Stjörnuspá Siggu Kling

Stjörnuspá Siggu Kling

Fréttamynd

Maíspá Siggu Kling – Hrútur: Notaðu stressið sem orkugjafa

Elsku hjartans kraftmikli og þrjóski Hrúturinn minn. Það er búin að vera sérlega mikil spenna hjá þér og þér hefur fundist eins og þú hafir ekki framkvæmt nóg eða gert allt sem þú ætlaðir þér að gera og þar af leiðandi er einhver smá pirringur á sveimi í kringum þig.

Lífið
Fréttamynd

Aprílspá Siggu Kling komin á Vísi!

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir marsmánuð má sjá hér fyrir neðan.

Lífið
Fréttamynd

Aprílspá Siggu Kling – Steingeit: Hlæðu í gegnum næsta mánuð

Elsku Steingeitin mín. Það er alveg magnað hvað lífið getur raðað hlutunum hárrétt upp fyrir þig. Þú stressast og stressast, svitnar og svitnar en svo allt í einu sérðu bara “nei, mikið rosalega er þetta spennandi,” og það er akkúrat sú tíð sem þú þarft núna, elsku Steingeitin mín.

Lífið
Fréttamynd

Aprílspá Siggu Kling – Ljón: Ert eins heitt og sólin!

Elsku dásamlega Ljónið mitt. Þú hefur svo líflegt og skemmtilegt ímyndunarafl. Og drífandi áhrif á aðra og svo skemmtilegan frásagnarhátt að þú getur fengið hvern sem er til þess að trúa því sem þú segir. Ef þessir eiginleikar flokkast ekki sem kostir þá eru kostir ekki til!

Lífið
Fréttamynd

Marsspá Siggu Kling komin á Vísi!

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir marsmánuð má sjá hér fyrir neðan.

Lífið