
Sögutími í SB: Passaðu þig í upphitunarfótboltanum á næstu æfingu
Sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti góða sögu af manninum í ellefta sæti á listanum yfir þá bestu sem hafa spilað í deildinni á fyrstu tveimur áratugum nýrrar aldar.
Sérfræðingur Seinni bylgjunnar átti góða sögu af manninum í ellefta sæti á listanum yfir þá bestu sem hafa spilað í deildinni á fyrstu tveimur áratugum nýrrar aldar.
Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segist ekki eiga orð í sínum sarpi til að lýsa því sem Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert með Val.
Haukar og FH gerðu jafntefli í Hafnarfjarðarslagnum í Olís deild karla í handbolta í vikunni en bæði lið fengu tækifæri til að skora sigurmarkið í leiknum. Þau klúðruðu hins vegar bæði lokasóknum sínum.
Slysin gerast og líka í Olís deild karla í handbolta. ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson hafði ekki heppnina með sér í leik á móti Val í síðustu umferð.
Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Magnús Stefánsson um að hann muni taka við sem aðalþjálfari liðsins í Olís-deild karla að yfirstandandi tímabili loknu. Magnús skrifar undir tveggja ára samning.
Stiven Tobar Valencia er ekki maður einhamur. Auk þess að vera einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta er hann plötusnúður og stundar háskólanám í lífeindafræði.
„Fyrst og fremst er ég ánægður að við náðum varnarleiknum okkar til baka, við spiluðum frábæra vörn. Ég er ánægður með hvernig menn gáfu sig í þetta, það var mikil og góð liðsheild,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir jafntefli á móti Haukum í kvöld.
Þrátt fyrir að Haukar væru tveimur mörkum undir gegn nágrönnum sínum í FH þegar lítið var eftir af leik liðanna í Olís deild karla í handbolta þá tókst þeim að skora tvívegis og jafna þar með metin. Bæði lið fengu færi til að vinna leikinn en það gekk ekki eftir og lokatölur því 24-24.
Í kvöld lék Grótta gegn Fram í 17. umferð Olís-deildarinnar í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi. Leikurinn var tvískiptur. Heimamenn voru varla með í fyrri hálfleik en sóttu vel að Frömurum í síðari hálfleik. Fram fór þó með sigur úr býtum, 30-31 lokatölur.
Stjarnan valtaði yfir Hörð á Ísafirði og vann tíu marka sigur 25-35. Eftir litlausan fyrri hálfleik setti Stjarnan í fluggírinn og valtaði yfir Harðverja í seinni hálfleik.
Haukar fá nágranna sína í FH í heimsókn á Ásvelli í kvöld í seinni deildarleik liðanna í Olís deild karla í handbolta á þessu tímabili.
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sigursteinn Arndal verða andstæðingar í kvöld þegar Haukar mæta FH í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deild karla. En venjulega eru þeir samherjar enda vinna þeir saman hjá Vodafone.
Selfyssingar skelltu KA-mönnum norðan heiða í Olís deildinni í handbolta í dag.
Selfyssingar gerðu góða ferð norður yfir heiðar í dag og unnu öruggan sigur á KA-mönnum í Olís deildinni í handbolta.
ÍBV og Afturelding eru nánast hnífjöfn í Olís-deild karla í handbolta og mættust í mikilvægum slag í Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn höfðu betur, 32-26, í fjörugum leik.
HK tryggði sér í gærkvöldi sæti í Olís-deildinni í handknattleik á nýjan leik þegar liðið lagði Víking í Grill66-deildinni.
„Ég er rosalega ánægður með stigin tvö ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta er búið að vera erfið vika hjá okkur eins og reyndar margar aðrar í vetur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals eftir sigur á ÍR í Olís-deildinni í kvöld.
Valur vann sigur á ÍR Skógarselinu í kvöld. Lokatölur 32-36 í spennandi leik. Þetta var fyrsti leikur 17. umferðar í Olís-deild karla.
Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn hafa hafnað því að ganga til liðs við Val síðasta sumar áður en hann hreppti Berg Elí Rúnarsson sem reynst hefur vel á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda.
Stiven Tobar Valencia kveðst þakklátur fyrir að vera valinn í íslenska landsliðið. Hann dreymir um að spila fyrir stærstu lið Evrópu.
Þorgeir Haraldsson er hættur sem formaður handknattleiksdeildar Hauka en þetta var tilkynnt á Facebook síðu handknattleiksdeildar Hauka nú í kvöld.
Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar.
Þorgrímur Smári Ólafsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, bauð upp á topplista í síðasta þætti en þar valdi hann þá bestu í klefanum frá hans ferli í handboltanum.
Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, er í viðræðum um að taka við úrvalsdeildarliði í Skandinavíu að yfirstandandi leiktíð lokinni. Hann hefur þegar gefið út að hann haldi ekki áfram með KA-menn.
Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega fúll eftir tap gegn ÍBV í Olís-deildinni í dag. Hans menn byrjuðu leikinn frábærlega og voru komnir átta mörkum yfir eftir tíu mínútur. Svo fór eiginlega allt í steik.
Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var sáttur með frammistöðu sinna manna er liðið vann Aftureldingu með tveimur mörkum 26-24 í 16. umferð Olís-deild karla í kvöld. Haukar voru undir bróðurpart leiksins en þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka gáfu þeir í og tryggðu sér stigin tvö.
Einn leikur fór fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar heimsóttu Mosfellsbæ en fara þarf 88 mánuði aftur í tímann til að finna síðasta tap Hauka þar í bæ. Haukarnir voru nálægt því að missa frá sér örugga forystu undir lok leiks í kvöld en allt kom fyrir ekki og gestirnir fóru heim með stigin tvö.
„Það er bara heiður að vera yfir höfuð á þessum lista með þessum mögnuðu leikmönnum,“ segir Róbert Aron Hostert eftir að hafa verið valinn besti leikmaður efstu deildar í handbolta á 21. öldinni.
Birgir Steinn Jónsson átti stórkostlegan leik með Gróttu í eins marks sigri á FH í Olís deild karla í gærkvöldi.