listin að vera ég, í miðbænum á Menningarnótt. Blaðamaður tók púlsinn á Kára.

Menning
Fréttamynd

Nína Dögg leikur Vigdísi

Tillaga um að veita leikhópnum Vesturporti styrk vegna framleiðslu á leikinni sjónvarpsþáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með hlutverk Vigdísar.

Lífið
Fréttamynd

Fer frá Barbie til Narníu

Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum.

Bíó og sjónvarp