Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Fleiri karlkyns nemendur í framhaldsskólum

Fleiri karlkyns nemendur eru nú skráðir í framhaldsskólanám en kvenkyns. Hlutfall karlkyns nemenda eru 53% á móti 47% kvenkyns nemendum. Í tölfræðinni er ekki gert ráð fyrir öðrum kynjum.

Innlent
Fréttamynd

Skóli og samfélag

Skólakerfið er mikilvægt og gefandi fyrir okkur öll, foreldra, nemendur og samfélagið allt.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skólar fyrir börnin

Daglega er verið að brjóta á réttindum barna í leikskólum landsins af hálfu stjórnvalda. Ég heyri víðsvegar kveðið af starfsfólki, að of mörg börn, dvelji of lengi, í of litlu rými, og mig langar að bæta við að börn búa við of litla faglega athygli

Skoðun
Fréttamynd

Íslensk ungmenni í sérflokki í neyslu orkudrykkja

Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum, sem innihalda koffín, er með því mesta sem þekkist í Evrópu og er vægi orkudrykkja í heildarkoffínneyslu íslenskra ungmenna mun meira en sést í sambærilegum erlendum rannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara

Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra.

Innlent
Fréttamynd

Dag­gæsla á vinnu­stað

Það er skortur á úrræðum fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Leikskólapláss eru af skornum skammti, biðlistar á frístundaheimili langir og dagforeldrum fer árlega fækkandi. Fjölskyldur flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta er trygg og lífsgæði mælast betri.

Skoðun
Fréttamynd

Ofbeldi snertir allt samfélagið

Ofbeldi verður til umfjöllunar á málþingi Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sen fram fer á Reykjavík Natura í dag. Málþingið er haldið í samvinnu við fagdeildir FÍ í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, félagsþjónustu, fræðslu- og skólaþjónustu, fötlunarmálum, heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Frídagar barna komi niður á jafnrétti og kjörum

Foreldri og atvinnurekandi segir launþega ekki eiga inni fyrir þeim dögum þar sem börn eru ekki í skóla vegna vetrarleyfis eða skipulagsdaga. Lítið samræmi sé milli skóla og innan sveitarfélaga um þær dagsetningar sem kemur niður á atvinnulífinu í heild.

Innlent
Fréttamynd

Margt í boði í borginni í tilefni af haustfríi

Haustfrí hófst í grunnskólum Reykjavíkur í morgun og af því tilefni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í söfnum borgarinnar. Fullorðnir fá frítt inn í fylgd með börnum meðan haustfríið varir. Sérstakur vefur hefur verið opnaður með allri dagskrá í Reykjavík. Það sama er upp á teningnum í Menningarhúsum Kópavogs.  

Innlent
Fréttamynd

Kynjakvóti tekinn upp í Versló

Kynjakvóti hefur formlega verið tekinn upp hjá Verslunarskóla Íslands til að reyna að sporna gegn fækkun pilta í skólanum. Skólastjórinn segir nýjar reglur tryggja að hlutfall pilta í skólanum fari ekki undir fjörutíu prósent.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjórar í næturvinnu við að rekja smit

Umfangsmiklar smitrakningar í grunnskólum valda álagi á stjórnendur skólanna sem þurfa að sjá um rakninguna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ekki ganga að að verkefnið sé á herðum skólastjórnenda þar sem þeir séu í fullri vinnu fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Grófur dyraatsfaraldur skekur heilu hverfin

Íbúum í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi er hætt að litast á blikuna vegna nýstárlegs dyraatsfaraldurs, sem gerir oft vart við sig seint á kvöldin. Þetta er sérstaklega gróft dyraat, sem virðist innblásið af TikTok.

Innlent
Fréttamynd

Áhrif stúdenta á uppbyggingu háskólasvæðisins

Aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði er jafnréttismál. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi í nærumhverfi Háskóla Íslands er of hátt og þar með er aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði ekki tryggt. 

Skoðun
Fréttamynd

Samþætt þjónusta og snemmtækur stuðningur við börnin í Árborg

Starfsfólk á fjölskyldusviði Árborgar er þessa dagana að undirbúa innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en lögin taka gildi um næstu áramót. Undirbúningurinn felur meðal annars í sér að endurskoða alla verkferla og leggja áherslu á samhæfingu verklags þvert á deildir.

Skoðun